Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 72
208 LÆKNABLAÐIÐ að þeir leggist niður, ef áhugi fer ekki vaxandi. 5. Symposium um cancer mammae var haldið á Hótel Loftleiðum 21. janúar 1979. Var það haldið kl. 17.00 á fimmtu- degi og gefið matarhlé kl. 19.00 og síðan haldið áfram umræðum. Var þetta symposium vel sótt og bendir til, að slíkt fundarform sé heppilegt. 6. Dagana 15. og 17. marz var haldið nám- skeið um fjármál lækna á vegum Fræðslunefndar. Var námskeið þetta haldið í samvinnu við Stjórnunarfélag Islands, og lagði Stjórnunarfélagið til fyrirlesara. Námskeiðið var haldið á Hótel Esju. Þátttaka var góð, og eru lík- ur til, að fleiri slík námskeið verði hald- in. 7. Nefndin heldur áfram að bjóða svæða- félögum að greiða fargjöld allt að 5 fyr- Lrlesara á ári til fræðslustarfsemi úti á landsbyggðinni. Læknafélög Akureyrar og Norðausturlands hafa notfært sér þessa þjónustu, en önnur svæðafélög ekki. Auk þessa hafa nokkur sérgreina- félög verið styrkt af nefndinni til að greiða kostnað af heimsóknum erlendra fyrirlesara. 8. Nefndin hefur sent út lista yfir væntan- leg innlend og erlend læknaþing. Einnig liggja frammi á vegum nefndarinnar upplýsingar um námskeið til viðhalds- menntunar lækna í nágrannalöndunum. 9. Námssjóði lækna er heimilt að veita fræðslunefnd styrk, er nemi 10% af eig- in höfuðstól hans næsta ár á undan. Auk þess hefur nefndin fengið styrk frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Tryggingastofnun ríkisins. Unnið er að því að nefndin fái sjálstæðan fjár- hag, svo að vitað sé í ársbyrjun, hve mikið fé verður til fræðslustarfseminn- ar á árinu. Slíkt er nauðsynlegt, svo hægt sé að nýta þetta fé sem bezt og gera áætlun um fræðslustarfsemi fram í tímann. LÆKNASKORTUR í DREIFBÝLI — LENGING HÉRAÐSSKYLDU Með skýrskotun til þeirra örðugleika, sem verið hafa á mönnun tiltekinna lækn- ishéraða að undanförnu, tilkynnti Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið 26. maí 1978, að héraðsskylda læknakandidata væri lengd úr 3 mánuðum í 6. Þessi til- kynning kom fram á sama tíma og heil- brigðisyfirvöld höfðu boðað viðræður við læknasamtökin um þetta vandamál. Við- brögð ungra lækna voru þau, að stjórn og ráðninganefnd F.U.L. ritaði landlækni bréf og mótmælti þessari ákvörðun og hef- ur síðan ekki haft milligöngu um ráðning- ar í störf heilsugæzlulækna. Stjórn L.í. ritaði heilbrigðismálaráð- herra bréf í september 1978 og lýsti á- hyggjum yfir því ástandi, er skapast hafði. í bréfinu var höfuðáherzla lögð á, að til viðbótar þeirri uppbyggingu á heilsugæzlu- stöðvum og bættri starfsaðstöðu fyrir lækna, sem unnið hefði verið að á undan- förnum árum, væri brýn þörf skjótra við- bragða til að skipuleggja framhaldsnám í heimilislækningum innanlands. Bent var á, að L.í. hefði þegar á árinu 1975 lagt fram ákveðnar tillögur, sem ráðuneytið hefði enn ekki afgreitt af sinni hálfu. í bréfinu og á 2 fundum, er stjórn L.í. ásamt formanni L.R. og fulltrúumF.U.L. átti með ráðherra, var einnig bent á nokkur atriði, sem stjórn L.í. taldi, að gætu hjálpað til bráðabirgðalausnar. Jafnframt var mót- mælt lengingu héraðsskyldunnar. Á fundi í L.R., þar sem landlæknir óskaði eftir um- ræðu um þetta mál, komu fram mjög ein- dregin mótmæli gegn þessari ákvörðun. Ábendingar frá L.í. og F.U.L. hafa ekki hlotið neina afgreiðslu og enn eru erfið- leikar með mönnun einstakra héraða. ís- lenzkir læknar í Svíþjóð hafa boðist til að koma hingað til afleysinga með vissum skilyrðum, en tilboði þeirra hefur ekki verið tekið. Stjórn L.í. hefur með bréfi til heilbrigðismálaráðherra, dags. 25. júli 1979, ítrekað áhyggjur sínar vegna þessa ástands, sem búast má við að vari enn um skeið. Hefur stjórn L.í. óskað eftir því við ráðherra, að hann beiti sér fyrir því, að tilboði íslenzkra lækna í Svíþjóð verði tek- ið og er enn til viðræðu við heilbrigðis- yfirvöld um önnur atriði til lausnar. HEILBRIGÐISFRÆÐSLA FYRIR ALMENNING Starfshópur um heilbrigðisfræðslu fyrir almenning, sem var skipaður skv. ályktun aðalfundar 1977, skilaði áliti 28. des. 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.