Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 55

Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 55
Eftir að Katja var farin sátum við bæði hljóð. Kyrrðin ríkti allsstaðar kringum okkur. Aðeins næturgalinn söng, en ekki lengur óttablandið og með truflunum eins og í kvöld, heldur öruggt og óþvingað. Tónar hans fylltu garðinn, og nú tók annar næturgali undir við hann, innan úr skógar- þykkninu, í fyrsta skipti í kvöld. Söngvarinn í garðinum þagnaði sem snöggvast eins og til að hlusta á nágranna sinn, en hóf síðan rödd sína á ný, með vaxandi krafti og fjöri og kvakaði með hljómfagurri dillandi og tónbrigðum. Fugl- arnir tóku á víxl undir hvor við annan og raddir þeirra hljómuðu hátíðlega út í nóttina, sem þeir drottnuðu í eins og konungar, en sem geymdi svo mikið af leyndardómum okkar. Garðyrkjumaðurinn gekk þungum skrefum fram hjá svöl- unum á leið til garðskýlisins, en þar svaf hann. Við heyrð- um skóhljóð hans í trjágöngunum unz það dvínaði út. Ofar af hæðinni gall við snöggt hljóð, og síðan annað, Svo varð allt kyrrt aftur, Laufið á trjánum bærðist varla svo maður tæki eftir því. Hægur andvari straukst yfir þakið og hress- andi blær hans lék um okkur á svölunum. Eftir nýafstaðin orðaskipti okkar snart þessi þögn mig óþægilega. Mér hugkvæmdist þó ekkert til að byrja samtal með. Þegar ég leit á Sergius Michailowitsch sá ég, að augu hans, sem virtust tindrandi í rökkrinu, hvíldu á mér. Hann tók til máls aftur og sagði í hálfum hljóðum. ,,En hve lífið er nú unaðslegt, þrátt fyrir allt. ,,Hvað sögðuð þér?“ spurði ég og varpaði ósjálfrátt önd- inni. ,,Ég sagði, að það væri unaðslegt að lifa,“ svaraði hann. Aftur varð þögn, og ég fann á ný til óþaegindakenndar. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun að hafa sært hann með þvi, að fallast á þá skoðun hans að hann væri of gamall til að verða eiginmaður minn. Mig langaði til að hughreysta hann, en vissi ekki hvernig ég ætti að koma mér að því. Hann reis á fætur og gerði sig líklegan til að fara. ,,Það er bezt að fara að halda heimleiðis, sagði hann. heimilisritið 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.