Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐiÐ
173
Daníel Daníelsson, Páll Gíslason
SKURÐAÐGERÐIR TIL VARNAR SLAGI
INNANHREINSANIR HÁLSSLAGÆÐA Á LANDSPÍTALANUM
INNGANGUR
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
slag er mjög alvarlegt sjúkdómsástand, sem
í mörgum tilfellum leiðir til dauða, en þeir,
sem lifa af, búa oft við fatlanir, sem hafa
í för með sér ómælanlegar félagslegar og
fjárhagslegar afleiðingar fyrir sjúklinginn
og fjölskyldu hans.
Skoðanir lækna á orsökum slags hafa
verið talsverðum breytingum undirorpnar,
einkum á síðari árum.
Til skamms tíma var sú skoðun ríkjandi,
að slag stafaði af sjúkdómi í heilaæðum og
þá einkum blæðingu í heilavef. Með til-
komu röntgenmyndatöku heilaæða (cere-
bral angiografia)17 fengu læknar aðferð til
nákvæmra greininga, sem beindi athygli
þeirra að því, hversu æðakölkun oft ræðst
á ákveðna staði í hálsæðum, utan haus-
kúpu, og veldur þrengingu þeirra og jafn-
vel fullkominni lokun.
Á grundvelli þessara uppgötvana reistu
læknar nú þá kenningu, að blóðþurrð í
heila vegna þrengsla eða lokunar hálsæða
kynni að vera algeng orsök slags. Raunar
hafði þrengslum í aðalslagæðum þeim, er
flvtja blóð til höfuðsins og sambandi þeirra
við blóðrásartruflanir í heila verið lýst
þefar um miðja 19. öld.7 9
Eftir að 4-æða röntgenrannsókn, þ.e.
rannsókn á þeim 4 aðalslagæðum, er flytja
blóð til heilabús, varð alceng, tóku læknar
að rekast á sjúklinga með lokaðar hálsslag-
æðar, án þess að þeir hefðu einkenni um
heilaskemmdir. Gat þarna t.d. verið um að
ræða samhálsslagæð (a. carotis comm.) eða
hryfffjarsla^æð (a. vertebralis).
Aðrir siúk'lingar fundust með mikil
þrengsli í fleiri en einni hálsslaaæð, án ein-
kenna. Loks hefur verið sýnt fram á, að
áraneur að^erða er óháður aukningu á
blóðflæði.5 27
Frá hpnd'æknisdeild Landsnítala. Barst rit-
stjórn 01/06/79. Send í prentsmiðju 15/06/79.
Mynd 1. — Samhálsslagæð og innri háls-
slagæð með mörgum sléttum kalkþófum.
Mynd 2. — Kalkþófi í innri hálsslagæð rétt
ofan við deilistað. Skuggaefnis-blettur í
sári í þófanum, þar sem ör þendir,