Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 46
40
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
»Þú ert fantur«.
»Það er sennilegt, en við vorum áðan
að tala um þýfi, sem eftir er að skila og
það er best að vinda sjer að því, — það
er orðið framorðið og jeg vil helst fara
að hvíla mig«.
»Farðu til fjandans, þú færð enga pen-
inga«.
»Nú veistu það fyrir víst, Einar, að jeg
hefi í öllum höndum við þig og mjer er
það alvara, að fara ekki hjeðan fyr en þú
hefir gi*eitt þetta fje að fullu. Jeg þarf
ekki annað en að klappa þjer á kinnina
aftur, til þess að sannfæra þig um það, að
þú verður að láta þjer það lynda, að jeg
fái þau erindislok, sem jeg tel rjettmæt«.
»Jeg hefi enga peninga, — eða ekki svo
mikla, sem þú ert að heimta«.
»Það er ekki satt, þú hefir miklu meira
fje í skápnum en sem þessu svarar, —
opnaðu hann með góðu, eða jeg fer með
þig eins og áðan«, og hnefi Sigvalda seig
hægt og ógnandi upp að kjálkabarði Ein-
ars.
»Fáðu mjer lyklana, eða —;« hann
hvesti augun á Einar.
Kaldur sviti spratt út á andliíi Einars,
hann hikaði við drykklanga stund, en svo
fór hann með titrandi hendi ofan í buxna-
vasa sinn og dró upp lyklakippu, sem
hann rjetti Sigvalda.
Sigvaldi opnaði skápinn í snatri.
»í hverju hólfinu?« Hnefinn nálgaðist
aftur hægt og sígandi og Einar benti
þegjandi á miðhólfið; það var ólæst og
dró Sigvaldi þar út allstóran seðlaböggul.
Alt voru það 100 kr. seðlar og var raðað
saman tíu og tíu fyrir sig. Sigvaldi taldi
vandlega fram á borðið 17 þús. 900 kr.,
en það sem eftir var af bögglinum ljet
hann aftur á sama stað í hólfið; svo sneri
hann sjer að borðinu og ætlaði að stinga
seðlunum á sig.
Einar hafði starað þegjandi á seðlana
á meðan Sigvaldi taldi þá fram á borðið;
brúnirnar sigu eftir því sem talan hækk-
aði, augun ætluðu út úr höfðinu á honum,
andardrátturinn varð tíðari og blóðið
ruddist út í kinnarnar, og um leið og
Sigvaldis neri sjer frá skápnum, stökk
hann upp af stólnum, greip heljartökum
um báða úlnliði Sigvalda og hvæsti yfir-
kominn af bræði:
»Jeg læt þig andsk..... ekki ræna mig,
strákskratti!«
Einar ætlaði að neyta þunga síns, þoka
Sigvalda upp að skrifborðinu og keyra
hann þar undir sig, og hann neytti allra
sinna krafta, svo að borð og stólar ljeku
á reiðiskjálfi; en Sigvaldi var stæltur
eins og stálfjöður, ljet þokast undan í
fyrstu, en tókst brátt að vinda hægri
hönd úr kreppunni og grípa með henni
um olnboga Einars, áður en hann hafði
náð nýju taki. Nokkur augnablik streitt-
ust þeir við báðir, stynjandi af átökun-
um, en þá rak Einar upp dimt hljóð og
slepti snögglega öllum tökum; hann var
orðinn náfölur aftur, svitinn rann niður
andlit hans og vinstri handleggurinn
hjekk máttlaus niður, — geislabeinið var
úr liði við olnbogann.
Það sá engan skjálfta á Sigvalda eftir
viðureignina; hann hagræddi fötum sín-
um í snatri, greip seðlana af borðinu og
stakk þeim í brjóstvasa sinn.
»Því varstu að þessu?« sagði hann 1 á—
vítunarróm; »jeg var búinn að margvara
þig við því að fara í handalögmál við mig.
Mjer var engin þægð í því að þurfa að
fara svona með þig og jeg ætla meira að
segja að kippa í liðinn aftur, áður en jeg
fer«.
Æsingin og sársaukinn höfðu lamað
Einar svo, að hann gat engu orði upp
komið, heldur stundi hann þungann og
ljet fallast upp á legubekk. Sigvaldi gekk
til hans, klæddi hann varlega úr jakkan-
um og kipti snögt í liðinn; það heyrðist
lítið urg um leið og skall í.