Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Síða 54
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR til að fá, var rauður foli, sem í mörg ár hafði verið eignaður honum. — Nóttina eftir vakti hann eins og vant var. Honum gáfust altaf nokkrar tómstundir frá vörsl- unni og þær notaði hann til að lesa fs- lendingasögur, sem stóðu í skáp þar í stofunni. Þessa nótt var hann að lesa Víga-Styrs sögu og heiðarvíga; þar er sagt frá því, er Víga-Styr vó Þórhalla á Jörfa fyrir engar sakir og bætti engu vígið; og þegar bóta var krafist síðar fyrir hönd Gests Þórhallasonar, tók of- beldismaðurinn þeirri málaleitun með keskni og bauð grátt hrútlamb í bætur; en það ljet drengurinn Gestur sjer ekki lynda, heldur leitaði hann færis á Styr, hjó öxi í höfuð honum svo að í heila stóð og rann á dyr með þessum alkunnu orð- um: »Þar launaða ek þér lambit grá!« — og svo frár var Gestur á fæti, að ofsókn- armenn hans urðu frá að hverfa svo bún- ir. Þessi frásaga vakti þann hefndarhug í brjósti drengsins frá Nesi, að hann hljóp inn í kirkjugarðinn á Hólmum rjett um sólaruppkomuna, kraup niður við grafir foreldra sinna og sór upphátt þann eið, með þrem upprjettum fingrum, að koma fram hefnd fyrir fólskuverk og ó- jöfnuð Einars Haraldssonar og ganga af honum dauðum, ef ekki væri annars kost- ur. Síðan þessi atburður gerðist, hefði drengurinn frá Nesi frekar átt að kallast Gestur en Sigvaldi. — örlögin höguðu því svo, að systkinin flæktust suður á land síðar um sumarið og þar fæddist drengur um haustið hjá vandalausu fólki. Sá drengur finst mjer koma upp um foð- urinn; jeg ætla að sýna ykkur myndir af honum«. Sigvaldi dró upp tvær ljósmyndir og rjetti þær sýslumanni og hreppstjóra. »Hverjum sýnist ykkur hann líkur? Hjer hefi jeg líka tvær aðrar myndir til hliðsjónar«. — Það voru myndir af Ein- ari Haraldssyni, teknar á yngri árum hans; þess hafði verið gætt, að myndir drengsins voru teknar í nákvæmlega sömu stellingum og myndir Einars, og svo var líkingin furðanleg, að sýslumann og hreppstjóra rak í rogastans. Þeir gátu ekki að því gert, að ýmist horfðu þeir á Einar eða myndirnar. »Það leynir sjer ekki, að hann sver sig ættina«, hjelt Sigvaldi áfram; »og þá er sagan bráðum á enda. Þó vil eg bæta því við til skilningsauka, að þessi nútíma- Gestur lærði prentiðn í Reykjavík næstu árin á eftir. Eiðinn hafði hann altaf í huga og notaði hverja tómstund til .þess að búa sig undir efndirnar. Hann stæltí líkama sinn með æfingum, lærði að beita hnúum og hnefum, að fara með byssu og nota hníf, og þegar hann síðar fór til út- landa, lagði hann alli stund á að æfa brögð, snarræði og taugastyrk, svo að hann væri sem best við öllu búinn, þegar á hólminn kæmi. Auk þess gerði hann alt hvað hann gat til þess að afla sjer rjettr- ar vitneskju um þetta mál, eftir því sem unt var. Loksins í gærkvöldi launaði Sig- valdi Helgason Einari Haraldssyni hvolp- inn flekkótta, og hann ætlar að sýna ykk- ur það, að hann skal komast hjeðan heilu og höldnu hvert á land sem hann vill«. Einar sat og horfði beint fram undan sjer; hann herpti saman varirnar, svo að efrivararskeggið stóð beint fram eins og burstir. Sýslumaður ætlaði engu orði upp að koma, en loksins álpaði hann fram úr sjer: »Hvaða sannanir eru fyrir þessu?« »Spyrjið þá Guðmund og Einar; það fullnægir, ef báðir segja satt. — Og nú fer jeg að kveðja ykkur, því að mínu er- indi er lokið; þið vitið það vel, að það er ekki til neins að ætla að taka mig fastan«. »Jeg vil hafa mína peninga«, stundi Einar með herkjum. »Já, þjer verðið að skila peningunum«, sagði sýslumaður; »þjer hafið farið að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.