Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 197 stig er hátt. Nitrat berst til magans með fæðu og drykkjarvatni, en einnig úr líkams- vökva með magasafa, en allt nitrat í maga er upprunalega komið úr fæðu. Þau skilyrði, sem þannig stuðla að myndun nitrosamina, eru há nitratnþéttni í magasafa ásamt háu Ph. Tilgangur rannsóknarinnar var 1) að fá ábendingu um nitratmagn í fæðu Islendinga og 2) að athuga skilyrði í maga fyrir myndun nitrits og nitrosamina. AÐFERÐIR: Magasafa var safnað frá 18 einstaklingum og voru sýni tekin bæði eftir föstu (F) og eftir örvun (ö) með pentagastrini. Mælt var í hverju sýni þéttni (conc.) HCL, NOs og NOo. Níu einstaklingar höfðu magabólgur en 9 heil- brigðan maga. Þetta var dæmt eftir klinisk- um upplýsingum, pentagastrin prófi og biopsiu úr magaslimhúð. Mismunur milli hópa var metinn með Mann Withney U prófi. NIÐURSTÖÐUR: Hjá heilbrigðum var meðalþéttni á H + 56 meq/I í fastandi (F) magEisafa en 121 meq/1 eftir örvun (ö) en hjá sj. með magabólgur 17 (F) og 63 meq/1 (ö) og voru bæði gildi marktækt lægri hjá sjúklingum með maga- bólgur. Meðal nitrat þéttni var 13,8 P.P.M. (F) og 4.5 P.P.M. (Ö) hjá heilbrigðum en 9 (F) og 5,2 (Ö) P.P.M. hjá sjúkl. með maga- bólgur og er ekki marktækur munur á hópun- um. Meðal nitrit þéttni var 0,29 (F) og 0,11 (Ö) P.P.M. hiá heilbrigðum, en 2.2 (F) og 0 38 (Ö) P.P.M. hiá sj. með magabólgur og er þéttni i fastandi magasafa marktækt hærri híá sj. með magabólgur. UmrœÖa: Það magn af nitrat/nitriti, sem finnst í þessari rannsókn, er svipað og fundist hefur í Bretlandi (1), en miklum mun lægra on f'nnst í Georgia, U.S.A. (2). Hypochlor- hydria virðist greinilega stuðla að nitritmynd- un sennilega vegna bakteríugróðurs og hægrar tæmingar. Á þennan hátt getur hin háa tíðni á magabólgum á íslandi (3) skapað skilyrði fvrir mvndun krabbameinsvaldandi efna i maga, þótt, nitrat magn sé ekki meira en í öðrum löndum. Endanlegt mat á nitrati í fæðu Islendinga þarf þó að byggjast á mælingum á fæðunni siálfri. Gunnar Sigurðsson og Helgi Kjartansson Áhrif ColestidR á efnaskipti low density lipoproteina (LDL) í ein- staklingum með arfbundna hyperkólesterólemiu Einstaklingar með arfbundna hyperkólester- ólemiu hafa verulega aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóma snemma á ævinni. Þessi aukna áhætta virðist tengd hárri þéttni á LDL-kólesteróli í blóði þeirra. Breytt matar- æði hefur takmörkuð áhrif til lækkunar á kólesteróli meðal þessara einstaklinga, og þess vegna virðist lyfjameðferð réttlætanleg, eink- anlega meðal þeirra yngri. Við höfum rannsakað áhrif ColestidR með- ferðar (colestipol hydrochloride, nýtt gallsýru- bindandi resin frá The Upjohn Company) á efnaskipti LDL meðal fjögurra einstaklinga með arfbundna hyperkólesterólemiu. LDL var einangrað úr blóðvökva þeirra með hraðskilvindu, merkt með geislavirku joði og dælt að nýju í æð. Blóðsýni voru síðan tekin daglega til geislamælinga og hvarfferill úr blóði (fractional catabolic rate) og umsetn- ingarhraði (turnover rate) á LDL reiknaður út. Hver einstaklingur var rannsakaður þann- ig fyrir og eftir þriggja mánaða meðferð. Á meðferðinni (30 g. af Colestid daglega í þremur skömmtum) lækkaði LDL-kólesteról um meir en 40%. Lyfið virtist ekki hafa áhrif á hvarfferil LDL frá blóði, en minnkaði mynd- unarhraða (synthetic rate) á LDL verulega, sem væntanlega skýrir lækkunina á LDL- kólesteróli í blóði einstaklinga á þessari lyfja- meðferð. Ólafur Steingrímsson, Sigurður B. Þorsteinsson Listeriosis á Islandi — Fjórir sjúklingar á árinu 1978 Listeria monocytogenes var fyrst einangruð árið 1924, en fyrsta tilfellið af Listeriosis í mönnum var greint 1929. Hér á landi hefur sjúkdómurinn verið þekktur í búfé siðan í byrjun aldarinnar og gengið undir nafninu votheysveiki eða Hvanneyrarveiki. Mörgum faröldrum hefur verið lýst, þeim fyrsta 1910 og síðan 1930 hefur greiningin margoft ver- ið staðfest bakteriologiskt. Talið er að sjúk- dómurinn valdi hér búfjárskaða á hverju ári. Listeriosis í mönnum er aftur á móti talinn vera sjaldgæfur sjúkdómur og tíðni er álitin 0.4-2.7 tilfelli á milljón íbúa á ári, í þeim lönd- um, sem tölur liggja fyrir um. Fyrir 1978 mun Listeria monocytogenes hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.