Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 59

Læknablaðið - 01.09.1979, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 197 stig er hátt. Nitrat berst til magans með fæðu og drykkjarvatni, en einnig úr líkams- vökva með magasafa, en allt nitrat í maga er upprunalega komið úr fæðu. Þau skilyrði, sem þannig stuðla að myndun nitrosamina, eru há nitratnþéttni í magasafa ásamt háu Ph. Tilgangur rannsóknarinnar var 1) að fá ábendingu um nitratmagn í fæðu Islendinga og 2) að athuga skilyrði í maga fyrir myndun nitrits og nitrosamina. AÐFERÐIR: Magasafa var safnað frá 18 einstaklingum og voru sýni tekin bæði eftir föstu (F) og eftir örvun (ö) með pentagastrini. Mælt var í hverju sýni þéttni (conc.) HCL, NOs og NOo. Níu einstaklingar höfðu magabólgur en 9 heil- brigðan maga. Þetta var dæmt eftir klinisk- um upplýsingum, pentagastrin prófi og biopsiu úr magaslimhúð. Mismunur milli hópa var metinn með Mann Withney U prófi. NIÐURSTÖÐUR: Hjá heilbrigðum var meðalþéttni á H + 56 meq/I í fastandi (F) magEisafa en 121 meq/1 eftir örvun (ö) en hjá sj. með magabólgur 17 (F) og 63 meq/1 (ö) og voru bæði gildi marktækt lægri hjá sjúklingum með maga- bólgur. Meðal nitrat þéttni var 13,8 P.P.M. (F) og 4.5 P.P.M. (Ö) hjá heilbrigðum en 9 (F) og 5,2 (Ö) P.P.M. hjá sjúkl. með maga- bólgur og er ekki marktækur munur á hópun- um. Meðal nitrit þéttni var 0,29 (F) og 0,11 (Ö) P.P.M. hiá heilbrigðum, en 2.2 (F) og 0 38 (Ö) P.P.M. hiá sj. með magabólgur og er þéttni i fastandi magasafa marktækt hærri híá sj. með magabólgur. UmrœÖa: Það magn af nitrat/nitriti, sem finnst í þessari rannsókn, er svipað og fundist hefur í Bretlandi (1), en miklum mun lægra on f'nnst í Georgia, U.S.A. (2). Hypochlor- hydria virðist greinilega stuðla að nitritmynd- un sennilega vegna bakteríugróðurs og hægrar tæmingar. Á þennan hátt getur hin háa tíðni á magabólgum á íslandi (3) skapað skilyrði fvrir mvndun krabbameinsvaldandi efna i maga, þótt, nitrat magn sé ekki meira en í öðrum löndum. Endanlegt mat á nitrati í fæðu Islendinga þarf þó að byggjast á mælingum á fæðunni siálfri. Gunnar Sigurðsson og Helgi Kjartansson Áhrif ColestidR á efnaskipti low density lipoproteina (LDL) í ein- staklingum með arfbundna hyperkólesterólemiu Einstaklingar með arfbundna hyperkólester- ólemiu hafa verulega aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóma snemma á ævinni. Þessi aukna áhætta virðist tengd hárri þéttni á LDL-kólesteróli í blóði þeirra. Breytt matar- æði hefur takmörkuð áhrif til lækkunar á kólesteróli meðal þessara einstaklinga, og þess vegna virðist lyfjameðferð réttlætanleg, eink- anlega meðal þeirra yngri. Við höfum rannsakað áhrif ColestidR með- ferðar (colestipol hydrochloride, nýtt gallsýru- bindandi resin frá The Upjohn Company) á efnaskipti LDL meðal fjögurra einstaklinga með arfbundna hyperkólesterólemiu. LDL var einangrað úr blóðvökva þeirra með hraðskilvindu, merkt með geislavirku joði og dælt að nýju í æð. Blóðsýni voru síðan tekin daglega til geislamælinga og hvarfferill úr blóði (fractional catabolic rate) og umsetn- ingarhraði (turnover rate) á LDL reiknaður út. Hver einstaklingur var rannsakaður þann- ig fyrir og eftir þriggja mánaða meðferð. Á meðferðinni (30 g. af Colestid daglega í þremur skömmtum) lækkaði LDL-kólesteról um meir en 40%. Lyfið virtist ekki hafa áhrif á hvarfferil LDL frá blóði, en minnkaði mynd- unarhraða (synthetic rate) á LDL verulega, sem væntanlega skýrir lækkunina á LDL- kólesteróli í blóði einstaklinga á þessari lyfja- meðferð. Ólafur Steingrímsson, Sigurður B. Þorsteinsson Listeriosis á Islandi — Fjórir sjúklingar á árinu 1978 Listeria monocytogenes var fyrst einangruð árið 1924, en fyrsta tilfellið af Listeriosis í mönnum var greint 1929. Hér á landi hefur sjúkdómurinn verið þekktur í búfé siðan í byrjun aldarinnar og gengið undir nafninu votheysveiki eða Hvanneyrarveiki. Mörgum faröldrum hefur verið lýst, þeim fyrsta 1910 og síðan 1930 hefur greiningin margoft ver- ið staðfest bakteriologiskt. Talið er að sjúk- dómurinn valdi hér búfjárskaða á hverju ári. Listeriosis í mönnum er aftur á móti talinn vera sjaldgæfur sjúkdómur og tíðni er álitin 0.4-2.7 tilfelli á milljón íbúa á ári, í þeim lönd- um, sem tölur liggja fyrir um. Fyrir 1978 mun Listeria monocytogenes hafa

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.