Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 26

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 26
2 LÆKNABLAÐIÐ með efnismagni. Á undanförn- um áratugum hafa ritstjórnir á stundum orðið að taka við greinum, sem að efni og frá- gangi voru fjarri því að full- nægja lágmarkskröfum. Fram- vegis má vænta þess, að svo mikið berist að af efni, að brátt megi fara að gera strangari kröfur til greinahöfunda um efnismeðferð. Islenzkan á hinum fræðilegu greinum liefur lengi verið vandamál og er að vísu enn. Þó tel ég, að mjög liafi breytt til batnaðar í þessu efni, er kunnáttumaður um islenzkt mál var ráðinn ritstjórn til að- stoðar, svo sem greint er frá í 1. hefti 44. árg. 1960. Einnig trúi ég, að til bóta horfi á þessu sviði stofnun fastrar nýyrða- eða málnefndar, eins og einn ritstjórnarmanna hefur lagt til. Sú nýbreytni, sem tekin var upp í 1. hefti 49. árg., að birta sérstakar ritstjórnargreinar, ýtir undir tímabærar athugasemdir og rekur á eftir stuttum j'fir- litsgreinum um fagleg efni, al- menn heilbrigðismál eða félags- mál, og er það vel. Læknablaðið kemur nú úl með nýrri kápusiðu og vonast til, að lesendum geðjist vel að. Ritstjórn telur hins vegar enga ástæðu til að breyta broti blaðs- ins í nánustu framtíð. Ekki þvkir heldur ástæða til að breyta um efnisval og niðurröð- un, svo að neinu nemi frá því, sem nú er. Þó mun tekið til athugunar að birta á sérstök- um stað í hverju hefti útdrætti á ensku úr því efni, sem telja má, að eigi erindi til annarra þjóða. Mætti hugsa sér slíka útdrætti í svipuðu formi og birt- ast í Tidsskrift for Den norske lægeforening. A þessum tímamótum er síð- ur en svo ástæða til að bera kvíðboga fyrir framtíð Lækna- blaðsins. Þarf aðeins að líta yfir síðustu árganga Læknanemans til að sannfærast um það. Þeir menn, sem þar hafa svo mynd- arlega staðið að verki, munu innan tíðar talca við Lækna- blaðinu, og í þeirra böndum mun því án efa vel borgið. Á þessum tímamótum i sögu Læknablaðsins vill núverandi ritstjórn þakka öllum þeim, sem á undan henni og með henni liafa unnið að vexti blaðs- ins og viðgangi. Ritstjórnin mun hér eftir sem hingað til kappkosta að gera blaðið svo úr garði, að það sé verðugur mál- svari íslenzkrar læknastéttar og' vettvangur fyrir góðar greinar um fagleg og félagsleg málefni. Ó. B.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.