Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 48
210 LÆKNABLAÐIÐ mannsins við hið dauða og lifandi umhverfi sem hann býr við. Hún er því mjög svo staðbundin og ekki vænlegt með tilliti til sjúkdóma að líta á hana sem alheimsfyrirbæri. Líf sem hentar einni menningu á ekki við í sama mæli við aðrar menningar. Ennfremur er menningin í dag ekki hin sama og í gær, og vart gerandi ráð fyrir að hún standi í stað. Það er því nauðsynlegt til skilnings á breytileika sjúkdóma að kunna skil á breytingu menninga í gegnum tíðina og þar kemur saga læknisfræðinnar til skjalanna. í því efni gætu aðstæður hér á landi vísað leið hvað viðvíkur sögu sjúkdómanna. Ég þekki enga þjóð sem á því sviði stendur jafnvel að vígi og vil eindregið hvetja íslenska lækna til þess að sinna betur þeirri hlið mála. Við fæðingu kemst barnið fyrst í snertingu við ytra umhverfi. í móðurlífi lifði það yfirleitt í gerilsnauðu umhverfi og eitlakerfi þess enn ólagað að ytra umhverfi, án fullmótaðra kímstöðva með T-frumumyndun. Það nær þroska í samræmi við ytra umhverfi, sem mætir því og það er mjög svo staðbundið. Þess vegna verðum við að byggja okkar viðbrögð við sjúkdómum fyrst og fremst á heimafenginni reynslu. Það er fyrst þegar barnið mætir umhverfinu sem mótefni eða T-frumur koma til sögunnar og hafa þýðingu fyrir mótun og varnir líkamans. Húðin er sæmilega trygg vörn meðan hún er heil, en það eru vissir staðir sem eru í nánum tengslum við ytra umhverfi. Við efri endann er loft- og matarvegur. Þar tökum við inn fæðuna og þar mætir slímhúðin sínu ytra umhverfi og augun gætu talist þar með. Hinn staðurinn er svo þar sem við skilum úrganginum, annars vegar endaþarmurinn og hins vegar þvag- og kynfæri. Þarna verður gróður, bakteríugróður sem kemur inn eftir fæðingu, sem líkaminn lagar sig að. Það myndast mótefni og við mætum þeim sýklum, sem þar eru á ferðinni. Þeir breytast með menningunni og við getum þess vegna alltaf reiknað með að þegar mikil breyting verður á menningar- og lifnaðarháttum, þá verði líka von á nýjum sjúkdómum, sem ekki hafa myndast nein varnarkerfi gegn. Ef til vill erum við með einn núna á ferðinni. Við fengum eftir fyrra stríð inflúensu, sem enginn réði við og sem var miklu duglegri í manndrápum en allt stríðið. Núna höfum við eyðni, og ég held að maður verði alltaf að reikna með að öðru hvoru komi upp óviðráðanlegur sjúkdómur, sem tekur sinn tíma. Sem dæmi má nefna bóluna. Bólan var aldrei Iandlægur sjúkdómur hér vegna aðstæðna. Landið var ekki nógu þéttbýlt til þess að hún gæti orðið að barnasjúkdómi. Hún geisaði hér alltaf með vissum ára- fresti, venjulega þrisvar til fjórum sinnum á öld. í nágrannalöndum okkar, þar sem fjölmenni er meira, var þetta barnasjúkdómur. Bólan varð landlæg og það voru þess vegna börnin sem veiktust og dánartalan hjá þeim er minni en hjá fullorðnum. Það gefur vissa sérstöðu okkar, og ég held að við verðum alltaf að reikna með að við erum ekki alfarið hluti af heiminum. Það er hægt að tala um heimsmenningu, en það á illa við í sambandi við sjúkdóma. Hulda Ólafsdóttir ritaði viðtalið af segulbandinu en Sigríður Ólína Haraldsdóttir hreinritaði. Þórarinn Guðnason las handritiö yfir og færði margt til betri vegar. Eru þeim öllum færðar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð. Jón Steffensen - skrá um rit: 1. Inflúensufaraldur í Miðfjarðarhéraði 1931. Læknablaðið 1932; 18: 57. 2. Undersögelse af den basofile substans i de röde blodlegemer og deres struktur med gallocyanin kromalun farvning. Hostpitalstidende 1934; 269-83. 3. Exanthema subitum. Læknablaðið 1934; 20: 131-3. 4. Agranulocytosis. Læknablaðið 1934; 20: 161-5. 5. Framtíðarspítalar á íslandi. Læknablaðið 1935; 21: 23-5. 6. Dystrophia musculum progressivus juvenilis. Læknablaðið 1936; 22: 38-42. 7. Beitráge zur Morphologie und Pathologie der roten Blutkörperchen. Folia Hematologica 1936; 54: 321-73. 8. Veránderungen im Bau der Nucleoproteide beim Menschen wáhrend der Spermiogenese. Zugleich ein Beitrag zur Fárbungstheorie. Zeitschrift fiir Zellforschung und Mikroskop. Anatomie 1936; 25: 565-82. 9. Hvít blóðmynd við akútar infektionir. Læknablaðið 1938; 24: 113-24. 10. Um blóðmælingar. Læknablaðið 1939; 25: 49-59. 11. Nýjustu rannsóknir á amínósýrum. Læknablaðið 1939; 25: 78. 12. Nýjustu rannsóknir á fitumeltingu. Læknablaðið 1939; 25: 79. 13. Læknafjölgunin og lökustu læknishéruðin. Læknablaðið 1940; 26: 124-8. 14. Kalciummagn rauðu blóðkornanna í manni og kalciumskipti milli blóðkorna og blóðvessa. Læknablaðið 1941; 27: 81-8. 15. Ritd. Guðmundur Hannesson: íslensk líffæraheiti. Læknablaðið 1941; 27: 137-8. 16. Lokaðir kirtlar. Náttúrufræðingurinn 1942; 12: 15-23. 17. Ný íslensk hjálmgrastegund. Náttúrufræðingurinn 1943; 13: 48. 18. Knoglerne fra Skeljastaðir i Þjórsárdalur. Forntida gárdar i Island. Köbenhavn 1943, s. 227-60. 19. Þjórsdælir hinir fornu. Samtíð og saga II. Reykjavík 1943. s. 7-42.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.