Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 35

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 181 Páll Eiríksson GEÐRÆN VANDAMÁL Á ENDURHÆFINGADEILD INNGANGUR Lengi hafa menn gert sér grein fyrir hinu nána samspili líkama og sálar, t. d. hvernig sálræn spenna getur komið fram í ýmsum líkamlegum einkennum. Margar rannsóknir hafa og verið gerðar til þess að kanna hversu algeng geðræn vandamál eru í starfi heimilislækna og á meðal sjúklinga á lyflæknis- og skurðdeildum. Strömgren18 fann í athugun sinni 1950, að af um 17000 viðtölum 27 heimilislækna við sjúkl- inga sína höfðu 9% af sjúklingunum haft hrein geðræn vandamál og um 13% höfðu haft geðræn vandamál ásamt líkamlegum einkennum. Rannsókn Nielsen, Juel-Niel- sen og Strömgren10 á íbúum eyjarinn- ar Samsö 1957—1961, sýndi, að 472 sjúkl- ingar eða um 10% af íbúunum (yfir 15 ára aldur) hafði verið vísað til geðlæknis á tímabilinu. B.G. Bentsen3 fann í hlið- stæðri heildarrannsókn í héraði einu í Nor- egi, að á árunum 1952—1955 höfðu 30% af íbúum á aldrinum 20—60 ára (íbúatala 5.800) í héraði hans haft við geðræn vanda- mál að etja. Björn Ögar22 fann í viða- mikilli rannsókn í Noregi, þar sem þátt tóku 13.436 sjúklingar og 56 heimilislækn- ar, að geðræn vandamál, voru í fyrsta sæti sem sjúkdómsgreining hjá 15% sjúkling- anna og í öðru sæti hjá 11,6% sjúkling- anna. Tómas Helgason 196410 fann í rannsókn sinni á 5.395 íslendingum fædd- um á árunum 1895—1897, að 1543 af þeim höfðu haft geðrænar truflanir. Taldi hann, að ekki væri meginmunur á tíðni geðrænna truflana meðal íslendinga og meðal Dana (á Bornholm). Strömgren, Andersen og Schiödt 195519 fundu við rannsókn á tveimur lyflæknisdeildum, að 34% sjúkl- inga höfðu geðræn vandamál, en athugað- ir voru 264 sjúklingar á hvorri deild. Niel- sen 196117 fann á blandaðri lyflæknis/ Greinin barst 13/03/79. Samþykkt til birtingar 08/06/79. Send í prentsmiðju 01/07/79. skurðlæknisdeild, að af 272 sjúklingum yf- ir 15 ára höfðu 36% sjúklinganna haft geð- ræn vandamál þar af 51% af sjúklingum á lyflæknisdeild, en 25% af sjúklingum á skurðlæknisdeild. Bille og Juel-Nielsen3 fóru yfir sjúkdómsgreiningar 1.787 sjúkl- inga, sem lagðir voru inn á 30 stofnanir i Árósum 1958. Á lyflæknisdeildum höfðu 12,6% sjúklinganna geðsjúkdómsgreining- ar og á taugasjúkdómadeildum 15,7% sjúklinganna að dómi læknanna á þessum deildum. Um sambærilegar rannsóknir á tíðni geð- rænna vandamála á endurhæfingadeildum virðist ekki vera að ræða. Þó hafa ýmsir talið að u. þ. b. helmingur sjúklinga á end- urhæfingadeildum hafi við geðræn vanda- mál að etja, sbr. Carnes,0 Caine4 og Dia- mond,7 sjá nánar síðar. Má af þessum tilvitnunum sjá, að geð- ræn vandamál sjúklinga, sem heimilislækn- ar og læknar á ýmsum sjúkradeildum eiga við að etja, eru tíð. Margir sjúklingar á endurhæfi'ngadeild- um leggjast inn eftir að þeim hefur skyndi- lega verið svipt út úr daglegu vanabundnu lífi við áverka, áföll, vinnuslys eða bílslys. Sumir hafa misst ættingja, vini eða vanda- menn, eða t. d. orsakað bana annarra í bíl- slysurn. Aðrir hafa lengi átt við langvinna sjúkdóma að etja, sem hafa haft mikil áhrif á líf þeirra. Lamanir, máltruflanir og alls kyns vanmáttur miðað við fyrri getu eru sennilega hvergi algengari meðal sjúklinga en einmitt sjúklinga á endurhæfingadeild- um. Mætti því búast við, að tíðni geðrænna vandamála á endurhæfingadeildum væri veruleg. EIGIN RANNSÓKN Árið 1975 starfaði ég á endurhæfinga- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Eftir því, sem á veru mína þar leið, varð mér æ ljósara hversu samspilið milli lík-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.