Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
213
læknafélaganna í júní 1978 var samþykkt
og undirrituð úrsögn úr W.M.A., sem taka
átti gildi frá áramótum 1978—1979, ef
þessar tillögur dr. Wynan yrðu samþykkt-
ar. Þrátt fyrir tilraunir hans til að fá Norð-
urlöndin og aðrar þjóðir til að breyta fyrir-
ætlan sinni, tók úrsögn Norðurlandanna,
þ.á.m. íslands, gildi um sl. áramót. Dr.
Wynan og stjórn hans hafa sýnt mikinn
áhuga á að fá Norðurlandaþjóðir ásamt
Hollandi og fleiri þjóðum aftur inn í félag-
ið og hefur lofað endurskoðun á lögunum,
en þjóðir þessar, sem nú standa utan, vilja
bíða átekta og sjá, hverju fram vindur.
Stjórn L.f. hefur í mörg ár fengið
boð um að senda fulltrúa á fundi lækna-
félaga í nágrannalöndum og Ameríku, en
örsjaldan getað þegið slík boð. Stjórn L.í.
telur, að það geti verið lærdómsríkt fyrir
þá, sem taka virkan þátt í félagsstörf-
um, að sitja slíka fundi, því að oft eru
þar til umræðu mál, sem einnig eru
á döfinni hér heima. Það, sem fyrst og
fremst torveldar þátttöku okkar, er ferða-
kostnaður, en að auki má gera ráð fyrir
því, að okkur þyki nauðsyn að endurgjalda
eitthvað af boðunum, ef Stjórn L.f. sendir
fulltrúa á slíka fundi.
í júní 1979 sat Arinbjörn Kolbeinsson
aðalfund norska læknafélagsins, sem hald-
inn var í Stavanger. Lét Arinbjörn vel af
fundinum. Voru þar miklar umræður bæði
um kjaramál og um læknaskipan í dreif-
býli, en einnig um menntunarmál og hina
merkilegu fyrirætlan norska læknafélags-
ins um ráðstefnu- og námskeiðsbyggingu,
sem nú er að komast á framkvæmdastig.
Skýrsla Arinbjarnar liggur frammi á skrif-
stofu læknafélaganna.
f marz 1979 dvöldust formaður og fram-
kvæmdastjóri L.í. í nokkra daga í Oslo og
kynntu sér starfsemi skrifstofu norska
læknafélagsins. Móttökur allar voru mjög
vinsamlegar og gáfu framkvæmdastjóri
norska læknafélagsins, dr. Harry M. Svabö
og starfsfólk hans sér góðan tíma til að
ræða hin ýmsu viðfangsefni skrifstofunnar.
Var lögð aðaláherzla á upplýsingar um
fræðslustarfsemi samtakanna, undirbúning
kjarasamninga, samskipti við sjúkratrygg-
ingar og starfsháttu skrifstofunnar við
undirbúning mála fyrir stjórnarfundi.
Sérstaka athygli vakti sá háttur, sem
þeir hafa á undirbúningi stjórnarfunda.
Fundir eru undirbúnir þannig, að öll mál,
sem stjórnin fjallaði um, eru áður rædd af
framkvæmdastjóra og viðkomandi deildar-
stjóra skrifstofunnar, sem safna gögnum og
gera skriflega tillögu til stjórnar um af-
greiðslu. Tillögur þeirra ásamt dagskrá
stjórnarfunda eru sendar stjórnarmönnum
fyrir fundi. Stjónarmenn hafa þannig, áður
en á fund kemur, kynnt sér öll þau mál,
sem á dagskrá eru.
Annað atriði, sem var sérlega áhugavert,
er það, að norska læknafélagið hefur sett
á stofn trúnaðarmannakerfi á öllum spítöl-
um landsins. Trúnaðarmennirnir eru tengi-
liðir læknasamtakanna og viðkomandi
vinnuveitenda og er ætlað það hlutverk að
leysa öll ágreiningsmál, sem upp koma á
hverjum vinnustað milli lækna og vinnu-
veitenda. Félagið heldur sérstök námskeið
fyrir trúnaðarmennina um túlkun samn-
inga. Norðmennirnir töldu, að þessi þáttur
hefði létt ómældri vinnu af skrifstofu fé-
lagsins.
KJARAMÁL
Gildandi kjarasamningar lækna eru allir
lausir miðað við 1. nóvember 1979. Kröfu-
gerðir sjúkrahúslækna, svo og megintillög-
ur að sérkjarasamningi fyrir fastráðna
lækna, hafa verið sendar viðsemjendum,
enda er lögboðið, að þær skuli sendar sam-
hliða uppsögn. Nánar er skýrt frá efni
kröfugerðanna síðar í skýrslunni.
Kjararáð
í Kjararáði sitja formenn allra samn-
inganefnda læknafélaganna. Ráðið hélt 3
fundi á starfsárinu og fjallaði um tillögur
og önnur atriði varðandi kjarasamninga,
sem vísað hefur verið til þess til umsagn-
ar. Einnig hefur það fjallað um hugmyndir
að kröfugerðum fyrir væntanlega kjara-
samninga.
Á síðasta fundi ráðsins í júní var eink-
um fjallað um kröfugerð sjúkrahúslækna,
sem þá var langt komin.
Enn er talsvert starf óunnið til samræm-
ingar á samningum um kjör einstakra hópa
innan læknasamtakanna, en þó er það
skoðun kjararáðsmanna, að nokkuð hafi
miðað í rétta átt með starfi ráðsins og þeir,
sem starfa í einstökum samninganefndum