Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 78
212 LÆKNABLAÐIÐ fræðingar. Markmið félagsins er að „efla sérfræðiþjónustu á sviði heilbrigðismála með því að stuðla að bættri starfsaðstöðu og kjörum sérfræðinga. . ..“ Félag þetta hyggst vera ráðgefandi fyrir stjórnir L.í. og L.R. um kjör sérfræðinga. Hafa verið samþykkt lög og stefnuskrá, er bíða birt- ingar í Læknablaðinu og vísast til þess. I stjórn þessa nýstofnaða félags eru Arin- björn Kolbeinsson, formaður, Sigurður E. Þorvaldsson, ritari, Sigurður B. Þorsteins- son, gjaldkeri, Árni Björnsson og Bjarni Hannesson, meðstjórnendur. BÓKASAFNSMÁL Á aðalfundi L.í. 1976 var samþykkt á- lyktun, þar sem stjórn L.í. var falið að vinna að stofnun miðsafns í læknisfræði og skyldum greinum. Stjórnin skipaði á því ári 3ja manna nefnd til að undirbúa málið. I síðustu ársskýrslu kom fram, að bóka- safnsnefnd hafði ákveðið að gera könnun á aðferðum lækna við upplýsingasöfnun. Ekkert varð af þessari könnun, og hafa nú allir nefndarmenn óskað eftir að verða leystir frá störfum. GAGNKVÆM LÆKNINGALEYFI Á NORÐURLÖNDUM Að beiðni stjórnar L.í. var óskað eftir því af íslands hálfu í byrjun árs 1977, að ísland yrði aðili að samningi milli hinna Norðurlandanna um gagnkvæm lækninga- leyfi og sérfræðileyfi. Afgreiðsla málsins hefur gengið seint. Á síðasta ári fékk stjórn L.í. upplýsingar frá sænska læknafélaginu um, að Danir, Norðmenn og Svíar hefðu fyrir sitt leyti samþykkt aðild íslands, en beðið væri eftir samþykki Finna. í ljós kom, að Finnar biðu eftir þýðingu á ís- lenzku sérfræðireglugerðinni til að geta gengið frá málinu. Með aðstoð finnska læknafélagsins hefur stjórn L.í. nú fengið þær fréttir, að yfirvöld í Finnlandi hafi samþykkt aðild íslands og er þess því að vænta, að ekki verði langur dráttur á því, að mál þetta verði afgreitt. SIÐANEFND Siðanefnd, sem stofnuð var með nýjum lögum L.f. í júní 1978 hefur fengið 1 mál til meðferðar. Að þessu máli er vikið aftar í skýrslunni, en stjórnum L.f. og L.R. þótti nauðsynlegt að leita sameiginlega eftir áliti Siðanefndar á því, hvort 10. gr. samnings L.R. við T.R. um sérfræðilæknishjálp brjóti í bága við Codex Ethicus. HEIÐURSFÉLAGAR Þeir 6 heiðursfélagar, sem kjörnir voru á aðalfundi L.f. í júní 1978, voru boðnir í hóf læknafélagsins í Domus Medica í nóv. sl., og voru þar ávarpaðir og þeim afhent heið- ursfélagaskjöl. Hófið sátu um 60 manns, m.a. fulltrúar svæðafélaga, en formanna- ráðstefna L.í. var haldin næsta dag. í hófi þessu var flutt ræða, sem Þóroddur Jónasson hafði samið, en komst ekki til að flytja vegna veðurs. Heiðursfélagar mættu allir og þökkuðu sýndan heiður. ERLEND SAMSKIPTI L.í. hefur í mörg ár verið aðili að Al- þjóðalæknafélaginu, The World Medical Association, greitt árgjald sitt skilvíslega, en tekið takmarkaðan þátt í starfi. Aðal- fundir W.M.A. eru haldnir árlega, en L.í. hefur því aðeins átt þar fulltrúa, að því hafi fylgt lítill kostnaður. W.M.A. hefur átt við margvíslega erfiðleika að stríða á und- anförnum árum, og hefur aðildarfélögum fækkað verulega vegna óánægju með af- greiðslu mála á fundum og í framkvæmda- stjórn. Fjárhagur félagsins hefur jafnframt versnað, og munaði þar mestu um, að bandaríska og kanadíska læknafélagið sögðu sig úr samtökunum. Töluverð umræða hefur verið á undan- förnum árum um leiðir til að efla samtök- in, svo að þau nái til sem flestra þjóða heims. Fulltrúar Norðurlandanna gerðu tillögur um endurskipulagningu samtak- anna, en áður en þær yrðu afgreiddar, fékk settur framkvæmdastjóri (Acting Secretary General) dr. A. Wynan, þvi framgengt, að lagabreyting, er hann hafði samið um við fulltrúa frá bandaríska læknafélaginu, var samþykkt í aðalstjórn og síðan á aðalfundi í Manila í nóvember 1978. Fulltrúar Norðurlandanna og all- margra annarra Evrópuþjóða höfðu mót- mælt þessum tillögum, þar sem þeir töldu að þær gerðu stærstu þjóðirnar alls ráð- andi í félaginu. Á sameiginlegum fundi stjórna norrænu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.