Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 70
206
LÆKNABLAÐIÐ
skipa nefnd til að endurskoða þessi' lög og
óskaði eftir því, að L.í. tilnefndi mann í
nefndina. Tilnefndur var Guðmundur
Oddsson, varaformaður L.Í., og var ákveðið
að fresta sérstakri nefndarskipan af hálfu
félagsins.
Ályktun aðalfundar um námskeið og
ráðstefnu um atvinnuheilbrigðismál var
rædd við Fræðslunefnd, Hrafn V. Friðriks-
son og Ólaf H. Oddsson. Ákveðið var, að
Fræðslunefnd tæki að sér undirbúning
þessa námskeiðs og ráðstefnu í samráði við
nefnda lækna, og hefur verið unnið mikið
starf til undirbúnings, eins og sjá má af
dagskrá þeirri, sem send hefur verfð til
allra félagsmanna.
Framkvæmd þeirrar upplýsingaöflunar
um sérgreinaval, sem stjórninni var falið
að beita sér fyrir, hefur enn ekki hafizt.
Haft var samband við unga lækna í Banda-
ríkjunum til að kanna, hvort þeir gætu
gert svipaða könnun og gerð hefur verið i
Svíþjóð að tilstuðlan F.Í.L.Í.S. Stjórn L.í.
vinnur nú að því að undirbúa tölvuunna
spjaldskrá yfir alla félagsmenn erlendis
sem innanlands og gerir ráð fyrir allmikl-
um upplýsingum í þeirri spjaidskrá, sem
hægt yrði að nota til að vinna árlega skrár,
þar sem læknar yrðu flokkaðir eftir að-
setri, starfsgrein og sérnámi eða fyrir-
ætlun um sérnám, sem hægt verði að
byggja á einhverjar forspár.
Viðvíkjandi auglýsingum um læknastöð-
ur hefur þegar verið rætt við alla stærstu
aðila, sem auglýsa læknastöður, um að
skrifstofa L.í. hafi milligöngu um auglýs-
ingar. Vegna þess að endurskipulagning á
starfsemi skrifstofunnar er enn ekki lokið,
leyfir starfsmannafjöldi ekki að á hana sé
bætt svo vandasömu starfi. Hefur því ekki
þótt fært að reka á eftir þessu máli.
Ályktun aðalfundar um, að umsagnar
stjórnar L.í. sé leitað, áður en læknisstöðu
er breytt, hefur verið send spítalastjórn-
um. Borizt hefur jákvætt svar frá stjórn-
arnefnd ríkisspítalanna.
Ályktun, þar sem læknum er bent á
nauðsyn þess að taka þátt í fræðslu um
skaðsemi áfengis, hefur verið kynnt bæði
læknum og öðrum. Væntanleg er ritstjórn-
argrein í Læknablaðinu um þessi efni.
Form fyrir ráðningarsamnihga fyrir
sjúkrahúslækna er enn ekki fullfrágengið,
en formenn launanefnda og framkvæmda-
stjóri hafa rætt þessi mál við fulltrúa
spítalastjórna.
Ályktun um, að sérfræðiþjónusta á
heilsugæzlustöðvum sé skipulögð af stjórn
viðkomandi heilsugæzlustöðva, var kynnt
heilbrigðisyfirvöldum. Nefnd sú, sem átti
að gera tillögur um sérfræðiþjónustu á
heilsugæzlustöðvum, hefur enn ekki skilað
áliti, en ef eitthvað verður tilbúið frá
nefndinni fyrir aðalfund, mun það verða
kynnt í þeim umræðum, sem þá fara fram
um rekstur og stjórnun heilsugæzlustöðva.
Ályktun um aukna þátttöku íslenzkra
lækna í námskeiðum í nágrannalöndunum
var rædd á sameiginlegum fundi stjórnar
L.í. og Fræðslunefndar. Fræðslunefnd var
falið að hafa samband við sem flesta aðila
í þessum löndum. Ritari Fræðslunefndar
hefur þegar skrifað allmörg bréf, og ber-
ast nú fleiri tilkynningar um námskeið en
áður.
FRAMHALDSMENNTUN
Á aðalfundi 1975 voru samþykktar til-
lögur um skipulagnihgu á framhaldsnámi
innanlands og jafnframt um breytt fyrir-
komulag á sérfræðiviðurkenningu. í þess-
ari samþykkt fólst m.a. sú stefnuyfirlýsing
L.Í., að læknum yrði sem fyrst gert kleift
að Ijúka sérnámi í heimilislækningum hér
á landi og möguleikar til framhaldsnáms í
öðrum greinum yrðu auknir. Tillögur þess-
ar voru á árinu 1976 ræddar af nefnd, er
skipuð var að frumkvæði L.í. með full-
trúum frá heilbrigðis- og menntamálaráðu-
neytum ásamt læknadeild. Nefnd þessi
féllst á tillögurnar í aðalatriðum. Sam-
komulag varð um að óska eftir því við heil-
brigðismálaráðherra og menntamálaráð-
herra, að þeir skipuðu nefnd til að undir-
búa framkvæmd námsins og breytingar á
lögum og reglugerðum, sem nauðsynlegar
væru til að nám gæti hafizt.
Þrátt fyrir jákvæðar undirtektir og end-
urtekin tilmæli L.í. hafa ráðuneytin ekki
treyst sér til að ganga frá nefndarskipan.
Á sl. vetri varð það að samkomulagi milli
L.Í., heilbrigðismálaráðuneytis og lækna-
deildar, að dr. Árni Kristinsson (sem starf-
aði fyrir L.í. að gerð þeirra tillagna, sem
samþykktar voru 1975) yrði fenginn til
þess að vinna einn það starf, sem nefndin