Heimilisritið - 01.08.1958, Qupperneq 61
Falski steingervingurinn
ALMENNINGUR GREIDDI STÓRAR
FJÁRHÆÐIR TIL AÐ SJÁ HANN
ÞEGAR George Hull tóbaks-
sali lét heila tunnu af bjór fyrir
blut einn, sem hann sendi þegar í
burtu með járnbraut — hlut, sem
vóg fimm lestir og skráð var sem
vél — var hann aS undirbúa föls-
un, sem átti eftir aS færa honum
400 þúsund sterlingspund á næstu
árum.
ÁriS 1869 fór William Newell
bóndi í New York fylki aS kvarta
undan því, aS brunnar á landi
hans væru aS þorna. Loks kom
aS því, aS hann réSi menn til
þess aS grafa nýja brunna.
Hann valdi sjálfur staSinn, þar
sem grafa skyldi, en þegar kom-
iS var niSur á fjögur fet, lentu
Uiennirnir á einhverju hörSu.
Bill var ekki heima þegar þetta
gerSist, hann var farinn í næsta
banka til þess aS útvega sér lán,
svo aS hann gæti borgaS vinn-
Una viS brunnana nýju. Þegar
bann kom heim, sá hann hóp af
forvitnu fólki utan um brunn-
stæðið.
,,HvaS er um að vera ? Hefur
kviknað í, eða hvað?“
Það hafði safnazt saman mik-
ill manfjöldi þarna og alltaf bætt-
ist við.
,,Hvar er þaS ? Hvar er ris-
inn?“ spurði fólkið.
í gryfjunni, sem búið var að
grafa, lá óhugnanlegur skrokkur
af manni, höfuðið sköllótt og
svipurinn austurlenzkur.
Líkamann var nakinn og orð-
inn dökkur af því að liggja í
moldinni og útlimirnir voru
skorpnir saman. Það merkileg-
asta var þó það, að líkaminn var
orðinn að steingervingi, en þrátt
fyrir það var andlitið eins og
margar örsmáar nálarstungur.
Mannfjöldinn spígsporaði um-
hverfis gröfina og skeggræddi
þennan merkilega fund. MaSur
einn, sem hafði málband, sagði
að risinn væri fjórar álnir á lengd.
Fólkið var furðu lostið að finna
þarna einkennilegan mann, sem
var orðinn að steini.
59
HEIMILISRITIÐ