Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 78
212
LÆKNABLAÐIÐ
fræðingar. Markmið félagsins er að „efla
sérfræðiþjónustu á sviði heilbrigðismála
með því að stuðla að bættri starfsaðstöðu
og kjörum sérfræðinga. . ..“ Félag þetta
hyggst vera ráðgefandi fyrir stjórnir L.í.
og L.R. um kjör sérfræðinga. Hafa verið
samþykkt lög og stefnuskrá, er bíða birt-
ingar í Læknablaðinu og vísast til þess.
I stjórn þessa nýstofnaða félags eru Arin-
björn Kolbeinsson, formaður, Sigurður E.
Þorvaldsson, ritari, Sigurður B. Þorsteins-
son, gjaldkeri, Árni Björnsson og Bjarni
Hannesson, meðstjórnendur.
BÓKASAFNSMÁL
Á aðalfundi L.í. 1976 var samþykkt á-
lyktun, þar sem stjórn L.í. var falið að
vinna að stofnun miðsafns í læknisfræði og
skyldum greinum. Stjórnin skipaði á því
ári 3ja manna nefnd til að undirbúa málið.
I síðustu ársskýrslu kom fram, að bóka-
safnsnefnd hafði ákveðið að gera könnun
á aðferðum lækna við upplýsingasöfnun.
Ekkert varð af þessari könnun, og hafa nú
allir nefndarmenn óskað eftir að verða
leystir frá störfum.
GAGNKVÆM LÆKNINGALEYFI Á
NORÐURLÖNDUM
Að beiðni stjórnar L.í. var óskað eftir
því af íslands hálfu í byrjun árs 1977, að
ísland yrði aðili að samningi milli hinna
Norðurlandanna um gagnkvæm lækninga-
leyfi og sérfræðileyfi. Afgreiðsla málsins
hefur gengið seint. Á síðasta ári fékk stjórn
L.í. upplýsingar frá sænska læknafélaginu
um, að Danir, Norðmenn og Svíar hefðu
fyrir sitt leyti samþykkt aðild íslands, en
beðið væri eftir samþykki Finna. í ljós
kom, að Finnar biðu eftir þýðingu á ís-
lenzku sérfræðireglugerðinni til að geta
gengið frá málinu. Með aðstoð finnska
læknafélagsins hefur stjórn L.í. nú fengið
þær fréttir, að yfirvöld í Finnlandi hafi
samþykkt aðild íslands og er þess því að
vænta, að ekki verði langur dráttur á því,
að mál þetta verði afgreitt.
SIÐANEFND
Siðanefnd, sem stofnuð var með nýjum
lögum L.f. í júní 1978 hefur fengið 1 mál
til meðferðar. Að þessu máli er vikið aftar
í skýrslunni, en stjórnum L.f. og L.R. þótti
nauðsynlegt að leita sameiginlega eftir áliti
Siðanefndar á því, hvort 10. gr. samnings
L.R. við T.R. um sérfræðilæknishjálp brjóti
í bága við Codex Ethicus.
HEIÐURSFÉLAGAR
Þeir 6 heiðursfélagar, sem kjörnir voru á
aðalfundi L.f. í júní 1978, voru boðnir í hóf
læknafélagsins í Domus Medica í nóv. sl.,
og voru þar ávarpaðir og þeim afhent heið-
ursfélagaskjöl. Hófið sátu um 60 manns,
m.a. fulltrúar svæðafélaga, en formanna-
ráðstefna L.í. var haldin næsta dag. í
hófi þessu var flutt ræða, sem Þóroddur
Jónasson hafði samið, en komst ekki til
að flytja vegna veðurs. Heiðursfélagar
mættu allir og þökkuðu sýndan heiður.
ERLEND SAMSKIPTI
L.í. hefur í mörg ár verið aðili að Al-
þjóðalæknafélaginu, The World Medical
Association, greitt árgjald sitt skilvíslega,
en tekið takmarkaðan þátt í starfi. Aðal-
fundir W.M.A. eru haldnir árlega, en L.í.
hefur því aðeins átt þar fulltrúa, að því
hafi fylgt lítill kostnaður. W.M.A. hefur átt
við margvíslega erfiðleika að stríða á und-
anförnum árum, og hefur aðildarfélögum
fækkað verulega vegna óánægju með af-
greiðslu mála á fundum og í framkvæmda-
stjórn. Fjárhagur félagsins hefur jafnframt
versnað, og munaði þar mestu um, að
bandaríska og kanadíska læknafélagið
sögðu sig úr samtökunum.
Töluverð umræða hefur verið á undan-
förnum árum um leiðir til að efla samtök-
in, svo að þau nái til sem flestra þjóða
heims. Fulltrúar Norðurlandanna gerðu
tillögur um endurskipulagningu samtak-
anna, en áður en þær yrðu afgreiddar,
fékk settur framkvæmdastjóri (Acting
Secretary General) dr. A. Wynan, þvi
framgengt, að lagabreyting, er hann hafði
samið um við fulltrúa frá bandaríska
læknafélaginu, var samþykkt í aðalstjórn
og síðan á aðalfundi í Manila í nóvember
1978. Fulltrúar Norðurlandanna og all-
margra annarra Evrópuþjóða höfðu mót-
mælt þessum tillögum, þar sem þeir töldu
að þær gerðu stærstu þjóðirnar alls ráð-
andi í félaginu.
Á sameiginlegum fundi stjórna norrænu