Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 58

Læknablaðið - 01.06.1965, Side 58
30 LÆKNABLAÐIÐ upplýst málið í vissum tilfell- um, þar sem fyrrgreindar rann- sóknaraðferðir bregðast. Hér eftir verða rædd nánar nokkur dæmi þess, hvernig stungusýni og rannsókn þess i sambandi við lifrarsjúkdóm getur verið ákvarðandi um greiningu og þar af leiðandi meðferð. Það verður æ sjaldnar nauð- synlegt hjá sjúklingum með stíflugulu að taka stungusýni. Samt sem áður eru nokkur til- felli, sem sýna ekki ótvíræð ein- kenni klínískt eða híokemískt, og þá getur stungusýnistakan komið að liði. Vefjabreyting- um, sem koma fram við stíflu- gulu, hefur verið marglýst. Því miður lcggja menn í lýsingum þessum mjög oft of mikla á- herzlu á þau einkenni, sem sjást hjá sjúklingum, er langt eru leiddir, en i þeim tilfellum er klínísk greining sjaldnast óviss. En þegar stíflan er nýtilkomin og smitun (infection) í gall- göngum hefur ekki enn náð sér niöri, getur greining á vefja- sneið verið nokkrum erfiðleik- um bundin. Þetta á sérstaklega við, ef reynt er að gera upp á milli stiflugulu og liepatitis, sem dregizt hefur á langinn. Sé um stíflugulu á lágu stigi að ræða, sjást ekki breytingar þær í lifrarfrumunum sjálfum, sem eru einkennandi fyrir veirugulu. Gallútfellingar í miðjum lo- buli þurfa ekki að vera meir áberandi en í hepatitis, en eru ávallt fyrir hendi. Blettir með fjöðurhrörnun og gallfláka- myndun, sem eru ákvarðandi fyrir stíflugulu á síðari stigum, sjást ekki í hinum vægari til- fellum.A hinn bóginn sjást smá- blettir, nekrotiskir, umhverfis galltappa á milli frumnanna, en umhverfis þá lausleg granulo- cytaíferð. Þetta er mjög frá- Ijrugðið hinum dreifðu lymplio- cvtuin, sem safnasl kringum samanskroppna eosinofil frym- iskekki í hepatitis. Á porta- svæðunum sést tiltölulega lítil bólgufrumuíferð, sem er breyti- leg frá einum lobulus til annars og getur algjörlega vantað í suma lobuli. Frumuíferð um- hverfis ductuli interlobulares getur bent til pericholangitis, sem sést við hepatitis, en granu- locytar eru yfirgnæfandi í stíflu- gulu og liora sér á sérkennileg- an bátt inn í veggi ductuli. Graftarmyndun inni í ductuli, smásteinamyndun og gallganga- proliferation sjást yfirleitt ekki á þessu stigi. Clilorpromasin, methyltesto- steron og nokkur önnur lyf geta stundum valdið gulu, eins og nefnt hefur verið. Enda þótt hér sé sennilega um að ræða áhrif frá lyfjunum, þá hefur í sum- um þessara sjúklinga verið erf- itt að útiloka, að um gallstíflu utan lifrar eða lifrarbólgu, sem hafi komið samtímis, sé að ræða.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.