Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 28
178 LÆKNABLAÐIÐ sjúklingar, sem þarfnast helzt aðgerðar til að forða slagi en eru jafnframt í mestri hættu af að fá heilaskemmd í aðgerð. Þar sem ekki var getið um sár eða drep á fitubrisi í lýsingum á æðamyndum þeirra sjúklinga, sem hér er um fjallað, varð það að ráði, að sérfræðingur í röntgengreiningu færi yfir þær að nýju. Við þessa endurskoð- un fundust aðeins myndir af 19 sjúklingum (68%). Með verulegu öryggi greindust sár á fitubrisi í annarri eða báðum hálsslagæð- um hjá 13 sjúklingum eða 68% þeirra, sem athugaðir voru. Hjá 3 sjúklingum til viðbótar var grun- ur um sár en ekki vissa. í ljósi þessara nýju viðhorfa virðist full ástæða til að taka til endurskoðunar úrlestur æðamynda12 21 og e.t.v. einnig tækni við myndatöku. Varnir gegn heilaskemmdum í aðgerð Heilaskemmdir af völdum reks og/eða blóðþurrðar eru ennþá höfuðvandamál þessara aðgerða. Helztu varúðarráðstafanir gegn rekhætt- unni eru, auk Heparingjafar, nákvæm og varfærnisleg skurðtækni, til þess að hindra svo sem kostur er, að hlutar úr fitubrisi í æðinni losni við það rót, sem hún óhjá- kvæmilega verður fyrir í aðgerðinni. í því skyni þarf að gæta eftirfarandi tækniat- riða:12 1. Takmarka frílagningu æðarinnar við nægi'lega lengd á samhálsslagæð og ytri og innri hálsslagæð til þess, að auðvelt sé að koma fyrir hliðarstreymi og æða- klemmum. 2. Forðast að þreifa æðina, þar sem þrengslin eru. 3. Nota sog en ekki þurrkur til að halda skurðsvæðinu þurru. 4. Brýna fyrir aðstoðarfólki þýðingu var- færnislegrar meðhöndlunar haka og annarra verkfæra í sárinu. Ekki eru læknar á einu máli um, hversu verjast skuli blóðþurrð í heila, á meðan á aðgerð stendur. Núorðið munu flestir eða allir sammála um nauðsyn hliðarstreymis í aðgerð, ef vitað er um lélegt blóðflæði í gagnstæðri hálsæð, sem og ef bakflæðis- þrýstingur er innan ákveðinna marka. Hins vegar er all mismunandi, hver mörk menn miða þar við eða allt frá 25—50 mmHg.10 12 13 13 21 Thompson og Talkington,23 sem sýnt hafa einn bezta árangur, sem þekkist við þessar aðgerðir, benda á, að þótt bakþrýstings- mæling og/eða heilarit séu alláreiðanlegar aðferðir við ákvörðun á þörf fyrir hliðar- streymi, séu þær á engan hátt einhlítar. Mikla þýðingu hefur, hve lengi æðin þarf að vera lokuð. Bakþrýstingur, sem vel næg- ir við skammtíma lokun, getur reynst ófull- nægjandi, ef óvænt kemur í ljós, að lengri lokun er nauðsynleg. Þeir benda og á þá kosti stöðugrar notkunar hliðarstreymis, að með því öðlist skurðlæknirinn þá leikni í notkun þess, að það hætti að vera honum til trafala í aðgerð. Einnig komi það í veg fyrir, að hann þurfi að hraða svo störfum, að öryggi sé stefnt í tvísýnu, þótt hann mæti óvæntum erfiðleikum.23 Meðferðarleiðir Þess er getið í upphafi þessarar greinar, hversu alvarlegt sjúkdómsástand slag er, og af langri reynslu hefur læknum, lærst, hve meðferð á afleiðingum þess er torsótt. Er þó á engan hátt ætlunin að gera lítið úr árangri endurhæfingarmeðferðar. Með tilliti til þess, má ljóst vera, hve mikilvægt það er, ef unnt er að beita hér fyrirbyggjandi aðgerðum. Svo sem að líkum lætur, hafa breytingar á hugmyndum um eðli og orsakir sjúk- dómsins endurspeglast í þeim lækningaað- ferðum, sem reyndar hafa verið í þessu skyni. Áður er að því vikið, að sú skoðun var almenn meðal lækna, til skamms tíma, að slag stafaði af sjúkdómum í heilaæðum og þá einkum blæðingum í heilavef. Skyndi- slag og skyndiblinda (amaurosis fugax) var talin stafa af samdráttum (spasmi) í heila- æðum og voru þeim sjúkdómsfyrirbærum gefin nöfn eins og „chronic pseudouræmia“ eða „chronic hypertensive encephalo- pathy.“ Niðurstöður síðari tíma rannsókna benda hins vegar til, að innan við 10% slagtilfella stafi af blæðingu.25 Eftir að blóðþurrðarkenningin kom til sögunnar, álitu læknar gjarnan, að minnk- að blóðflæði til heila vegna þrengsla í háls- æðum ylli skyndislagi, þegar sjúklingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.