Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1988, Side 45

Læknablaðið - 15.05.1988, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 207 Hrafnkell Helgason, Jón Steffensen og Tryggvi Ásmundsson. (Ljósm. G.Ö.A.) úr eigu Jóns Sveinssonar, sem tók við landlæknisembættinu af Bjarna. Það er enginn hlutur til sem með öryggi getur talist frá tíð Bjarna. En frá Jóni og Klog eru til munir. Hvað er úr eigu Jóns? Það eru trokarar til að stinga á sullum sem nóg var af hér, tvær silfurpípur af mismunandi gerð í leðurhylki, ansi myndarlegt áhald. Jón Sveinsson fær þetta nýtt þegar hann tekur við. Bréfabækur landlæknis auðvelda mjög að átta sig á þessum tækjum. Þau eru borguð af ríkiskassanum og þá er skrifað upp hverju þeir taka við. Þegar Jón Sveinsson tekur við af Bjarna er allt skrifað upp og hann sendir þá nokkur tæki til viðgerðar. Sumt er samt erfitt að eiga við, sérstaklega meðan ekki var komið í tísku að framleiðandi setti merki sitt á vöruna. Fyrsta merka áhaldið er fæðingartöng sem sjá má í bréfabókum að Klog hefur fengið. Þarna eru líka silfurþvagleggir og alls konar bíldar. Bíldar og trokarar, það er það sem veður uppi. Hvernig hafa þessir munir varðveist? Þetta var opinber eign og næsti landlæknir fékk þá mann fram af manni. Þegar Læknaskólinn var stofnaður gengu tækin þangað og þaðan svo í Læknadeild Háskólans þegar hann var stofnaður. Þúfannst þetta þá í safni Háskólans? Já. Ég rændi þvi hreinlega þar. Því var úthýst í stríðinu þegar öllu var eiginlega úthýst nema stúdentum. Annars vantar þessar opinberu stofnanir áhalda- og tækjaskrár. Tækin koma og fara og enginn veit hvaðan þau koma eða hvert þau fara. Það hefur munað litlu að þetta yrði keyrt á haugana? Já, ábyggilega. Ég hafði engar skyldur frekar en aðrir í deildinni til þess að bjarga þessu. Læknadeildin hafði aðstöðu í sjúkrahúsinu í Þingholtsstræti fyrsta árið. Þá var að vísu búið að leggja það niður sem sjúkrahús, en það var gert 1902 þegar Landakot kom. Gömlu spítalarnir voru sjálfseignarstofnanir, settir á laggirnar fyrir samskotafé. Þegar Landakotsspítali byrjaði var spítalinn í Þingholtsstræti seldur bænum og húsið um tíma gert að íbúð. Þegar Læknadeild flytur í Alþingishúsið voru tækin flutt með og sett þar í geymslu, þó ekki öll. Eitthvað af þeim hefur þá farið á tvístring. Lyfjasýnishorn sem Sæmundur Bjarnhéðinsson notaði við kennslu voru líka flutt í Alþingishúsið. Þegar Háskólabyggingin kemst í gagnið voru þessi tæki flutt úr geymslum í Alþingishúsinu í milliherbergi sem var næst við stofu 11 á annarri hæð í Háskólabyggingunni,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.