Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1977, Qupperneq 66

Læknablaðið - 01.10.1977, Qupperneq 66
222 LÆKNABLAÐIÐ Á mynd II eru samtals 59 tilfelli af bráðri eistalyppubólgu, sem lágu á Landa- koti frá 1971 þar til í maí 1976, að því tilfelli viðbættu sem lýst var hér á undan. Það, sem mesta athygli vekur er, að ein- ungis eru 3 tilfelli í börnum undir 15 ára, sem er um 5%. Tæp 60% íilfella eru 50 ára og eldri. Átta af þessum 59 tilfellum gætu flokkast undir þráláta eistalyppu- bólgu (chr. epididymitis) og þurfti þar samtals 6 sinnum að gera aðgerð. Hjá hin- um tilfellunum var 5 sinnum gerð aðgerð, eða samtals voru gerðar 13 aðgerðir á eistum hjá þessum 59 manna hópi. Á 5 ára tímabilinu á undan, þ. e. frá 1965 til 1971 eru skráð um 30 tilfelli, en af þeim er stór hópur með sjúkdómsgreininguna eistabólga (orchitis). Á mynd III má sjá orsakir eða hugsan- legar orsakir eistalyppubólgu hjá þessum 59 sjúkl. Þar sést að tæpur helmingur hefur haft þvagfærasýkingu og byggist sú greining ýmist á sögu um gröft í þvagi eða ræktun frá þvagi. Næst stærsti hóp- urinn er með óþekktar orsakir eða um 30%. Afgangurinn er síðan þeir, sem hafa fengið eistalyppubólgu eftir blöðruspegl- un eða eftir að blöðruhálskirtillinn hefur verið numinn burtu, eftir áverka og eftir aðgerðir á pung, svo sem vatnseista (hydrocele). Það er athyglisvert að eng- inn úr hópnum hefur verið talinn hafa þetta sem afleiðingu af lekanda eða hettu- sótt. Á töflunni má einnig sjá að orsakir hjá þeim sem yngri eru en 30 ára (13 til- felli) eru nokkuð ólíkar orsökum í eldri hópnum (46 tilfelli). í yngri hópnum hef- ur rúmur helmingur óþekktan uppruna og hjá fjórðungi má rekja bólguna til fyrri aðgerða á pung. í eldri hópnum er Torsion of the testis Epididymitis 16 9 19 18 9 12 44 39 TABLE III. — The relative incidence of torsion of the testis vs. acute epididymitis in boys in the few studies where this is compared. 15 years 15-25 years 25 years 2__________________5________________1_ TABLE IV. -— The age distribution of the 8 cases with torsion of the testis at Sct. Joseph’s Hospital, Reykjavík, 1971- 1976. þvagfærasýking hins vegar langalgengasta orsökin eða í tæplega 57% tilfella, en tæpur fjórðungur hefur óþekkta orsök og 5 tilfelli (ca. 10%) koma eftir blöðru- speglun og brottnám blöðruhálskirtils. í töflu IV sést aldursdreifing þeirra 8 tilfella, sem hlutu greininguna snúningur á eista, á 5 ára tímabilinu frá 1971-1976. Þar eru 2 sjúklingar yngri en 15 ára, 5 á aldrinum 15-25 ára, en aðeins einn eldri en 25 ára. Meðalaldur var 18,4 ár. Yngsti sjúkl. var 4 ára og sá elsti var 37 ára. Hjá þessum hópi varð að gera 3 eistaaðgerðir, hjá einum sjúkl. var eistað í náragang- inum og var sá sjúkl. 4 ára, en í hinum tveim tilfellunum leið of langur tími frá því að einkenni byrjuðu, þar til aðgerð var framkvæmd. A. m. k. einn sjúkl. (15 ára) fékk eista-rýrnun (atrophia testis). Eistað var fest upp til hliðar hinum megm (eontra lateral fixatio) hjá 6 af þessum sjúklingum. Við athugun á tíðni snúnings á eista á 5 ára tímabilinu á undan, fannst ekkert tilfelli og má því segja, að þessi 8 til- felli séu öll þau, sem komið hafa hingað á spítalann á síðustu 10 árum. Samantekt: Við höfum rakið sjúkra- tilfelli 5 mánaða gamals sveinbarns, sem hafði bráða eistalyppubólgu sem afleið- ingu af þvagfærasýkingu og athuguðum við í því tilefni tíðni þessa sjúkdóms hjá börnum. Niðurstaðan varð sú, að eista- lyppubólga er algengari sjúkdómur hjá sveinum en talið hefur verið, þótt engan veginn sé hægt að segja að það sé algeng- ur sjúkdómur. Við fjölluðum um orsakir bráðrar eistalyppubólgu en um þær eru skoðanir mjög skiptar. Telja má þó víst, að stór hluti tilfella komi eftir þvagfæra- sýkingu. Þá minntumst við lítillega á með- ferð við eistalyppubólgu. Talin eru upp helstu atriði, sem geta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.