Heimilisritið - 01.08.1958, Page 52

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 52
vaeri því til fyrirstöðu að við flyttumst burt úr sveitinni, strax og þetta sumar vaeri liðið. Við gaetum farið til Pétursborg- ar eða til útlanda til að mennta Sonju sem bezt, allt eftir eigin geðþótta. ,,Já,‘‘ sagði Katja, ,,en þér ættuð þá að koma með okk- ur til útlanda, svo við yrðum ekki villuráfandi, eins og við værum í skógarþykkni.“ „Ekkert væri mér kærara, en ferðast með ykkur um ver- öldina,“ sagði hann eins og bæði í gamni og alvöru. ,,Því ekki það ?“ spurði ég. ,,Við skulum bara leggja öll á stað og skoða okkur um í heiminum.'* Hann hristi höfuðið brosandi. ,,Og hvað ætti að verða um móður mína ? Og öll skyldustörfin ?“ sagði hann. ,,Ætli við verðum ekki að sleppa þessu. Segið þér mér heldur eitt- hvað af yður sjálfri, og hvað þér hafið haft fyrir stafni með- an ég var fjarverandi. Hefur þunglyndið stöðugt verið að ásækja yður ?“ Ég sagði honum, að mér hefði tekizt að vinna bug á öll- um lífsleiða, en verið mjög iðjusöm, og Katja staðfesti það mjög eindregið. Þá hældi hann mér á hvert reipi, eins og skólastelpu, sem hefur reiknað dæmin sín rétt, og talaði eins og sá, sem valdið hefur, en ég væri aðeins krakki. Ég fann til einhverrar innri þarfar að segja honum frá öllu, sem ég hafði látið gott af mér leiða, undantekningar- laust og opinskátt, eins og ég væri í skriftastólnum og játa fyrir honum allar yfirsjónir mínar. Það var yndislegt kvöld, og við sátum áfram úti á svöl- unum eftir að búið var að bera af borðinu. Ég var svo niður- sokkin í samræðurnar, að ég tók varla eftir allri kyrrðinni, sem nú ríkti í kringum okkur. Blómin urðu æ ilmþyngri, eftir því, sem leið á kvöldið, og angan þeirra fyllti loftið í kringum okkur. Náttfallið breiddi sig yfir grasflötinn, og í runnum trjánna hóf næturgalinn dillandi söng, en þagn- aði óttasleginn, er hann heyrði óminn af röddum okkar. Það var eins og festingin svifi niður til að strengja stjörnu- bjart tjald sitt um okkur. Ég uppgötvaði fyrst hversu rökkvað var orðið, er leður- HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.