Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 66

Læknablaðið - 01.10.1977, Page 66
222 LÆKNABLAÐIÐ Á mynd II eru samtals 59 tilfelli af bráðri eistalyppubólgu, sem lágu á Landa- koti frá 1971 þar til í maí 1976, að því tilfelli viðbættu sem lýst var hér á undan. Það, sem mesta athygli vekur er, að ein- ungis eru 3 tilfelli í börnum undir 15 ára, sem er um 5%. Tæp 60% íilfella eru 50 ára og eldri. Átta af þessum 59 tilfellum gætu flokkast undir þráláta eistalyppu- bólgu (chr. epididymitis) og þurfti þar samtals 6 sinnum að gera aðgerð. Hjá hin- um tilfellunum var 5 sinnum gerð aðgerð, eða samtals voru gerðar 13 aðgerðir á eistum hjá þessum 59 manna hópi. Á 5 ára tímabilinu á undan, þ. e. frá 1965 til 1971 eru skráð um 30 tilfelli, en af þeim er stór hópur með sjúkdómsgreininguna eistabólga (orchitis). Á mynd III má sjá orsakir eða hugsan- legar orsakir eistalyppubólgu hjá þessum 59 sjúkl. Þar sést að tæpur helmingur hefur haft þvagfærasýkingu og byggist sú greining ýmist á sögu um gröft í þvagi eða ræktun frá þvagi. Næst stærsti hóp- urinn er með óþekktar orsakir eða um 30%. Afgangurinn er síðan þeir, sem hafa fengið eistalyppubólgu eftir blöðruspegl- un eða eftir að blöðruhálskirtillinn hefur verið numinn burtu, eftir áverka og eftir aðgerðir á pung, svo sem vatnseista (hydrocele). Það er athyglisvert að eng- inn úr hópnum hefur verið talinn hafa þetta sem afleiðingu af lekanda eða hettu- sótt. Á töflunni má einnig sjá að orsakir hjá þeim sem yngri eru en 30 ára (13 til- felli) eru nokkuð ólíkar orsökum í eldri hópnum (46 tilfelli). í yngri hópnum hef- ur rúmur helmingur óþekktan uppruna og hjá fjórðungi má rekja bólguna til fyrri aðgerða á pung. í eldri hópnum er Torsion of the testis Epididymitis 16 9 19 18 9 12 44 39 TABLE III. — The relative incidence of torsion of the testis vs. acute epididymitis in boys in the few studies where this is compared. 15 years 15-25 years 25 years 2__________________5________________1_ TABLE IV. -— The age distribution of the 8 cases with torsion of the testis at Sct. Joseph’s Hospital, Reykjavík, 1971- 1976. þvagfærasýking hins vegar langalgengasta orsökin eða í tæplega 57% tilfella, en tæpur fjórðungur hefur óþekkta orsök og 5 tilfelli (ca. 10%) koma eftir blöðru- speglun og brottnám blöðruhálskirtils. í töflu IV sést aldursdreifing þeirra 8 tilfella, sem hlutu greininguna snúningur á eista, á 5 ára tímabilinu frá 1971-1976. Þar eru 2 sjúklingar yngri en 15 ára, 5 á aldrinum 15-25 ára, en aðeins einn eldri en 25 ára. Meðalaldur var 18,4 ár. Yngsti sjúkl. var 4 ára og sá elsti var 37 ára. Hjá þessum hópi varð að gera 3 eistaaðgerðir, hjá einum sjúkl. var eistað í náragang- inum og var sá sjúkl. 4 ára, en í hinum tveim tilfellunum leið of langur tími frá því að einkenni byrjuðu, þar til aðgerð var framkvæmd. A. m. k. einn sjúkl. (15 ára) fékk eista-rýrnun (atrophia testis). Eistað var fest upp til hliðar hinum megm (eontra lateral fixatio) hjá 6 af þessum sjúklingum. Við athugun á tíðni snúnings á eista á 5 ára tímabilinu á undan, fannst ekkert tilfelli og má því segja, að þessi 8 til- felli séu öll þau, sem komið hafa hingað á spítalann á síðustu 10 árum. Samantekt: Við höfum rakið sjúkra- tilfelli 5 mánaða gamals sveinbarns, sem hafði bráða eistalyppubólgu sem afleið- ingu af þvagfærasýkingu og athuguðum við í því tilefni tíðni þessa sjúkdóms hjá börnum. Niðurstaðan varð sú, að eista- lyppubólga er algengari sjúkdómur hjá sveinum en talið hefur verið, þótt engan veginn sé hægt að segja að það sé algeng- ur sjúkdómur. Við fjölluðum um orsakir bráðrar eistalyppubólgu en um þær eru skoðanir mjög skiptar. Telja má þó víst, að stór hluti tilfella komi eftir þvagfæra- sýkingu. Þá minntumst við lítillega á með- ferð við eistalyppubólgu. Talin eru upp helstu atriði, sem geta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.