Heimilisritið - 01.08.1958, Síða 58
ég vissi að öll léttúð var honum mjög á móti skapi og hann
myndi aldrei þola slíkt í fari mínu.
Strax og mér varð þessi afstaða hans ljós, fór ég að gæta
þess vandlega að forðast hverskonar sundurgerð, bæði í við-
hafnarbúningi og hversdagsfötum, en kannske hef ég geng-
ið of langt í tilgerðarleysi í klæðaburði mínum, því einmitt
á þessum aldri kann maður varla skil á því hvað er tilgerð
og hvað ekki.
Ég var ekki í neinum vafa um það lengur, að hann elsk-
aði mig, en ég braut ekki heilann um hvort hann elskaði
mig sem fullþroskaða konu eða aðeins sem krakka, heldur
naut þess innilega, að vera elskuð af honum. Ekki var ég
heldur í minnsta vafa um að í hans augum væri ég ákjósan-
legasta stúlkan undir sólinni, og ég lagði allan minn metn-
að í að þetta álit hans á mér breyttist ekki, enda þó það
væri kannske ekki sem skynsamlegast.
Ósjálfrátt fór ég bak við hann, en ég var þess viss, að
þetta væri mér sjálfri til góðs. En ég gekk þess ekki dulin,
að honum féll það mikið betur í geð, að ég væri í góðu
skapi og glaðvær en að ég héldi mér til í klæðaburði. Mér
virtist honum geðjast vel að hárinu á mér, höndunum, vaxt-
arlaginu; í einu orði sagt að öllu ytra útliti mínu eins og
ég hafði birzt honum við fyrstu sýn. Þannig hafði hann allt-
af þekkt mig, og ég þorði í engu að breyta til af ótta við
að það gæti styggt hann. En um tilfinningar mínar vissi
hann ekki neitt, en þó voru það þær, sem hann elskaði. Ein-
mitt á mínum aldri eru tilfinningarnar næmastar og áhrifa-
gjarnastar og þess vegna gat ég alltaf komið honum á óvart.
Eftir að mér var orðið þetta ljóst veittist mér mjög auð-
velt að umgangast hann. Ég var alveg laus við alla tilgerð
eða öryggisleysi í framkomu. Ég var viss um að ég væri að
hans skapi, hvar sem hann leit á mig, hvort sem ég sat
eða stóð, hvort sem ég skipti hárinu yfir miðju eða greiddi
það beint aftur.
Hefði hann brugðið vana sínum og slegið mér gullhamra
fyrir útlit mitt, eins og ungir menn eru vanir að gera, er ég
viss um að það hefði ekki aukið ánægju mína á neinn hátt.
56
heimilisritið