Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 47

Læknablaðið - 01.06.1965, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 19 Hepatitis choleslatica er að lokum eitl formið af veirugulu og í einstaka farsóttum hefur allt að helmingur tilfella tekið á sig þessa mynd. Sjúklingarnir bráðveikjast þá, verða fljótt mjög gulir og fá kláða innan þriggja vikna. Eftir fyrstu vik- urnar batnar þeim aftur, og öll einkenni hverfa nema gulan og lifrarstækkunin. Gulan varir gjarna tvo til sjö mánuði og batnar alveg að sögn. Bilirubin- ið mælist gjarna um 20 mg %. í byrjun sjúkdómsins sýnapróf- in á starfsemi lifrarinnar lifrar- frumuskemmd eins og í klass- iskum hepatitis, það eru trans- aminasahækkanir og jákvæð gruggpróf, sem geta orðið eðli- leg eftir nokkrar vikur, en þá hækka alkaliskir fosfatasar og serum cholesterol eins og í stíflugulu. A þessu stigi getur verið erfitt að greina þetta form frá gulustíflu utan lifrar og chlorpromazin gulu. Steroid þvottur er þá talinn hafa dif- ferential diagnostiska þýðingu, þar eð það hefur komið í ljós, að 20—40 mg af prednisolon á dag lækkar serum biliruhin- ið á fjórum dögum um allt að 40%, ef um veirugulu er að ræða, en hefur engin áhrif á guluna, ef um extrahepatislca stíflugulu eða chlorpromazin gulu er að ræða. Yefjasýnistaka úr lifur er oft nauðsynleg, og í einstaka tilfellum verður ekki komizt hjá laparotomia ex- plorativa, sem þó ber að forð- ast í lengstu lög vegna hætt- unnar á lifrarinsufficiens. Ýmis lvf og eiturefni geta valdið gulu, og í þvi sambandi er oft talað um toxiskan hepa- titis. Það verður að gera með gát, því að sjúkdómseinkennin eru svo ólík við mismunandi lyf og eiturefni. Tetrachlorkolefni og skyld eit- urefni valda lifrardrepi, en eit- uráhrifin á nýrun eru oft yfir- gnæfandi. Af lyfjum eru monoamino- oxidasa-inhibitorar þekktir fyrir það að valda gulu, sem er nær óþekkjanleg frá veirugulu. Mar- zilid er illræmdast og kvað dauði við Marzilid hepatitis vera um 20%. Lvf af phenothiazidflokknum og anaboliskir steroidar valda allt öðruvísi liepatitis með intra- hepatiskum cholestasa, sein oft er erfitt að greina frá extra- hepatiskum cholestasa eða stíflugulu. Sjúklingarnir eru hitalausir og verkjalausir, en með kláða. Lifrin er lítið stækk- uð og eymslalaus. Hægðirnar eru ljósar, en sjaldan alveg ac- holiskar. Þvagið inniheldur bili- rubin og stundum urohilinogen. Lífefnafræðin sýnir stíflumynd, hækkun á conjugeruðu biliru- bini, alkaliskum fosfatösum og cholesteroli, en óverulega lifrar- frumuaffection, eðlileg grugg- próf og litla hækkun á trans- aminösum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.