Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 43

Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 43
Hjolförin lágu lil Kína KLUKKUNA vantaði tíu mín- útur í átta að kvöldi. Hitabeltis- rökkur Singapore-borgar var fyr- ir löngu orðið að biksvörtu nátt- myrkri. Alskýjað var að Keita mátti og talsvert hafði rignt. Nú var stytt upp, göturnar voru full- ar af fólki og götuljósin uppljóm- uðu Efra-Seragoonstræti, aðal- götuna, sem skiptir borginni í tvo hluta og liggur austur úr henni, þvert yfir nýlenduna. Bílstjóri keyrði inn á Aljuneid- götu og ætlaði eftir henni inn á hið fjölfarna Serangoonstræti. Þarna var svartamyrkur og eng- inn á ferli. Þegar hann hafði ek- ið götuna um það bil til miðs sá hann í skini bílljósanna mann liggja á götunni. Hanp lá graf- kyrr og vissu fæturnir að götu- ræsinu. Hann hreyfðist ekki þeg- ar bíllinn kom að honum og bíl- stjórinn, sem var kynblendingur, varð að snarbeygja til að komast hjá því að aka yfir hann. Bíl- stjórinn brá ósjálfrátt fætinum á hemlana til þess að stöðva bíl- inn og athuga hvort sá, sem á götunni lá, væri hættulega slas- aður, en um leið gerði hann sér ljóst að gatan var koldimm og mannlaus og að sá, sem undir LEYNILÖGREGLU- SAGA _________________i þeim kringumstæðum gerist hnýsinn á götum Singapore, get- ur átt von á hinu versta. Og eft- ir á að hyggja. Vel gat verið að maðurinn svæfi þarna á götunni, augafullur. Bílstjórinn nam ekki staðar. Eftir nokkra stund fannst kyn- blendingnum samt, að hann yrði að gera eitthvað í þessu. Hann ók með hálfum huga að Gey- land lögreglustöðinni, fór inn og tilkynnti lögreglumanninum, sem á verði var, að hann hefði séð mann liggja við grasjaðarinn á Aljuneidgötu. Án þess að merkjanlegt væri að lögreglumaðurinn veitti þess- ari tilkynningu nokkra sérstaka athygli færði hann hana inn í dagbókina. „Líklegast fullur,“ sagði hann, en um leið og kyn- blendingurinn var farinn út, gaf hann skýrslu um atburðinn og mælti svo fyrir að farið yrði til Aljuneidgötu til að rannsaka málið. Hálfri klukkustund síðar fann lögregluþjónn líkið og gerði sér á andartaki grein fyrir hvernig dauða mannsins hafði borið að höndum. Svo fast hafði verið hert að kaðlinum, sem hann HEIMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.