Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 191 Við könnunina kom í ljós eitt tilvik um NHBV, sem ekki var endaniega ákvarðað fyrr en við krufningu, þótt sagan væri óyggjandi, séð „retrospektoskópiskt'1, staðfestandi þar með óhagganlegt gildi krufningarrmðurstaða, er slík- ar athuganir eru gerðar. — Af þessum sökum var óhjákvæmilegt, að krufningsskýrslum tímabilsins yrði fiett og at- hugað, hvort enn leyndust ótalin tilvik um ,,Addison ‘-lega meinafræði. Ekki þótti fært að sleppa gullnu tækifæri og skrá jafnframt ann- að markvert viðvíkjandí meinafræði nýrna- hettna almennt eins og sú blasir við „post- mortem“. Krufningsskrár tímabilsins 1934—’75 eru sam- tals 10.981 og af þeim voru 1466 gerðar á börnum, frá minnstu fyrirburðum að tveggja ára aldri. — Addison-leg meinafræði fannst í 15 tilvikum og voru 9 sjúkraskrár þessara athugaðar. — Summa krufnings- og sjúkraskráar uppfyllti aldrei, óyggjandi, skilmerki Addisons-veiki. Waterhouse—Friedricksen einkennasamstæð- an fannst hinsvegar 30 sinnum. Cushing’s-leg tilvik voru mun fleiri en ætlað var fyrir, eða 8 að tölu. Primer aldosteronismus var e. t. v. greindur 1 sinni v. krufningu og staðfestur öðru sinni. Þriðja tilvikið sem svo gat sýnst við krufn- ingu, var hægt að útiloka með sjúkraskrá. Loks fannst eitt ógreint (ante-mortem) pheo- chromocytoma. —• Almennt leiddi skoðun skránna i ljós mikinn fjölda nýrnahettumeina og sum hver svo stór- karlaleg, að furðu gætir, að engar ábendingar um truflaða nýrnahettustarfsemi finnast í til- tækum sjúkraskrám. l Lyflæknisdeild Lsp. Gunnar Sigurðsson, Gizur Gottskálksson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ottó Björnsson, Davíð Davíðsson, Ól- afur Ólafsson, Sigurður Samúelsson og Nikulás Sigfússon Sykurliol ísienzkra karla og kvenna á aldrinum 20—61 árs 1 hóprannsókn Hjartaverndar var á tíma- bilinu 1967—1974 gert sykurþolspróf (50 g per. os) meðal 3156 kvenna og 2860 karla á aidrin- um 20—61 árs búandi á höfuðborgarsvæðinu, og sem höfðu ekki sögu um sykursýki. Sykur- þolspróf var síðan endurtekið (100 g per. os) meðal þeirra, ssm höfðu blóðsykurgildi S 130 mg/dl við 1% klst. í fyrsta sykudþoli. Þeir, sem höfðu blóðsykurgildi g 120 mg/dl við 2 klst. í síðara sykurþolsprófinu fengu sjúkdóms- greininguna skert sykurþol (subclinical dia- betes). Algengi (prevalence) skerts sykurþols (þarrn- ig SKiigreint) for vaxandi með aidri, frá 0.4 —1.9% (karlar og konur) á aldursbilinu 20— 29 ára til 10.2—13.3% (karlar og konur) á aldrinum 50—61 árs. Skert sykurþol var marg- falt algengara en þekkt sykursýki í hópnum (skv. spurnmgakveri). Samanburður var gerður á niðurstöðum sykurþolsprófs meðal karlahóps, sem kom fyrst til rannsóknar 1967—1968 (þá 34—61 árs að aldri) og í endurtekna rannsókn 1974—1975 (alls um 1700 karlar). A þessu sjö ára tímabili milli rannsókna reyndist nýgengi (incidence) kliniskrar sykur- sýki (skilgreint sem verulega skert sykurþol, þ. e. blóðsykurgildi 5: 200 mg/dl við lVs klst. í 50 g sykurþolsprófi og/eða á meðferð í fyrsta sinni 1974—1975) meðal þessa eftirlifandi karla- hóps verða rúmlega 1%. Sigurður B. Þorsteinsson og Bjarni Þjóðleifsson Pseudomembraneous colitis (Ps.c.) Arangur vancomycin meðferðar þriggja sjúklinga Ps.c. er þekktur allt frá 19. öld, en undan- farna áratugi nánast alltaf tengdur notkun breiðspektra sýklalyfja. Sjúkdómsmyndin er bráð veikindi með niðurgangi (slím, stundum blóð), kviðverkir og hiti og greiningin er stað- fest með ristilspegiun. Sést þá bólgin slímhúð með hvítum eða grænleitum skánum eða flekkjum (pseudomembranes). Skánir þessar geta ýmist verið fast viðloðandi eða lausar og oft biæðir undan þegar þær eru fjarlægðar. Tíðni Ps.c. eftir sýklalyfjagjöf virðist mjög mismunandi eftir lyfjum, en er hæst eftir gjof á lincomycinum (linco- eða clindamycin). Við notkun á þessum lyfjum hefur tíðni verið áætluð 0.1—1%. Mörg önnur breiðvirk sýkla- lyf eins og ampicillin, cephalosporin og chlor- amphenicol auk annarra hafa einnig verið tengd Ps.c. Nú hefur tekist að skýra eðli Ps.c. og reyn- ist hann stafa af cytopathic toxini frá clostri- dia tegund (Cl. difficile). I tilraunadýrum hef- ur vancomycin reynst verndandi gegn Ps.c. og vancomycinmeðferð hjá mönnum með Ps.c. hefur reynst vel. Á undanförnum tveimur árum hafa þrír sjúklingar með Ps.c. fengið vancomycinmeð- ferð með góðum árangri hérlendis. Tveir sjúkl- ingar höfðu fengið clindamycin, en einn mörg sýklalyf, en mest af chloramphenicoli. Ein- kenni hjá öllum hurfu eða minnkuðu til mik- illa muna innan tveggja sólarhringa frá upp- hafi vancomycin-meðferðar. Styrkir þetta reynslu annarra að vancomycin sé árangursrík meðferð við Ps.c.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.