Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 39

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 13 LÆKNABLAÐIÐ 50. árg. Júní 1965 ASalritstjóri: Ólafur Bjarnason. Meðritstjórar: Magnús Ólafsson og Þorkell Jóhannesson (L. ÍJ, Ólafur Geirsson og Ásmundur Brekkan (L. R.) rélagspremsmiðjan h.f. HLUTVERK LÆKMTÍMA- RITA. í tilefni .»0 ara afinælis Lækna- blaðsins. Læknar eru með eiði skuld- bundnir til þess að halda kunn- áttu sinni við og auka. Þetta er vissulega þung kvöð og vafa- lítið langt umfram það, er kraf- izt verður af flestum mönnum öðrum. Heimsóknir, viðtöl, námskeið og námsdvalir eru allt viðurkenndar aðferðir til þess að auka og viðhalda kunn- áttu manna. Ekkert mun þó afla læknum meiri kunnáttu og þekkingar en lestur hóka og tímarita, er um málefni þcirra fjalla. Útgáfa læknatímarita og hóka er því læknum hið mesta hagsmunamál, og svo mun ætið vera. Tímarit um læknisfræði skipt- ast í stórum dráttum í tvo hópa: sérfræðileg tímarit og tímarit ætluð læknum almennt. Megin- ldutverk tímarita í hvorum tveggja hópnum er þó vitaskuld hið sama, en það er að hirta greinar um nýjar athuganir eða rannsóknir, er ætla megi, að efli þekkingu lækna og stuðli að hættum árangri af lækningum. Almennum læknatímaritum er að auki ætlað að flytja fregnir um fundahöld og aðra félags- starfsemi lækna. Þá er stefnl að því, að almenn læknatíma- rit flytji ritstjórnargreinar nm ýmis mál, fagleg eða félagsleg, sem hæst ber hverju sinni. Enn er það, að í almennum lækna- tímaritum verður oftlega að verja nokkru rúmi til hags- munabaráttu, enda hafa lækn- ar, sem og aðrir menntamenn, í fjölmörgum löndum löngum átt upp brattann að sælcja und- ir stjórnvöld um einföldustu réttindamál sin. Einungis er á færi milljóna- þjóða að gefa út sérfræðitima- rit í læknisfræði. Islenzkir sér- fræðingar í læknastétt eiga greiðan aðgang að samnorræn- um sérfræðitímaritum (Acta), er öll eru í miklu áliti og fara víða um heim. Óhjákvæmilegt er hins vegar, að læknastétt hvers lands, — svo fremi, að þar sé einhver menningarvið-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.