Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 29

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 5 Sigurður Sigurðsson, landlæknir: LÆKNABLAÐIÐ 50 ÁRA Þegar Læknablaðið hóf göngu sína fyrir rúmum 50 ár- um, höfðu margir forvigis- menn þess þungar áhvggjur. Óltuðust þeir, að ofætlun mundi reynast að lialda hlað- inu úti, aðallega af eftirtöld- um þremur ástæðum: Fáir innan stéttarinnar mundu fásl til að rita í það og það því veslasl upp af efnisskorti. Kostnaður við útgáfu þess yrði of mikill og varla hægt að gera ráð fyrir, að læknar mundu vilja greiða fvrir það 10 krónur á ári. Að lokum var talið, að læknar fengjust ekki til að senda hlaðinu fréttir úr héiiuðum sínum og tíðar skýrslur til hirtingar um störf- in þar, en einn aðaltilgangur stofnunar hlaðsins var sá að skapa sameiginlegan vettvang fyrir stéltina og draga þannig úr hinni tilfinnanlegu einangr- un hennar. Astæðulaus var þessi ótti ekki. Fyrri tilraun til stofnun- ar Læknahlaðs, sem gefið var út af læknum Norður- og Austuramtsins 1902—1904, hafði mistekizt, og eigi reynd- ist unnt að gefa út tímaritið Eir nema tvö ár, 1899—1900, vegna fjárhagsörðugleika. Enga, sem líta aftur til þeirra tíma, er hlaðið hóf göngu sína, furðar því á þess- um áhvggjum forvígismanna. En þeir voru fullir eldmóðs og unnu sleitulaust að þessu áhugamáli sínu. Samt hygg ég, að engum þessara brautryðj- enda sé gert rangt til, þó að nefnt sé hér nafn eins hins áhugasamasta og aðalhraut- ryðjandans, Guðnnmdar Hann- essonar prófessors. Var hann Iifið og sálin í þessu vafasama fyrirtæki, enda var hann sí- starfandi við það alla þá líð, er hans naut við. Fyrir þá, sem þekkja ])essa haráttusögu alla, er nú á- nægjuefni að sjá, að fyrirtæk- ið liefur heppnazt og að tæp- lega er lengur hætta á, að út- gáfa þessa blaðs leggist niður. Fullyrða má, að blaðið hef- ur á margan hátt orðið lækna- stéttinni ómetanlegt. Það hef- ur fyllilega reynzt sá vettvang- ur um ýmis stéttar- og félags- mál, sem óskað var eftir í upp- hafi, og unnið stéttinni þannig mikið gagn. Hvort allir aðrir draumar stofnendanna hafi þegar rætzt, tel ég vafasamara, en víst er um það, að líkurnar til þess,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.