Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 169 séu að aukast eða skráning sé nákvæmari nú en áður. Miðað við framanskráðar tölur, virðist blinda meðal barna hér á landi vera sjald- gæfari en í Bandaríkjunum. Helstu ástæð- ur gætu verið þær, að RLF hefur ekki blindað barn hér á landi svo vitað sé, en í fyrrnefndum uppgjörum frá Bandaríkjun- um er RLF ennþá völd að blindu. Við blindukönnun þar í landi frá 1966 var RLF 8,4% af blindu meðal skólabarna á aldrin- um 5—9 ára, 16,8% 10—14 ára og 40,7% af blindum 15—19 ára.G Hér á landi er ekkert barn svo vitað sé sjónskert af völdum rauðra hunda, þ.e. með drermyndun í báðum augnsteinum eða aðra meiri háttar galla á báðum augum. Meðal 5—9 ára barna í Bandaríkjunum árið 1966 var 4,1% af barnablindu af völdum með- fæddra rauðra hunda. Vitað er um meðfædda blindu hérlendis meðal 22 barna er fæddust á tímabilinu 1941—1960, en íbúatalan 1940 var 121.500 og 1960 178.000. Blinduorsakir voru atrophia cerebralis meðal tveggja, eitt barn var með retino- blastoma og 19 með meðfætt drer. Mæður 10 drersjúklinganna höfðu fengið rauða hunda snemma á meðgöngutíma. Flest voru tilfellin eftir faraldurinn 1954—1955 eða 4 talsins.10 Eftir rubella faraldurinn 1963 fæddust 37 börn með congenit rubella syndrome. Höfundar skoðuðu öll þessi börn og hafði ekkert þeirra drer í augasteinum.2 Rúmur helmingur (57%) þessara barna eru með litarefnisdreifingu í sjónu, einkum í miðsvæði (regio macularis), sem hefur ekki áhrif á sjónskerpu (rubella retinopathy). Er þetta þekkt einkenni í congenit rubella synodrome.5 Vitað er um eitt barn, sem fæddist 1973 með congenit rubella syndrome, sem var blint vegna drers. Var það með alvarlegan hjartagalla og dó á öðru ári. Annað barn fætt 1974 með congenit rubella syndrome er með uni- lateral cataract og algjörlega heyrnarlaust. Athyglisvert er að sjónskerðing meðal barna hér á landi er í öllum tilfellum með- fædd eða vegna arfgengra sjúkdóma. í Bandaríkjunum skiptust blinduorsakir meðal 5—19 ára þannig árið 1968: Sýking- ar í fósturlífi (rubella og toxoplasmosis) 2,8%, slys og eitranir (þ.á.m. RFL) 7,9%, æxli 3,7%, sjúkdómar (general diseases) 1,4%, af meðfæddum orsökum (prenatal influence) 49,9% (arfgengir 41,5%, aðrir meðfæddir sjúkdómar 8,3%), óviss orsök 33,6%.° í Líbanon voru blinduorsakir kannaðar árið 1970—-1973 meðal 203 nemenda í 3 blindraskólum þar í landi (6—20 ára að aldri). Arfgengir sjúkdómar voru taldir orsök blindu meðal 77% barnanna. Tekið er fram að rubella syndrome og RLF séu ekki eins algeng þar og í þróaðri löndum. Aftur á móti er blinda af völdum slysa meiri þar en víðast annars staðar eða 10% af allri blindu meðal barna.1 Algengasta arfgenga sjónskerðingin hér á landi er af meðfæddum skorti á litarefni í augum (albinismus). Enda þótt þessir einstaklingar hafi lélega sjón, geta þeir oftast fylgst með í almennum skólum og komast upp á lag með að lesa venjulegt letur. Aðrir arfgengir sjúkdómar sem lýst er hjá börnum í þessari grein eru flestir mjög sjaldgæfir. Sennilegt er að eitthvað af meðfæddum sjúkdómum, (í lið B, 5. töflu), sé af arfgengum orsökum, því að oft er erfitt að leiða óyggjandi rök að víkjandi arfengi. Fyrri rannsóknir á blindu meðal barna hér á landi eru af mjög skornum skammti og engin könnun hefur verið gerð á orsök- um sjónskerðingar. í könnun, er Kristján Sveinsson augnlæknir gerði hér á landi árið 1940 voru 7 blindir innan við tvítugt (2, 0—9 ára og 5, 10—19 ára).11 Við sér- könnun sem gerð var á blindu hér á landi árið 1950 voru 11 blindir innan 20 ára aldurs samkvæmt manntalsskráningu.3 Skipting í aldursflokka og algengi miðuð við fólksfjölda er sýnd í sjöundu töflu.3 Table 7. Prevalence rates for cliildhood blindness in Iceland, 1950, and/distribution by sex. Figures derived frovn natonal census statistics, 1950. Age M F Per 100.000 population Total 0—4 1 5.5 1 5—14 4 1 19.1 5 15—19 1 2 24.7 3 Total 6 3 15.9 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.