Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 29

Læknablaðið - 15.05.1988, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 191 tvisvar í Laugarnesspítala og skoðuðum holdsveikisjúklinga. Þeir voru nokkrir, en ég man ekki hve margir. Manstu nokkra skemmtilega sögu frá verunni í deildinni? Sú saga gekk að Jónas heitinn Sveinsson var í tíma hjá Sæmundi og átti að tala um kamfóru. Við vorum með þýska útgáfu af lyfjafræði. Svo spyr Sæmundur hann upp í hverju kamfóran leysist og þá svarar Jónas: »í öli«! (Öl = olía á þýsku). Að afloknu prófi hér heima ferð þú til Bergen á fœðingarstofnun? Já, á kvinneklinikken þar. Og síðan til Kaupmannahafnar? Já. Ég var mánuð í Bergen og fór síðan til Kaupmannahafnar í gegnum Osló. Ég hafði útskrifast í febrúarlok, gifti mig og við hjónin fórum út saman. Þegar ég var búinn á kvinneklinikkinni fórum við í hálfgert sumarfrí. Við fórum af í Harðangursfirðinum í Voss og tókum svo járnbrautina aftur eftir viku og héldum áfram til Hafnar. Þar var ég fram til hausts og tók svona sína ögnina af hverju bæði í medicin og kirurgiu, var t.d. mánð á Blegdam hospital sem var sóttvarnaspítali. Ég var búinn að ráða mig á Hvammstanga sem staðgengil fyrir Jónas Sveinsson um haustið. Ætli ég hafi ekki komið á Hvammstanga í september og Jónas fór þá til Vínar í framhaldsnám. Hann kom aldrei aftur á Hvammstanga, heldur fór á Blönduós. Ég var þarna lengur en ég hafði ætlað mér, var um 20 mánuði í Miðfjarðarhéraði í Vestur Lceknisbústaðurinn og sjúkraskýlið á Hvammstanga árið 1932. Starfsmenn og Ijósmæðranemar Kvinneklinikken í Björgvin I maí 1930. Yfirlœknir 1911-40, Lorentz Saverin Petersen f. 1870 er fyrir miðri mynd. Honum á hœgri hönd eryfirljósmóðirin sem kenndi Jóni Steffensen að leggja töng. Jón er annar frá hægri I öftustu röð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.