Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 66
202 LÆKNABLAÐIÐ FramlialdsaÖalfundur félagsins var haldinn í Domus Medica miðvikudaginn 28. marz 1979. Formaður setti fundinn og skipaði fundar- stjóra Þorvald Veigar Guðmundsson. Fyrsta mál fundarins var tillaga til breyting- ar á lögum félagsins, sem lögð hafði verið fram á aðalfundi 14. marz sl., svohljóðandi: Upphaf 10. gr. oröist svo: „Félagið heldur fundi um félagsleg málefni að jafnaði tvisvar á ári, og skal annar þeirra ætíð haidinn i febrúar, en auk þess þegar stjórnin telur þess þörf eða ef 10 félagsmenn krefjast þess. Fundi skal boða með viku fyrir- vara.“ Tillaga þessi var borin upp og samþykkt sam- hljóða. Lögð var fram eftirfarandi ályktunartillaga, sem kynnt hafði verið á aðalfundi: „Aðalfundur L.R. haldinn í Domus Medica 14. marz 1979 ályktar að fela stjórn L.R. að hefja sem fyrst framkvæmdir við fyrirhugaða viðbótarbyggingu Domus Medica.“ Formaður gerði grein fyrir tillögunni. Formaður bygginganefndar, Guðmundur Jó- hannesson, taldi, að það væri mjög mikilvægt að hefjast handa um byggingaframkvæmdir sem fyrst. Tillagan var borin undir atkvæði og sam- þykkt samhljóða. Lögð var fram eftirfarandi ályktimartillaga, sem kynnt hafði verið á aðalfundi: „Aðalfundur L.R. 1979 leggur til, að Styrkt- arsjóður lækna verði lagður niður.“ Tillagan var borin upp og samþykkt sam- hljóða. Gunnar Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði til, að skorað yrði á stjórn L.R. að stuðla að því að endurskoðun á reglugerð um sérfræði- viðurkenningu verði hraðað. Taldi hann, að reglugerð sú, sem er í gildi, væri orðin úrelt og þurfi nauðsynlega breytinga við. Þorvaldur Veigar Guðmundsson benti á, að búið væri að skipa nefnd til að endurskoða reglugerð um sérfræðiviðurkenningu. Tómas Á. Jónasson benti á, að þetta mál hefði verið til umfjöllunar hjá læknasamtök- unum árum saman og nú væri starfandi nefnd í þessu máli á vegum ráðuneytisins,, þar sem í væru fulltrúar frá ráðuneyti, læknafélögunum og læknadeild Háskóla íslands. Fundarmenn voru sammála um, að breyta þvrfti umræddri reglugerð, en ekki talin þörf á fundarsamþykkt um það mál að sinni. Magnús Karl Pétursson vakti athygli á þvi, að í ársskýrsiu fyrir 1978, Þar sem talað væri um „ambulant“-þjónustu sérfræðinga á sjúkra- húsum, væri naumast nógu skýrt að orði kveð- ið. Taldi hann, að það þyrfti að koma skýrt og ótvírætt fram, að hér sé átt við einkasjúk- linga lækna, en ekki almenna göngudeildar- sjúklinga. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið. Lagðar voru fram teikningar af væntanlegri viðbyggingu Domus Medica. Guðmundur H. Þórðarson ritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.