Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 18
170 LÆKNABLAÐIÐ Við allsherjarmanntal 1950 voru blindir skráðir og eru tölurnar í 7. töflu fengnar þaðan. Mun því tala blindra vart tæmandi, en gefur þó hugmynd um tíðni barnablindu á þessu tímabili. Orsakir blindu eða sjónskerðingar á öðru auga meðal barna hér á landi eru mun fleiri en þær, sem greindar eru í 4. og 5. töflu, t.d. eru hér á landi börn blind á öðru auga af völdum congenit rubella, congenit toxoplasmosis, slysa, glærubólgu, sjúk- dóma í sjónu, æxli í auga, Sturge Weber syndrome, Goldenhar syndrome o.fl. Erfðaráðgjöf og fyrirbyggjandi aðgerðir: Þar sem sjónskerðing meðal barna hér á landi er nær öll af meðfæddum orsökum, hefði lítið verið unnt að gera til varnaðar. Þegar um er að ræða arfgenga sjúkdóma, er hægt að beita erfðaráðgjöf. Flestir af þeim arfgengu sjúkdómum, sem minnst er á í þessari grein erfast sem víkjandi eigin- leiki (t.d. albinismus), en einnig sem ríkj- andi (t.d. neurofibromatosis). Blóðskyld- leiki foreldra eykur möguleikana á arfgeng- um sjúkdómum meðal afkomenda því talið er að sérhver einstaklingur sé með allmörg gölluð erfi (gen), sem erfast víkjandi.12 Þegar rauðir hundar ganga í faröldrum, er nauðsynlegt að fylgjast vel með ófrísk- um mæðrum til þess að finna þær sem smitast hafa snemma á meðgöngutíma. Erf- itt er að beita fyrirbyggjandi aðgerðum við aðrar fóstursýkingar eins og t.d. af völdum toxoplasmosis og cytomegalovirus. Við báð- ar þessar sýkingar eru sjúkdómseinkennin hjá mæðrum óljós og vaknar því enginn grunur um smitun. Ef móðir er með eða smitast af syphilis á meðgöngutíma má oft koma í veg fyrir fósturskemmdir ef sjúk- dómurinn er greindur í tíma. Hægt er að greina marga sjúkdóma í fósturlífi með því að rannsaka sýni af leg- vatni á 14'—16 viku meðgöngutíma. Má þá nefna ýmsa metaboliska sjúkdóma, litn- ingagalla, klofinn hrygg og fleira. Listi yfir sjúkdóma, sem hægt er að greina með þess- um hætti er sífellt að lengjast.9 Hér á landi er mæðrum 35 ára og eldri gefinn kostur á þessari rannsókn til að fyr- irbyggja litningagalla og mæðrum á öllum aldri ef sérstök hætta er á litningagöllum. Þetta á t.d. við þegar annað foreldri er arfberi fyrir litningagalla, þegar ungar mæður hafa eignast barn með litningagalla o.s.frv. Flestir litningagallar sem lýst hefur verið, geta haft í för með sér alvarlega galla eða vanskapanir á augum. Þar sem þessi köxrnun er ekki tæmandi og þá sérstaklega hvað snertir sjónskert börn, sýnir hún nauðsynina á því, að skipu- legar verði unnið að söfnun gagna um blinda en verið hefur. Er enn einu sinni lagt til, að skylduskráning blindra verði tekin upp, sem allra fyrst og einnig skrán- ing á þeim sjúkdómum sem orsaka blindu, svo sem hægfara gláku. Ekki er hægt að svara að þessari könnun lokinni, hversu mikið er gert til að létta undir með sjón- skertum börnum og unglingum. Það er þó staðreynd að blindraskóli er starfræktur og félagsráðgjafi hefur liðsinnt hluta af þess- um barnahópi. Skipuleggja þarf betur að- gerðir til þess að sinna þessum þætti heil- brigðisþjónustu. SAMANTEKT Á árinu 1978 var gerð könnun á blindum og sjónskertum börnum á íslandi undir 17 ára aldri. í þessari könnun fundust alls 46 börn og voru 19 þeirra blind og 27 alvar- lega sjónskert. Af 43 börnum undir 15 ára aldri voru 16 blind og 27 alvarlega sjón- skert. Hrá hlutfallstala blindra innan 15 ára aldurs var 25,3 per 100 þús. íbúa í þessum aldursflokki og 42,7 fyrir alvarlega sjón- skerta. Orsakir blindu og sjónskerðingar meðal allra barnanna má rekja til meðfæddra og/ eða arfgengra sjúkdóma eða þróunargalla. Rýrnun á sjóntaug reyndist algengasta or- sökin fyrir skertri sjón eða um það bil þriðjungi tilfellanna. Aðrar orsakir eru raktar og þeim lýst. í engu tilfelli var um að ræða áunna sjónskerðingu og kann það að vera skýringin á því, að algengi (preva- lence rates) hér á landi er lægri en í Bandaríkjunum. Til viðbótar við sjónskerð- ingu voru 24 barnanna með aðrar meiri háttar fatlanir. Einkenni frá miðtaugakerfi voru hjá 20 barnanna og af þeim voru 15 vangefin. I Blindraskólanum eru 8 nemendur á aldrinum 6—18 ára og af þeim eru 6 blind. Önnur börn á skólaaldri eru annað hvort í sérskóla eða hinum almenna grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.