Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 54
196
LÆKNABLAÐIÐ
skráð hjá 58% sjúklinga og voru ventriculerar
extrasystolur langalgengastar. Endurlífgun var
talin takast hjá 30 sjúklingum, en aðeins
14 þeirra útskrifuðust lifandi. Miðað við fyrri
rannsókn á Borgarspítalanum 1956-1968 hefur
tíminn frá því einkennin hefjast þar til sjúkl-
ingur er lagður inn styst mjög mikið eða úr
13 klukkustundum í 4 klukkustundir og 20
minútur.
Ársæil Jónsson og Þór Halldórssonl
Mat á vistunarþörf aldraðra sjúkra í
heimahúsum
Teknar eru saman samfelldar 100 vitjanir
sérfræðings í heimahús, sem farið hefur verið
í eftir að beiðni um sjúkrahúsvist hafði bor-
ist frá heimilislækni.
Meðalaldur sjúklinga var 82.2 ár (59 kon-
ur 81.4 ára og 41 karl 83.3 ára).
Sjúkdómsgreining við skoðun leiddi í Ijós,
að 57 sjúklingar höfðu sjúkdóma í taugakerfi
sem aðalmeinsemd og þar af reyndust 25
sjúklingar með heilabilun á háu stigi.
Af 100 vitjunum leiddu 36 til innlagnar á
öldrunarlækningadeild Landspítalans innan
fárra vikna, 14 sjúklingar voru lagðir inn
akút á lyflækningadeild, 13 sjúklingar rann-
sakaðir á göngudeild og 8 vistuðust á dag-
spítala. Níu sjúklingum nægði að fá aukna
heimilishjálp, tveimur lyfjameðferð og þrír
höfnuðu frekari aðstoð. Á biðlista voru sett
nöfn 15 siúklinga.
Ályktað er, að vistunarmat sérfræðings í
heimahúsum geti leitt til annarra úrræða en
innlagna á legudeildir. Þótt innlagnir verði
markvissari með þessu móti, þá nægir siúkra-
rými öldrunarlækningadeildar Landspítalans
hverei nærri til að sinna brýnustu þörfum
o.ldraðra sjúkra í heimahúsum og annar til
Þr'ðii hver s.iúklingur, sem heimilislæknar
biðia um vistun fyrir, er lagður inn bráða-
inn!ögn á aðrar lyflæknisdeildir í Revkjavik.
Vistunarmatið hefur leitt í ljós að sjúk-
dómar í taugakerfi og einkenni heilabilunar
eru algeng vandamál meðal aldraðra i heima-
húsum. Þessi sérstöku vandamál gera tilkall
til sérhæfðrar rannsóknarþjónustu og leiða
oftast til langtímavistunar á stofnunum. Á
meðan ekki er séð fvrir þessum þörfum sér-
staklega. kemur það í hlut legurúma lyflæknis-
deilda að annast Þá þjónustu.
1 Öldrunarlækningardeild Landspítalans.
Ársæll Jónsson Hörður Pilippusson Ólafur Grímur
Björnsson og Bjarni Þjóðleifsson
Kóiesterol, gallsölt og fosfólípíðar í
galli hjá Islendingum
Hlutfallsleg aukning kólesterols í galli mið-
að við gallsölt og fosfolípíða er talin megin-
orsök myndunar kólesterolgallsteina hjá
mönnum.
Kólesterol, gallsölt (total bile salts) og
fosfólípíðar voru mældir í galli 41 Islendings.
Þessi hópur skiptist í 11 heilbrigða einstakl-
inga, 23 sjúklinga með kólesterolgallsteina og
7 einstaklinga, sem höfðu gengizt undir maga-
skurð (partial gastrectomi).
Kólesterol í galli sjúklinga með gallsteina
mældist marktækt hærra (p<0,5) en hjá heil-
brigðu fólki, og hjá fólki, sem gengizt hafði
undir magaskurð. Gallsölt mældust marktækt
hærri (p<0,05) hjá magaskornu fólki held-
ur en hiá heilbrigðu fólki og fólki með gall-
steina. Fosfólípíðar mældust marktækt lægri
(p<0,05) en hjá hinum hópunum tveimur.
Séu þessar niðurstöður settar inn í þrí-
hyrning Admirands og Smalls kemur heil-
brigði samanburðarhópurinn allur vel innan
beirra marka. þar sem kólesterol helzt í upp-
levstu formi. Utan við þau mörk voru 6 (26%)
gallsteinasjúklingar og 4 (59) magaskurðar-
sjúklingar.
Þessar niðurstöður sýna, að uppleysanleiki
kólesterols í galli Islendinga var minnkaður
hiá sjúklingum með gallsteina og hjá siúkl-
ingum, sem gengizt höfðu undir magaskurð.
Gild'n. sem fundust fvrir kólesterol, gallsölt
og fosfólípíða i galli hjá heilbrigðum einstakl-
ingum, eru svipuð og mælzt hafa meðal ann-
p.ra vestrænna þjóða.
Frá lyfjadeild Landspítalans og rannsóknarstofu
Landspítalans í meinefnafræði.
Bjarni Þjóðleifsson, Jón Óttar Ragnarsson
Mælingar á rsitrati og nitriti í maga-
safa hjá heilbrigðum og sjúklingum
með magahólgur
INNGANGUR:
Hinn mikli mismunur á tíðni magakrabba-
meins milli landa bendir eindregið til að um-
hverfi5tbættir eigi stóran þátt í orsökum þess.
Athygli hefur m. a. beinst að nitrosaminum
sem líklegum krobbameinsvaldi. Þessi efni
myndast þegar nitrit (N» O) samhverfist við
emin. en amin eru alltaf til staðar í maga-
safa. Nitrit myndast úr nitrati (NO3) m. a.
fyrir áhrif bacteria í maga einkum ef sýru-