Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 42

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 42
16 LÆKN ABLAÐIÐ ICTERUS-SYMPOSIUM I LÆKNAFÉLAGINU EIR 23. febrúar 1965 Þátttakendur: Asmundur Brekkan, Eggert Jóhannsson, Jón Þorsteinsson, Ölafur Bjarnason, Richard Thors, Theodór Skúlason. Th. SJc.: Forma'öur, góöir starfsbræður! Hér á eftir verður rætt um gulu scin klíniskt einkenni, þ. e. hækkun á serum hilirubini að þvi marki, að gula sést á húð og slímhúðum í góðri birtu. Varð að ráði að keppa að því, að framsöguerindi yrðu sem stytzt. Verður því stiklað á stóru í þeim, en liins vegar ætlaður noklcur timi til umræðna og til að svara spurningum,er fram kunna að koma fró áheyrend- um. Er þess vænzt, að þátttaka verði sem almennust. Eins og getið er í fundarboði, munu þessir menn hafa fram- sögu, liver með sinn þátt efnis- ins, og í þeirri röð, sem hér er talið: Jón Þorsteinsson og Richard Thors, klínik; Eggert Ó. Jó- hannsson, lahoratorium-rann- sóknir; Ólafur Bjarnason, mein- vef jafræði; Ásmundur Brekkan, röntgenrannsóknir. Gef ég hér með Jóni Þor- steinssyni orðið, en hann mun ræða um klinik gulu frá sjónar- miði lyflæknisins. J. Þ.: Gula er einkenni um hækkað bilirubin í Ijlóði, hvort sem or- sökin er offramleiðsla eða trufl- un á útskilnaði, og sést i dags- birtu, þegar serum bilirubin hefur hækkað í 2—4 mg%. Áður en talið herst að hinum ýmsu orsökum gulu, er rétt að minnast lítillega á bilirubin. Það er aðalefnið, sem myndast að lokum við porfyrinefna- skiptin, og um það bil 300 mg af bilirubini myndast daglega. Mest myndast við niðurbrot hæmoglobins, en lítill hluti kemur frá myoglobini og cvto- chromi. Bilirubinið herst til lifrarinnar með hlóðstraumn- um hundið við serum albumin. Ekki liggur alveg ljóst fyrir, hvernig lifrarfrumurnar taka við biliruhini og skila því frá sér, en lengi hefur verið vitað,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.