Læknablaðið - 01.06.1965, Page 38
12
LÆKNABLAÐIÐ
1 blaðið hafa skrifað 194 ís-
lenzkir læknar, auk 29 erlendra
lækna og 22 annarra. Auk nokk-
urra þeirra, er í ritstjórn iiafa
setið, ber einkum að nefna þessa
lækna meðal þeirra, sem mest
bafa skrifað í blaðið: Arna
Árnason, Ólaf Ó. Lárusson, Sig-
urð Magnússon, Sigurjón Jóns-
son, sem auk þess tók saman
vandaða efnisskrá fvrstu 30 ára,
og Steingrím Matthíasson, sem
oftar en nokkur annar skrifaði
í blaðið, að Guðmundi Hannes-
syni undanteknum.
1 ritstjórn blaðsins hafa setið
þrír menn hverju sinni, en fimm
frá síðustu áramótum. Frá og
með 28. árg. hefur einn þeirra
verið ráðinn aðalritstjóri, og
liafa þessir læknar gegnt því
starfi: Ólafur Geirsson 1942—
1954, Guðmundur Thoroddsen
1955—1956 og Ólafur Bjarna-
son síðan 1957.
Læknafélag Reykjavikur gaf
eitl út Læknablaðið þar til 1955,
er Læknafélag Islands gerðist
meðútgefandi þess. Kýs hvort
félag tvo mcnn í ritstjórn, en
stjórnir beggja félaganna ráða
aðalritstjóra.
Fjárhagur blaðsins hefur
löngum verið þröngur, en hef-
ur batnað síðustu árin, og má
nú heita allgóður, einkum sið-
an ráðinn var sérstakur auglýs-
ingastjóri 1960, en því starfi
liefur gegnt Guðmundur Bene-
diktsson. Fvrstu þrjú árin var
blaðið prentað í Prentsmiðjunni
Rún, en frá 1918 í Félagsprent-
smiðjunni, sem einnig sá lengi
um dreifingu lilaðsins. Vill rit-
stjórnin nola þetta tækifæri til
að þakka forráðamönnum og
starfsmönnum prentsmiðjunn-
ar ágætt samstarf.
Siðustu árin hefur Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. mag. ver-
ið ráðunautur blaðsins um ís-
lenzkt mál. Hefur hann unnið
mikið og vel fvrir blaðið, enda
við ramman reip að draga, það
er íslenzkt læknamál.
Fullyrða má, að Læknablað-
ið hefur gegnt mikilvægu hlut-
verki fvrir islenzka læknastétt.
Á 50 árum hafa birzt í blað-
inu margar merkar og gagnleg-
ar ritgerðir, en jafnframt bef-
ur það lagt sinn skerf til efl-
ingar félagsmálum lækna.
A þessum timamótum munu
því allir íslenzkir læknar minn-
ast með þakklæti frumherjanna,
sem komu blaðinu af stað og
hlúðu að því á bernskuárum
þess.
Læknablaðið þakkar öllum
velvildarmönnum sínum, sem
lagt liafa því lið á umliðnum ár-
um, með því að skrifa í það,
eða á annan bátt.