Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 20
172
LÆKNABLAÐIÐ
Ráðgjöf við kaup tækja.
Truflanir í rekstri tækja má oft rekja
til óvandaðra vinnubragða við innkaup.
Til þess að komast hjá slíkum truflunum
cg kostnaðarauka, sem þeim fylgja, er rétt
að leggja töluverða vinnu í undirbúning
ákvörðunar um kaupin. Gott samstarf
lækna, tækniaðila og stjórnenda er lík-
legt til þess að bera ávöxt í þessu sam-
bandi. Umtalsverður ávinningur getur
náðst, sé stofnað til slíks samstarfs þegar
á fyrsta umræðustigi væntanlegra kaupa.
Þessi ávinningur felst í auknum líkum fyr-
ir hagkvæmum kaupum og vali tækja, sem
uppfylla tæknilegar kröfur og óskir lækn-
is samtímis.
Hlutverk tækniaðila er að framkvæma
markaðskönnun, afla tilbcða og meta hag-
stæðustu tilboð á grundvelli eigin þekk-
ingar og reynslu eða notast við revnslu
annarra. Það ætti að vera ófrávíkjanleg
regla, að sami aðili prófrevni öll ný tæki
og gangi úr skugga um að þau unpfylli
þær tæknilegu kröfur, sem seljandi hefur
lvst í tilboði. Fullnaðargreiðsla fyrir tæki
ætti fyrst að eiga sér stað, begar trvggt
er, að seljandi standi við sínar skvldur.
Til dæmis verða fullkomnar rásateikning-
ar og leiðbeiningar um notkun að fylgja
öllum nýjum tækjum.
Aður en tæki eru afhent notendum
skulu þau skráð og merkt. Soialdskrá yfir
tæki þjónar hhðstæðu hlutverki fvrir
tæknimann sem sjúkraskýrslur fyrir lækni.
Núverandi ástand í skráningarmálum
smæni heilbrigðisstofnana verður getið
um síðar.
Viðp-erðar]íjónusta og kerfisbundið
eftirlit.
Viðgerðir á tækjum verður stór hluti í
starfi samræmdrar tækniþjónustu fyrir
heilbTÍgðisstofnanir. Skjót og vönduð við-
gerðarbjónusta krefst skioulags og hæfra
starfsmanna. Gott skipulag felst m. a. í
nánu samspili milli kauoa nvrra tækja og
uopbyggingu viðgerðaraðstöðu. Kaup nýs
tækis getur t. d. haft í för með sér þörf
fyrir nýtt mælitæki á viðgerðarverkstæði.
Þessa þörf er oft unnt að siá fyrir. í stað
eins tækis verður að kaupa tvö, annað til
nota í heilbrigðisþiónustu, hitt til nota á
verkstæði við viðgerðir og viðhald á því
fyrrnefnda. Þörf fyrir kaup varahluta verð-
ur að meta í hverju einstöku tilviki. Vara-
hlutahald miðar að lækkun lífskostnaðar
tækja og skjótari viðgerðarþjónustu.
Tilgangur kerfisbundins eftirlits er tví-
þættur. Annars vegar að sjá um að tæki
starfi rétt, hins vegar að minnka líkur
fyrir óvæntum bilunum með því að yfir-
fara tækið nákvæmlega. Áður var getið
um prófun nýrra tækja.
Auk viðgerða og kerfisbundins eftirlits
með tækjum má gera ráð fyrir að á við-
gerðarverkstæði fari fram nýsmíði tækja
í takmörkuðum mæli.
Kennsla í meðferð tækja.
Það ætti að vera sjálfsögð regla, að ís-
len.skar leiðbeiningar um notkun fylgi
hverju tæki. Kemur það í hlut starfsmanna
tækniþjónustu að skrifa þessar leiðbein-
ingar, annast kennslu í meðferð nýrra
tækja og viðhalda kunnáttu starfsliðs í
þessum efnum. Þýðing slíkrar kennslu er
augljós, því varla getur notkun tækja tal-
ist réttlætanleg fyrr en notendur hafi feng-
ið tilsögn í réttri meðferð þeirra. Bilunum
af völdum rangrar meðferðar er einnig
haldið í lágmarki með þessum hætti.
Nauðsyn eignakönnunar.
Á beim stöðum, sem könnun náði til,
var hvergi til spjaldskrá yfir eigin tæki.1
Líkur eru fyrir því að svo hátti til yfir
allt landið. Upplýsingar um tækjaeign
liggja þannig ekki fyrir á aðgengilegu
formi. Þessar uoplýsingar eru nauðsvnleg-
ar við gerð áætlunar um samræmda raf-
tækniþjónustu fyrir heilbrigðisstofnanir
landsins. Lagt er til að þegar verði ráðist
í öflun þessara upplýsinga. Spjaldskrá yfir
tækjabúnað einstakra staða má einnig
vinna úr slíkri eignakönnun.
Að lokum skal bess getið, að tækniþjón-
usta við heilbrigðisstofnanir er orðin hluti
af heilbrigðiskerfi nágrannaþióða okkar, og
þangað getum við sótt reynslu og stuðn-
ing við samsvarandi uppbyggingu hérlend-
is.
1. Rúnar Sigfússon: Könnun á innkaup-
um og rekstri rafeindatækja á nokkr-
um heilsugæslustöðvum og sjúkrahús-
um.
Skýrsla til landlæknis, júli 1978.