Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 163 STOFNUN SÉRFRÆÐINGAFÉLAGS LÆKNA Laugardaginn 17. marz 1979 var stofnað Sérfræðingafélag lækna. Fyrir 17 árum, þ.e. 6. marz 1962, var stofnuð Sérfræðinga- deild L.R. Félagsmenn voru 17, formaður var Theodór Skúlason, ritari Gunnar Guð- mundsson og gjaldkeri Ragnar Karlsson. Ekki tókst að afla nánari upplýsinga um félag þetta, en um það rætt, hvort endur- reisa skyldi gamla félagið eða stofna nýtt. Þessar umræður hófust í sambandi við námskeið, sem handlæknar efndu til í „akút kirurgi“ fyrir handlækna, bæklun- arlækna og svæfingalækna Landspítalans sl. vetur. í þessum umræðum varð sú skoð- un ofan á, að nauðsynlegt væri að efla sam- tök sérfræðinga og heppilegast að gera það með þeim hætti að stofna nýtt félag frem- ur en að reyna að endurreisa það gamla. Þórarni Ólafssyni og Agli Jacobsen var falið að hefja nauðsynlegan undirbúning á stofnun almenns sérfræðifélags lækna. Þessi undirbúningsnefnd hafði samband við sérfræðinga á öllum spítölum hér í Reykja- vík og einnig sérfræðinga, sem starfa utan spítala. Efnt var til tveggja undirbúnings- funda, þar sem mættir voru fulltrúar sér- fræðinga frá sjúkrahúsum á Reykjavíkur- svæðinu. Á fyrri fundinum var bætt við nokkrum mönnum í undirbúningsnefndina og þeim falið að semja drög að félagslög- um, sem rædd voru á síðari undirbúnings- fundi. Á stofnfundi voru samþykkt lög félags- ins og stefnuskrá, árgjald var ákveðið kr. 5.000 fyrir árið 1979. f fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir: Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Sigurður E. Þorvaldsson, ritari, Sigurður B. Þor- steinsson, gjaldkeri, Árni Björnsson og Bjarni Hannesson meðstjórnendur. Einn- ig var ákveðið á þessum fundi, að stjórn- in skipaði kjaramálanefnd. Henni var aðallega ætlað það hlutverk að koma fram með hugmyndir í sambandi við væntan- legan samning og koma þeim á framfæri við samninganefnd Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Fyrirhugaðir starfshættir, svo og tengsl þessa félags við Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur, kemur fram í lögum félagsins og stefnuskrá. Ákveðið var, að stofnfélagar teldust þeir, sem gengu í félagið fyrir 1. maí 1979. Tala stofnfélaga var 1. maí 1979 101. FÉLAGSLÖG 1. gr. Heiti félagsins og löglieimili Félagið heitir „Sérfræðingafélag iækna". Lögheimili bess og varnarþing er í Reykja- vík. 2. gr. Félagsmenn Félagar geta þeir læknar orðið, sem hlotið hafa sérfræðiviðurkenningu í læknisfræði á Islandi. 3. gr. Eðli féktgsins og hlutverk Félagið vinnur að því að efla sérfræðiþjón- ustu á sviði heilbrigðismála með því að stuðla að bættri starfsaðstöðu og kjörum sérfræðinga. Félagið skal vera ráðgefandi við stjórn L.R. og L.l. um kjör sérfræðinga, bæði utan og innan sjúkrahúsa. Við tillögugerð um kaup og kjör hafa þeir einir atkvæðisrétt, sem aðilar eru að þeim samningum, sem gera skal. Stjórn félagsins leggur fram á aðalfundi stefnuskrá fyrir starfsemi félagsins næsta kjörtímabil. Af- greiðsla þessa máls fer fram að stjórnarkosn- ingu lokinni. 4. gr. Inntctka í félagið og úrsögn Sérfræðingur, sem æskir inngöngu i félagið, sendi skriflega umsókn til stjórnarinnar, sem ákveður um aðild. Úrsögn skal ætíð vera skrif- lef og send stjórn félagsins með minnst eins mánaðar fyrirvara frá úrsagnardegi. 5. gr. AÖalfundur Aðalfundur skal haldinn ár hvert á tímabil- inu mars—apríl. Aðalfund skal boða skriflega með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórnin getur kallað saman auka aðalfund, ef sérstak- lega stendur á. Dagskrá aðalfundar er: 1. Skýrsla stjórnar. 3. Endurskoðaðir reikningar. 3, Ákvörðun árgjalds,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.