Heimilisritið - 01.08.1958, Page 53

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 53
blaka, sem hafði flögrað hljóðlaust inn á svalirnar, blakaði vængjum sínum við hvíta herðasjalið mitt. Ég var að því komin að hljóða upp yfir mig af skelfingu og þrýsti mér upp að veggnum, en þá hypjaði þessi náttboði sig á brott, og hvarf þegjandi inn í skugga trjánna. ,,En hve það er alltaf unaðslegt hér í sveitinni okkar,“ sagði Sergius Michailowitsch allt í einu, og batt þar með enda á umræðurnar við Kötju. ,,Ég vildi helzt mega sitja hér á svölunum, það sem eftir er ævinnar." ,,Þá skuluð þér bara gera það," sagði Katja, ,,er nokk- uð því til fyrirstöðu, að þér sitjið hér kyrr?" ,,Það er nú svo. Lífið og tíminn bíða nú ekki eftir manni." ,,Þér ættuð að gifta yður," greip Katja fram í. ,,Þá fyrst fer tíminn að bíða eftir yður. Þér eruð efni í fyrirmyndar eiginmann." ,,Kannske af því að ég vildi helzt sitja svona til æviloka," sagði hann og skellihló. ,,Nei og aftur nei, Katrín Karlowna, við höfum bæði varpað öllum giftingarfyrirætlunum fyrir borð. Almenningur er hættur að líta á mig sem hjúskapar- hæfan mann, og sjálfur var ég reyndar hættur því löngu á undan honum. Síðan hefur allt leikið í lyndi.“ Mér fannst hann segja þetta með einhverjum uppgerðar- ákafa, eins og orð hans hefðu dulinn tilgang. ,,Hvað er að heyra þetta," varð Kötju að orði. „Þrjátíu og sex ára gamall maður, og búinn að leggja árar í bát.“ ,,Fyrir fullt og allt,“ svaraði hann, ,,og það svo ræki- lega, að nú á ég enga ósk heitari en þá, að vera út af fyrir mig í ró og næði. En giftur maður getur nú ekki leyft sér slíkt. Spyrjið þér bara þessa ungu stúlku — og nú kinkaði hann kolli til mín — hún á vafalaust eftir að komast í hjóna- bandið og hvað viðkemur okkur sjálfum, þá mun hamingja hennar verða okkur yndisauki." Ég þóttist greina, einhvern dulinn og niðurbældan trega í ákafanum, sem hann lagði á þesa síðustu setningu. Hann setti hljóðan stundarkorn, og við Katja tókum þátt í þögn hans, fullar samúðar. HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.