Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 76

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 76
210 LÆKNABLAÐIÐ bærilegri þjónustu hér innanlands. Er það von okkar og trú, að það muni takast.“ NORDISK MEDICIN Ritstjórnarfundir Nordisk Medicin eru haldnir til skiptis á Norðurlöndum. Þótt íslendingar hafi átt fulltrúa í ritstjórn í mörg ár, var það fyrst á sl. ári, að L.I. tók að sér að sjá um fundinn, og var hann haldinn á Akureyri í júnílok. Sömu daga var haldinn sameiginlegur fundur ritstjóra norrænu læknatímaritanna. Fundarstjóri þessara funda var fulltrúi L.í. í ritstjórn N.M., Baldur Sigfússon, en á fundinum mættu ritstjórar Læknablaðsins, þeir Örn Bjarnason, Þórður Harðarson og Bjarni Þjóðleifsson, og af hálfu L.í. Tóinas Á. Jón- asson, Guðmundur Sigurðsson, Magnús L. Stefánsson og Þóroddur Jónasson, en Læknafélag Akureyrar aðstoðaði við und- irbúning fundarins. Ritstjórn N.M. óskaði eftir því, að kynnt yrðu nokkur mál, sem á döfinni væru hjá L.Í., og gerðu T.Á.J. og G.S. nokkra grein fyrir málum þeim, sem rædd voru á aðal- fundi 1978. í umræðum var mest dvalizt við þá sérstöðu íslenzkra lækna að eiga takmarkaða möguleika til framhaldsnáms í eigin landi. Einnig var rætt um möguleika til aukinnar þátttöku íslenzkra lækna í norrænum námskeiðum eða aðstoð nor- rænna kollega við námskeiðshald hér á landi. Þá voru málefni Læknablaðsins rædd rækilega, og var það einnig að ósk erlendu ritstjóranna. Fram komu í þeim umræðum ýmsar ábendingar um útgáfuna, sem ís- lenzku fulltrúunum þótti ástæða til að at- huga nánar, sbr. kaflann um Læknablaðið (í skýrslu þessari). Það er stefna útgefenda N.M., að blaðið berist til allra lækna á Norðurlöndunum. Þótt íslendingar hafi verið meðal útgef- enda í mörg ár og eigi fulltrúa í ritstjórn, var þess ekki krafizt í upphafi, að þeir tækju þátt í útgáfukostnaði, og hafa íslend- ingar notið góðs af Dönum og fengið send 200 eintök af blaðinu, sem dreift hefur verið nokkuð óreglulega. L.í. á þess nú kost að fá N.M. sent heim til allra íslenzkra lækna beint úr prentsmiðju í Danmörku fyrir verð, sem stjórn L.í. telur hagstætt. Jafnframt yrði L.í. gert kleift að fá tölvu- unna spjaldskrá yfir alla félagsmenn inn- anlands og utan. Ef af samningum verð- ur, skapast möguleiki til úrvinnslu á upp- lýsingum um aðsetur, starfsgrein, sérgrein eða stöðu í sérnámi allra íslenzkra lækna. LÆKNATAL, NÝ ÚTGÁFA Unnið er að undirbúningi handrits fyrir útgáfu nýs læknatals, og hefur ritstjóri þegar tekið saman allmörg æviágrip, en ritnefnd yfirfarið. Bréf stjórnar L.í. til þeirra félagsmanna, sem höfðu enn ekki svarað ritnefndinni, báru meiri árangur en fyrri tilmæli. Enn vantar þó nokkuð á skil frá læknum. Undantekningarlítið virðist dráttur á svörum vera að kenna framtaks- leysi. Þó hefur nýlega komið fram bréfleg gagnrýni, sem birtast mun í Læknablaðinu og verður svarað þar og vísast til þess. Það var sameiginleg ákvörðun stjórnar L.Í. og ritnefndar og ósk útgefanda (ísa- foldarprentsmiðj u), að gefið yrði út Lækna- tal í einu bindi. Til þess að svo megi verða, er óhj ákvæmilegt að draga saman og stytta kafla um hvern einstakan lækni. Reynt er að fella niður eins lítið af gagnlegum upplýsingum og mögulegt er, en þar sem það sýnist ókleift að birta tæmandi ritskrá, leitaði stjórn L.í. með samþykki stjórnar L.R. (sem gefa sameigiblega út Lækna- blaðið) eftir því við ritstjóra Læknablaðs- ins að þeir tækju að sér að undirbúa útgáfu á fylgiriti Læknablaðsins, sem innihéldi skrá um öll læknisfræðileg ritverk ís- lenzkra lækna með tilheyrandi uppfletti- skrám. Hafa ritstjórar Læknablaðsins tekið vel í þessa hugmynd og er þess að vænta, að undirbúningur þessa rits hefjist fljót- lega. Enn verður ekki séð, hvenær handrit Læknatalsins verður tilbúið. ENDURSKOÐUN Á SKRIFSTOFU- REKSTRI LÆKNAFÉLAGANNA í desember sl. skipuðu stjórnir L.í. og L.R. sameiginlega nefnd til að athuga starfsmannaþörf og skipulag skrifstofu læknasamtakanna, svo og bankaviðskipta- kjör samtakanna og meðlima þeirra. í nefndina voru kjörnir Örn Smári Arnalds- son, formaður L.R., Guðmundur Sigurðs- son, gjaldkeri L.Í., Guðjón Eyjólfsson, lög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.