Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 181 Páll Eiríksson GEÐRÆN VANDAMÁL Á ENDURHÆFINGADEILD INNGANGUR Lengi hafa menn gert sér grein fyrir hinu nána samspili líkama og sálar, t. d. hvernig sálræn spenna getur komið fram í ýmsum líkamlegum einkennum. Margar rannsóknir hafa og verið gerðar til þess að kanna hversu algeng geðræn vandamál eru í starfi heimilislækna og á meðal sjúklinga á lyflæknis- og skurðdeildum. Strömgren18 fann í athugun sinni 1950, að af um 17000 viðtölum 27 heimilislækna við sjúkl- inga sína höfðu 9% af sjúklingunum haft hrein geðræn vandamál og um 13% höfðu haft geðræn vandamál ásamt líkamlegum einkennum. Rannsókn Nielsen, Juel-Niel- sen og Strömgren10 á íbúum eyjarinn- ar Samsö 1957—1961, sýndi, að 472 sjúkl- ingar eða um 10% af íbúunum (yfir 15 ára aldur) hafði verið vísað til geðlæknis á tímabilinu. B.G. Bentsen3 fann í hlið- stæðri heildarrannsókn í héraði einu í Nor- egi, að á árunum 1952—1955 höfðu 30% af íbúum á aldrinum 20—60 ára (íbúatala 5.800) í héraði hans haft við geðræn vanda- mál að etja. Björn Ögar22 fann í viða- mikilli rannsókn í Noregi, þar sem þátt tóku 13.436 sjúklingar og 56 heimilislækn- ar, að geðræn vandamál, voru í fyrsta sæti sem sjúkdómsgreining hjá 15% sjúkling- anna og í öðru sæti hjá 11,6% sjúkling- anna. Tómas Helgason 196410 fann í rannsókn sinni á 5.395 íslendingum fædd- um á árunum 1895—1897, að 1543 af þeim höfðu haft geðrænar truflanir. Taldi hann, að ekki væri meginmunur á tíðni geðrænna truflana meðal íslendinga og meðal Dana (á Bornholm). Strömgren, Andersen og Schiödt 195519 fundu við rannsókn á tveimur lyflæknisdeildum, að 34% sjúkl- inga höfðu geðræn vandamál, en athugað- ir voru 264 sjúklingar á hvorri deild. Niel- sen 196117 fann á blandaðri lyflæknis/ Greinin barst 13/03/79. Samþykkt til birtingar 08/06/79. Send í prentsmiðju 01/07/79. skurðlæknisdeild, að af 272 sjúklingum yf- ir 15 ára höfðu 36% sjúklinganna haft geð- ræn vandamál þar af 51% af sjúklingum á lyflæknisdeild, en 25% af sjúklingum á skurðlæknisdeild. Bille og Juel-Nielsen3 fóru yfir sjúkdómsgreiningar 1.787 sjúkl- inga, sem lagðir voru inn á 30 stofnanir i Árósum 1958. Á lyflæknisdeildum höfðu 12,6% sjúklinganna geðsjúkdómsgreining- ar og á taugasjúkdómadeildum 15,7% sjúklinganna að dómi læknanna á þessum deildum. Um sambærilegar rannsóknir á tíðni geð- rænna vandamála á endurhæfingadeildum virðist ekki vera að ræða. Þó hafa ýmsir talið að u. þ. b. helmingur sjúklinga á end- urhæfingadeildum hafi við geðræn vanda- mál að etja, sbr. Carnes,0 Caine4 og Dia- mond,7 sjá nánar síðar. Má af þessum tilvitnunum sjá, að geð- ræn vandamál sjúklinga, sem heimilislækn- ar og læknar á ýmsum sjúkradeildum eiga við að etja, eru tíð. Margir sjúklingar á endurhæfi'ngadeild- um leggjast inn eftir að þeim hefur skyndi- lega verið svipt út úr daglegu vanabundnu lífi við áverka, áföll, vinnuslys eða bílslys. Sumir hafa misst ættingja, vini eða vanda- menn, eða t. d. orsakað bana annarra í bíl- slysurn. Aðrir hafa lengi átt við langvinna sjúkdóma að etja, sem hafa haft mikil áhrif á líf þeirra. Lamanir, máltruflanir og alls kyns vanmáttur miðað við fyrri getu eru sennilega hvergi algengari meðal sjúklinga en einmitt sjúklinga á endurhæfingadeild- um. Mætti því búast við, að tíðni geðrænna vandamála á endurhæfingadeildum væri veruleg. EIGIN RANNSÓKN Árið 1975 starfaði ég á endurhæfinga- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Eftir því, sem á veru mína þar leið, varð mér æ ljósara hversu samspilið milli lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.