Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 7

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 171 yngri er því mun hærri en reykingartíðni almennt meðal íslenskra karla ef tekið er mið af könnun Hagvangs 1985 (8) og könnun Hjartaverndar 1983 (9) á reykingavenjum íslendinga (mynd 1) (p<0.01). Háþrýstingur. Alls höfðu tveir sjúklingar af þeim 29 sem lögðust inn á sjúkrahús verið á lyfjameðferð vegna háþrýstings. Enginn sjúklingur hafði háþrýsting í sjúkrahúslegunni né breytingar á hjartarafriti eða nýrnastarfsemi sem samræmdust langvinnri hækkun blóðþrýstings. Blóðfita. S-kólesteról og s-þríglýseríðar voru mældir hjá 20 karlmönnum af 21 sem gengust undir kransæðamyndatöku. Mælingarnar voru framkvæmdar á Rannsóknardeild Landspítalans. Meðalgildi fyrir s-kólesteról reyndist 6,32 mmól/1 (SD 1,16). í tilviljanaúrtaki Hjartaverndar 1978 (10) var meðalgildi skólesteróls hjá 34 ára karlmönnum 6,27 mmól/1 (n= 141) (mynd 2). Munurinn er ómarktækur. S-þríglýseríðar voru mældir hjá sömu 20 karlmönnum. Meðal þeirra voru tveir sem höfðu hækkaða s-þríglýseríða ef miðað er við gildið 2,30 mmól/1. Meðalgildi s-þríglýseríða í sjúklingahópnum var 1,67 mmól/I (SD 0,81). í tilviljanaúrtaki Hjartaverndar 1978 (10) var meðalgildið hjá 34 ára karlmönnum 0,94 mmól/1 (n= 141) (mynd 2). Munurinn er marktækur (p<0.01). Offita. Upplýsingar um hæð og þyngd lágu fyrir hjá 19 karlmönnum af 21 sem gengust undir kransæðakvikmyndatöku. Meðalgildi fyrir »Body mass index (Quetelet)« var 26,1 (SD 3,6). Meðalgildi fyrir Brocas-stuðul var 106,25 (SD 14,7). í tilviljanaúrtaki Hjartaverndar 1967-1968 (11) voru meðalgildi sömu stuðla hjá 34 ára karlmönnum (n= 141) 24,6 og 100. Munurinn er í báðum tilvikum ómarktækur (mynd 3). í rannsókn Hjartaverndar 1967-1968 kom í ljós að 34,7% karla á aldrinum 34-61 árs höfðu Brocas-stuðul >110. í sjúklingahópnum höfðu fjórir sjúklingar af 19 (21,1%) Brocas-stuðul >110. Þrátt fyrir að Brocas-stuðullinn fari hækkandi með aldri og vaxtarlag íslendinga hafi hugsanlega tekið breytingum s.l. 15-20 ár getur offita ekki talist algengari meðal ungra manna sem fá hjartadrep en heilbrigðra jafnaldra þeirra. Blóðsykur. Meðal þeirra 29 sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahús var einn sem hafði insúlínháða sykursýki. Enginn annar hafði hækkaðan blóðsykur. Ættarsaga. Meðal þeirra 29 sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahús voru 15 (51,7%) sem áttu % daily smokers [2 Smoking-Hagvangur 1985 ^ Smoking-Hjartavernd 1983 Fig. 1. Smoking habits among men suffering myocardial infarction at the age 25-39 years compared to two studies of smoking habits among Icelandic men. mmol/l 10 9 8 7 6 51 4| 3l 21 1 ■ 0J mmol/l 2.04 1.8 (1.67) . (6.32) (6.27) 1.6 1.4 I mmi 1.2- 1.0 (0.94) 1 ■ . 0.8 0.6 0.4 0.2 0.0J ip|l ■ Ml RS Mean total serum cholesterol Ml RS Mean serum triglycerides i Ml S RS ÍMI ÍRS Fig. 2. Total serum cholesterol and serum triglycerides in palients suffering myocardial infarction at the age of 40 and younger compared to large population (n = 141) sample of 34 year old men in the Reykjavik study. MI: patients with myocardial infarction. RS: population sample of 34 year old men in the Reykjavik study. Body mass index Fig. 3. Indexes of body mass and height in infarct patients 40 years and younger compared to population sample of 34 year old men in the Reykjavik study. MI: patients with myocardial infarction. RS: population sample of 34 year old men in the Reykjavik study.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.