Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.05.1988, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 177 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og |L[R| Læknafclag Reykjavíkur 74. ÁRG. MAÍ 1988 REYKINGAR OG ÆTTARSAGA UM KRANSÆÐASJÚKDÓM í athyglisverðri grein sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins um brátt hjartadrep á íslandi í einstaklingum 40 ára og yngri benda höfundar á að nær allir þessir einstaklingar hafi reykt tóbak. Jafnframt höfðu yfir 50% þeirra ættarsögu um kransæðasjúkdóm (1). Þetta er verulega hærra hlutfall en í hóprannsókn Hjartaverndar þar sem 15-20% höfðu ættarsögu um kransæðastíflu (2). Aðrir þekktir áhættuþættir reyndust ekki marktækir í þessari rannsókn ef litið er á meðaltalsgildi, en frá öðrum rannsóknum má ætla að a.m.k. tveir af þessum 40 einstaklingum sem hlutu hjartadrep hafi haft arfbundna hækkun á kólesteróli í blóði (hypercholesterolemia) (3). Rannsóknin undirstrikar því afdrifaríkar afleiðingar reykinga, einkanlega meðal þeirra sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Þessar niðurstöður koma vel heim við aðrar erlendar rannsóknir (4, 5). Þannig fundu Hopkins og félagar í Utah í hópi kransæðasjúklinga undir 45 ára aldri að 89% þeirra höfðu reykt og 48% höfðu ættarsögu (5). Önnur rannsókn frá Kaliforníu benti til að meira en helmingur af ótímabærum dauðsföllum í ættum með tíð kransæðatilfelli mætti rekja til reykinga (5). Nýleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga í Boston undirstrikar að þessi aukna áhætta samfara reykingum er engu minni meðal kvenna (6). En afleiðingarnar með tilliti til kransæðasjúkdóma virðast koma áratug seinna. Þó er ljóst að eitthvað meira þarf að koma til en reykingar þar sem meðal Japana sem reykja mikið og hafa háa tíðni háþrýstings eru kransæðasjúkdómar fátíðir. Því er líklegt að til þess að skaðsemi reykinga á æðakerfið komi fram þurfi vissa þéttni LDL-kólesteróls í blóði en flestir Japanir eru vel undir þeim mörkum. Enn er margt á huldu um hvernig reykingar hafa áhrif á tilurð æðakölkunar og kransæðastíflu. Umdeilt er hvort erfðir gegni sjálfstæðu hlutverki utan þess að þær komi fram í háþrýstingi, hækkaðri blóðfitu, sykursýki og fleiru (7, 8). Ýmsar rannsóknir benda til að svo sé. Sumar rannsóknir benda til að þessi erfðaþáttur komi ekki fram nema viðkomandi reyki, því séu reykingar miklum mun hættulegri meðal þeirra sem hafa ættarsögu en annarra jafnvel þó að aðrir áhættuþættir séu sambærilegir. Rannsókn Óskars Þórðarsonar og Sturlu Friðrikssonar (9) benti til að nánir ættingjar einstaklinga með kransæðastiflu fyrir 65-70 ára aldur hefðu nær þrefalda áhættu á því að fá slíkan sjúkdóm samanborið við hina með enga ættarsögu. Rannsókn Sigurðar Guðmundssonar og samstarfsmanna þar sem mældir voru áhættuþættir (aðrir en reykingar) meðal slíkra ættingja kransæðasjúklinga leiddi ekki í ljós verulegan mun á meðalgildum, t.d. blóðfitu, blóðþrýstings og fleiru samanborið við heildina (hóprannsókn Hjartaverndar). Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu ekki til þess að vert væri að gera allsherjar skimun á áhættuþáttum meðal ættingja, fremur ætti að leita eftir þeim áhættuþætti sem fundist hefði í viðkomandi kransæðasjúklingi (3). Hins vegar má segja að einföld blóðþrýstingsmæling og kólesterólmæling sé ekki ofrausn á ættingjana en vert að hafa í huga að þessir þættir, þó arfbundnir séu að vissu marki, þurfa ekki að koma fram fyrr en um 40 ára aldur. Við getum þó fullyrt, meðal annars frá áðurnefndri rannsókn þeirra Axels Sigurðssonar, Gests Þorgeirssonar og Guðmundar Þorgeirssonar, að sterklega beri að vara við reykingum meðal fólks með sögu um kransæðasjúkdóm í nánum ættingja. Líklegt verður að telja að yrði slíkum ráðleggingum fylgt mætti koma í veg fyrir eða tefja fyrir kansæðastíflu í ungu fólki að verulegu leyti. Sem betur fer er kransæðastífla sjaldgæf undir fertugu eða um 40 tilfelli á fimm ára tímabili en 8 þeirra létust. Sá tollur er þó alltof hár ef unnt er að koma í veg fyrir hann. Þessar tíðnitölur frá íslandi virðast svipaðar og frá öðrum Norðurlöndum. Heildardánartala af völdum kransæðasjúkdóms í öllum aldurshópum er einnig svipuð á íslandi og hinum Norðurlöndum (10) þótt Finnar séu enn hæstir en hafi einir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.