Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 37

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 203 Guðmundur Vikar Einarsson, Valgarð Björnsson og Árni Ingólfsson ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR í GEGNUM KVIÐARHOLSSJÁ Á SJOKRAHÚSIAKRANESS FRÁ 1973—1976. Á Sjúkrahúsi Akraness var gerð 261 ófrjósemisaðgerð (legal sterilisering) í gegnum kviðarholssjá á árunum 1973- 1976. Ekki hafa birst margar niðurstöður og uppgjör um þessa aðgerð, þar sem tiltölulega fá ár eru síðan farið var að nota þessa aðgerð í verulegum mæli. En eftir 1970 hefur þó aðgerðum þessum fjölg- að mjög. í þessu uppgjöri voru allar sjúkl- ingaskýrslur athugaðar m. t. t. þeirra at- riða, sem koma fram hér að neðan. En auk þess var sjúklingum sendur spurn- ingalisti varðandi aðgerðina og eftirköst. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Árið 1973 voru framkvæmdar 5 aðgerð- ir, árið 1974 40 aðgerðir, 1975 96 aðgerðir og 1976 120 aðgerðir. Aldur kvennanna var oftast á bilinu 36-45 ára (66%). 28% voru þó yngri en 36 ára, sjá töflu 1. TAFLA 1 Aldur: Aldur Fjöldi % 30 21 8 31-35 52 20 36-40 92 35 41-45 81 31 45 15 6 Samtals 261 100 89% kvennanna áttu 3 börn eða fleiri. Tvær konur áttu ekkeft barn, þar sem önnur þeirra hafði misst fóstur á seinni hluta meðgöngutímanna, samanlagt 5 sinnum vegna tvíhorna legs (uterus bicornis) og var hún 36 ára þegar að- gerðin var gerð. Hin konan hafði sykur- sýki á háu stigi ásamt nýrnasjúkdómi, sjónhimnusjúkdómi og taugasjúkdómi. Sjá töflu 2. TAFLA 2. Fjöldi fœðinga fyrir aðgerð: Para Fjöldi % 0 2 1 I 3 1 II 23 9 III 57 22 IV 70 27 V 61 23 VI 45 17 Samtals 261 100 í 69% tilvika var eingöngu gerð lögleg ófrjósemisaðgerð, en í 27% tilvika var önnur aðgerð gerð jafnframt og í sömu svæfingu og var þá langoftast um að ræða útskaf á legi. Einnig fóstureyðing í 3% tilfella. Tvívegis var gerð ófrjósemis- aðgerð stuttu eftir fæðingu, en sú aðgerð reyndist ekki vel, þar sem önnur konan varð þunguð 1/2 ári seinna og gekk síðan í gegnum eðlilega fæðingu og var síðan gerð önnur ófrjósemisaðgerð í gegnum kviðarholssjá einum mánuði eftir fæðingu án nokkurra fylgikvilla. Vegna þessa at- viks þá höfum við ekki síðan gert ófrjó- semisaðgerðir skömmu eftir fæðingu, en höfum í hyggju að taka þá aðgerð fljót- lega upp aftur með betri tækni. Sjá töflu 3. TAFLA 3. Tegund aðgerða: Tegund Fjöldi % Ófrjósemisaðgerð 179 69 Ófrjósemisaðgerð fóstureyðing 8 3 Ófrjósemisaðgerð önnur aðgerð 72 27 Ófrjósemisaðgerð eftir fæðingu 2 1 Samtals_______________________ 261 100 Ástæður fyrir aðgerðum voru ýmsar, en þó oftast vegna aukaverkana af getn-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.