Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 66

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 66
202 LÆKNABLAÐIÐ FramlialdsaÖalfundur félagsins var haldinn í Domus Medica miðvikudaginn 28. marz 1979. Formaður setti fundinn og skipaði fundar- stjóra Þorvald Veigar Guðmundsson. Fyrsta mál fundarins var tillaga til breyting- ar á lögum félagsins, sem lögð hafði verið fram á aðalfundi 14. marz sl., svohljóðandi: Upphaf 10. gr. oröist svo: „Félagið heldur fundi um félagsleg málefni að jafnaði tvisvar á ári, og skal annar þeirra ætíð haidinn i febrúar, en auk þess þegar stjórnin telur þess þörf eða ef 10 félagsmenn krefjast þess. Fundi skal boða með viku fyrir- vara.“ Tillaga þessi var borin upp og samþykkt sam- hljóða. Lögð var fram eftirfarandi ályktunartillaga, sem kynnt hafði verið á aðalfundi: „Aðalfundur L.R. haldinn í Domus Medica 14. marz 1979 ályktar að fela stjórn L.R. að hefja sem fyrst framkvæmdir við fyrirhugaða viðbótarbyggingu Domus Medica.“ Formaður gerði grein fyrir tillögunni. Formaður bygginganefndar, Guðmundur Jó- hannesson, taldi, að það væri mjög mikilvægt að hefjast handa um byggingaframkvæmdir sem fyrst. Tillagan var borin undir atkvæði og sam- þykkt samhljóða. Lögð var fram eftirfarandi ályktimartillaga, sem kynnt hafði verið á aðalfundi: „Aðalfundur L.R. 1979 leggur til, að Styrkt- arsjóður lækna verði lagður niður.“ Tillagan var borin upp og samþykkt sam- hljóða. Gunnar Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði til, að skorað yrði á stjórn L.R. að stuðla að því að endurskoðun á reglugerð um sérfræði- viðurkenningu verði hraðað. Taldi hann, að reglugerð sú, sem er í gildi, væri orðin úrelt og þurfi nauðsynlega breytinga við. Þorvaldur Veigar Guðmundsson benti á, að búið væri að skipa nefnd til að endurskoða reglugerð um sérfræðiviðurkenningu. Tómas Á. Jónasson benti á, að þetta mál hefði verið til umfjöllunar hjá læknasamtök- unum árum saman og nú væri starfandi nefnd í þessu máli á vegum ráðuneytisins,, þar sem í væru fulltrúar frá ráðuneyti, læknafélögunum og læknadeild Háskóla íslands. Fundarmenn voru sammála um, að breyta þvrfti umræddri reglugerð, en ekki talin þörf á fundarsamþykkt um það mál að sinni. Magnús Karl Pétursson vakti athygli á þvi, að í ársskýrsiu fyrir 1978, Þar sem talað væri um „ambulant“-þjónustu sérfræðinga á sjúkra- húsum, væri naumast nógu skýrt að orði kveð- ið. Taldi hann, að það þyrfti að koma skýrt og ótvírætt fram, að hér sé átt við einkasjúk- linga lækna, en ekki almenna göngudeildar- sjúklinga. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið. Lagðar voru fram teikningar af væntanlegri viðbyggingu Domus Medica. Guðmundur H. Þórðarson ritari.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.