Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
215
Það virðist almenn álit þeirra, sem taxt-
ann nota, að hann sé nú einfaldari en áður
var. Gagnrýnt hefur verið lágt gjald fyrir
vitjanir samanborið við vitjanagjöld á
vöktum, þar sem númerasamningar eru.
Því er ekki að leyna, að gagnrýni á hvern-
ig einstaka læknar beita taxtanum, olli töf-
um og erfiðleikum við samningsgerðina. Er
enn eftir að móta af hálfu L.f. tillögur um
eftirlit með beitingu taxtans og reiknings-
gerð lækna og viðurlög, ef út af er brugðið.
Þessar tillögur þarf L.í. að leggja fram
fyrir 1. okt. 1979, sbr. bókun með samn-
ingnum. L.í. og L.R. hafa sameiginlega
skipað nefnd til að kanna mögulegar leiðir
til slíks eftirlits.
Breyting á sérkjarasamningi fyrir
fastráðna Iækna
1. júlí 1978 voru starfandi heilsugæzlu-
læknar skipaðir ásamt borgarlækni í
Reykjavík til þess að gegna embættum
héraðslækna (kjördæmislækna) til fjög-
urra ára. Nokkurn tíma tók að semja um
þóknun fyrir þessi störf, en í maí 1979
var gengið frá breytingu á sérkjarasamn-
ingi. Fá þessir læknar 20% af launaflokki
116 í þóknun fyrir þessi störf frá skipun-
artíma.
Ný vottorðagjaldskrá
Læknafélag Reykjavíkur gaf út nýja
vottorðagjaldskrá í ársbyrjun 1979. Gjald-
skrá þessi er notuð af öllum starfandi
læknum og því rétt að skýra frá henni hér.
Breytt var um form á verðlagningu vott-
orða, þannig að gjaldið er nú ákveðið i ein-
ingafjölda miðað við gjaldskrá sérfræðinga
og breytist þannig um leið og eininga-
verðið. Áður hafði gjaldskráin gilt fyrir
heilt ár í einu og þá verið tekið mið af
væntanlegum launabreytingum komandi
árs við setningu hennar í upphafi árs. Má
ætla, að þetta breytta fyrirkomulag mælist
vel fyrir hjá læknum.
Ágreiningur um ákvæði í samningi um
sérfræðilæknishjálp
Stjórn L.R. hafði samráð við stjórn L.l.
um lausn þess ágreinings, sem upp kom,
er almennur félagsfundur í L.R. sam-
þykkti, að fellt skyldi niður í næsta samn-
ingi ákvæði um eftirlitsnefnd með reikn-
ingum lækna. Fundur þessi var haldinn að
beiðni 30 lækna, sem töldu ákvæðið brjóta
í bága við Codex Ethicus og landslög.
Stjórnirnar hafa óskað eftir áliti Siða-
nefndar á því, hvort ákvæðið brjóti gegn
Codex Ethicus. Stjórn L.í. vonast til þess,
að nefnd sú, sem minnst er á í kaflanum
um sérkjarasamning hér að framan, skili
áliti, sem hægt verði að leggja fyrir aðal-
fundinn í haust.
Undirbúningur nýrra kjarasamninga
Samninganefndir sjúkrahúslækna hafa
haldið sem næst vikulega fundi frá því í
febrúar. Nefndirnar hafa haldið fundi með
læknum á ríkisspítölunum og Borgarspít-
ala, bæði til að þeir gætu komið fram með
hugmyndir sínar og til að kynna endanlega
kröfugerð. Helztu kröfur eru þessar:
Vinnuvikan verði 36 klst., þar af verði
6 klst. ætlaðar til símenntunar, fræðslu
heilbrigðisstétta, þátttöku í námskeiðum
o.fl. þess háttar, yfirvinnugreiðsla hækki
úr 1% af mánaðarlaunum í 1.25%, laun
fyrir gæzluvaktir hækki úr 0.205% í
0.25%, laun á bundnum vöktum verði
0.4%. Þá er gerð krafa um, að vaktagreiðsl-
ur hækki um 50% á tímabilinu kl. 12.00—
08.00 og á frídögum. Gerð er krafa um, að
heimilt sé að taka frí í stað greiðslu fyrir
yfirvinnu og komi 2ja klst. frí í stað unn-
innar klst. Lífeyrissjóðsframlag atvinnu-
rekanda hækki úr 6% í 8%. Vinna á
göngudeildum verði metin tvöfalt við aðra
vinnu. Þá er gerð krafa um auknar tíma-
greiðslur fyrir útköll á vöktum. Farið er
fram á breytingar á fríum fyrir vaktir og
yfirvinnu og aukningu á orlofi, sem aukist
með hækkuðum aldri, einnig að orlofsfé
verði verðtryggt. Sérstök krafa, sem snert-
ir unglækna aðallega, er sett fram um, að
læknir, sem ráðinn er til skamms tíma,
skuli eiga rétt á orlofi innan ráðningartím-
ans. Sett er fram krafa um lengingu á
heimiluðum veikindafjarvistum án frá-
dráttar á launum. Ætlunin er einnig að
reyna að fá bættar reglur um námsferðir
og tryggingar lækna.
Samninganefndir sérfræðinga utan
sjúkrahúsa og heimilislækna hafa haldið
nokkra fundi, en undirbúningur kröfugerða
þeirra er ekki kominn á það stig, að unnt
sé að rekja þær hér, enda er þeim ekki