Heimilisritið - 01.08.1958, Page 56

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 56
„Móðir mín bíður eftir mér með kvöldverðinn, og ég hef varla séð hana upp á síðkastið.“ ,,Og ég sem ætlaði að spila fyrir yður sónötuna, sem ég hef verið að æfa undanfarið.“ ,,Þér spilið hana fyrir mig, þegar ég kem næst,“ sagði hann, að mér fannst heldur kuldalega. „Verið þér sælar.“ Mér varð það nú enn ljósara, að ég hefði sært hann, og það var ekki laust við að ég kenndi í brjósti um hann. Við Katja fylgdum honum út á tröppurnar, og þar stóð- um við nokkra stund og fylgdum honum með augunum út- eftir þjóðveginm. Þegar hófadynurinn frá hestinum hans var dáinn út í fjarska, gekk ég inn aftur og út á svalirnar. Enn einu sinni renndi ég augunum yfir garðinn okkar og sá kvöldþokuna grúfa yfir honum, en allt loftið umhverfis mig var þrungið af margbreytilegum ómum næturinnar. Sergius Michailowitsch heimsótti okkur í annað sinn, og síðan það þriðja. Hin óþægilegu áhrif, sem síðustu viðræð- ur okkar höfðu á mig, hurfu algjörlega og ég varð þeirra aldrei vör framar. Allt þetta sumar heimsótti Sergius Michailowitsch okkur tvisvar og þrisvar reglulega í hverri viku, og ég var farin að telja komur hans svo sjálfsagðar, að kæmi fyrir að það brygðist að hann kæmi, þegar við áttum von á honum, fann ég til einmanakenndar og fann að því við hann að hann væri farinn að vanrækja mig. Hann kom fram gagnvart mér eins og ég væri ungur og elskulegur félagi, hlýddi mér yfir, óskaði eftir trúnaði mín- um og gaf mér góð ráð. Alltaf var hann að reyna að örva lífsgleði mína. Stundum setti hann líka ofan í við mig, en alltaf vingjarnlega. En þó hann gerði sér allt far um að um- gangast mig sem jafningja sinn fann ég þó ljóslega, að hann bjó yfir mörgu öðru en hann gerði uppskátt við mig. Ég var oft viss um, að hann lifði oft og tíðum í veröld, sem var algjörlega lokuð fyrir mér, og hann áleit enga þörf á að ég væri neitt að skyggnast í. Einmitt þetta laðaði mig 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.