Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 57

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 217 Guðjón Magnússon sagði, að heimilislækningar í Reykjavík væru að hluta úrelt fyrirbrigði. Samþykkt tillögunnar jafngilti því að festa í sessi gamaldags kerfi. Lúðvík Ólafsson vildi sleppa »afmörkuðum þjónustusvæðum«. Þetta ákvæði gæti leitt til stöðnunar, því að samkeppni þyrfti. Skúli G. Johnsen sagði, að samþykkt tillögunnar þýddi stefnubreytingu, þar sem horfið væri frá hverfaskiptingunni. Unnið væri að þessu máli og best að álykta ekkert um það að svo stöddu. Sveinn Magnússon benti á, að tillagan væri ekki í andstöðu við fyrri ályktanir. Til dæmis hefði það verið skilyrði fyrir D-degi, að heimilislæknar utan heilsugæslustöðva gætu starfað áfram. Varasamt væri að selja sig undir eitt rekstrarkerfi. Víða um land mundu menn vilja reka stöðvar í sama formi og í Álftamýri og Garðabæ. Hann benti á, að vinnubrögð lækna færu ekki eftir litum á launseðlum þeirra. Ólafur Mixa sagði, að skrifa þurfi um það ófremdarástand, sem nú ríkti með undanþágur á hverju ári. Millibilsástandið hefði hamlað þróuninni. Heimilislæknar væru að segja sig undir kvótaskipulag. Það ætti ekki að láta hið opinbera ákveða gæðastaðalinn. FÍH væri hlynnt fleiri rekstrarformum og hefði sjálft sett gæðastaðal í anda heilbrigðisþjónustulaganna. Skúli G. Johnsen bar fram dagskrártillögu um frávísun. Hann sagði gæði starfins í beinu hlutfalli við þá aðstöðu, sem starfsemin fengi til umráða. Þetta mál mætti ekki vera undir lyfsölum komið. Hann benti á, að samþykkt tillögunnar yrði gleðiefni margra, sem andsnúnir væru heilsugæslu í Reykjavík. Dagskrártillaga hans var síðan borin undir atkvæði og felld með yfirgnæfandi meirihluta eða öllum atkvæðum gegn 2. Magni Jónsson sagði tilgang þessarar tillögu að tryggja mismunandi rekstrarform, þar sem læknar hefðu meiri áhrif og meiri ábyrgð en nú væri. Hann lagði síðan til, að tillagan yrði samþykkt óbreytt eins og hún var lögð fram. Atli Árnason tók til máls og sagði, að allir hefðu verið sammála um þá breytingu, sem koma skyldi, en síðan hefði þróunin gengið hægt og »þungavigtarmenn« hefðu farið að vinna utan heilsugæslustöðva, svo sem Sveinn Magnússon, og það hefði verið farið að hugsa um mismunandi rekstrarform á heilsugælustöðvum, en það væri í raun allt annað mál. Formaður sagði, að hér væri komin upp sorgleg staða, þar sem tveir virtir embættismenn vöruðu við tillögunni á dramatískan hátt. Lúðvík Guðmundsson sagði, að samþykkt þessarar tillögu gæti stöðvað framvindu heilsugæslustöðva. Guðjón Magnússon sagði, að Reykvíkingar byggju við góða læknisþjónustu, en lélega heilbrigðisþjónustu. Kerfi heimilislækna í Reykjavík væri úrelt, en stefna ætti að því, að heilsugæslustöðvar væru reknar með mismunandi hætti. Gísli Auðunsson, sem setið hafði í þessum starfshópi, kvað hér um að ræða mál Læknafélags Reykjavíkur og það félag gæti ályktað um þessi mál. Hins vegar væri það áhyggjuefni margra heilsugæslulækna úti á landi, að þeir gætu ekki horfið að embættum í Reykjavík, þegar nauðsyn krefði. Högni Óskarsson kvað hér alfarið um að ræða mál Læknafélags íslands. Spurningin væri, hvort ekki væri hægt að komast að málamiðlun og lagði til, að við upprunalegu tillöguna yrði bætt »enda móti þeir starfsemi sína og starfshætti í anda heilbrigðisþjónustulaganna«. Sigurbjörn Sveinsson kom með breytingartillögu, þar sem hann lagði til, að ályktað væri, að breyta þyrfti lögum um heilbrigðisþjónustu þannig, að möguleikar verði á mismunandi rekstrarformi. Halldór Jónsson kvaðst hafa frétt af upprunalegu ályktunartillögunni frá L.í. og verið fullur efasemda um ágæti hennar. Hún gæti orðið óvinafagnaður þeirra, sem ekki vildu uppbyggingu heilsugæslustöðva í anda heilbrigðisþjónustulaganna. Forsenda fyrir stuðningi við tillöguna væri síðasta setningin í greinargerð. Að svo komnu máli var komin skrifleg og sameiginleg tillaga Sigurbjörns og Högna og var upphaflega tillagan með þessari breytingartillögu samþykkt samhljóða þannig:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.