Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 47-9 47 NABLAÐIÐ THE IC li THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag Islands og l æknafclag Rcykjavikur 79. ARG. FEBRUAR 1993 Samstarf læknasamtakanna og læknadeildar Erindi flutt í Odda 6. desember 1992 Samstarf læknasamtakanna og læknadeildar Háskóla Islands er eðlilegt. Það á sér sögulegar og félags- og þróunarlegar forsendur. Það er sjálfsögð nauðsyn. Samvinna með þessum aðilum hefur ávallt einhver verið, mismikil og að mestu óskipulögð. Eðli málsins samkvæmt hefur samstarfið verið á vettvangi vísinda og fræðslu hér heima en á síðari árum einnig á alþjóðavettvangi. Nauðsyn samstarfsins var áréttuð fyrir fáum árum með stofnun sérstakrar nefndar sem í eru formaður og varaformaður Læknafélags íslands annars vegar og forseti og varaforseti læknadeildar hins vegar. Hlutverk nefndarinnar er að efla santvinnu læknasamtakanna og læknadeildar. Merki skipulegrar samvinnu má nú sjá í sameiginlegri alþjóðasamskiptanefnd aðila og með setu fulltrúa læknasamtakanna í framhaldsmenntunarráði læknadeildar. Sú eðlilega verkaskipting ríkir að læknadeild Háskóla Islands annast grunnmenntun og framhaldsmenntun lækna en læknasamtökin aftur á móti viðhalds- og símenntun þeirra. Nokkur skörun er óhjákvæmileg. Aðilar vinna Dagana 6.-8. desember 1992 var haldin VI. ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. Tekin var upp sú nýbreytni að heiðra vísindamann í læknadeild á ráðstefnunni. Þorsteinn Loftsson prófessor i lyfjafræði lyfsala hlaut heiðurinn að þessu sinni. Þorsteinn flutti heiðursfyrirlestur sinn þann 6. desember og nefndist hann: Nýjar aðterðir til að hata áhrít á frásog og dreifingu lyfja. Verður fyrirlesturinn birtur í næsta tölublaði Læknablaðsins. nú að fastmótaðra skipulagi og stjómun. Nauðsynlegt er einnig að tryggja fjáröflun. Læknasamtökin leggja jafnan fram umtalsvert fé til viðhalds- og símenntunar lækna og telja sig hafa möguleika á, án þess að íþyngja læknum fjárhagslega, að leggja fram meira fé enda kæmu þá fjárframlög frá öðrum á móti. Með þessu mætti enn betur tryggja öfluga framhalds- og viðhaldsmenntun lækna í landinu sjálfu en augljóst er að æ mikilvægara verður að sá möguleiki sé fyrir hendi. Afram verður þó jafn mikilvægt að verulegur hluti framhalds- og viðhaldsmenntunar lækna sé með jafn alþjóðlegu sniði og verið hefur undangengna áratugi. Sú staðreynd verður áfram ein mikilvægasta undirstaða góðrar læknisþekkingar í landinu og undirstaða fyrir þátttöku íslenskra lækna í alþjóða samstarfi á sviði mennta og vísinda. Með þátttöku í ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands vildi Læknafélag Islands meðal annars vekja athygli á mikilvægi samstarfs læknasamtakanna og læknadeildar. Anægjuleg tilviljun veldur því að þátttakan í ráðstefnunni bar nánast uppá 75 ára afmæli Læknafélags Islands með rösku mánaðar forskoti. Framlag Læknafélags Islands til ráðstefnunnar voru tvö erindi sem bæði birtast hér í blaðinu. Guðmundur Þorgeirsson læknir ræddi um »Hvers vegna grunnrannsóknir í lœknisfrœði á Islandi ?« og Örn Bjarnason læknir ræddi um »Siðfrœði og lœknavísindi«. Hvort tveggja umræðuefni vel við hæfi. MIKILVÆGI GRUNNRANNSÓKNA Enginn háskóli eða einstakar deildir hans standa undir eðli sínu nema þar fari fram grunnrannsóknir. Islenskir lækna hafa vissulega mest verið þiggjendur þeirrar vitneskju sem að lokum hefur orðið til vegna grunnrannsókna og þeir hafa sannarlega beitt vitneskjunni af kunnáttu og færni. Með því hafa unnist sigrar og erfið vandamál verið leyst og áfram er þessa þörf í átökum við ný vandamál sem sum hver eru meira eða minna tengd breytingum í lífi okkar og umhverfi. En íslenskir læknar hafa ekki eingöngu verið þiggjendur. Þeir hafa stundað margvíslegar rannsóknir einkum á sviði faraldsfræði og rannsóknir byggðar á árangri margvíslegrar meðferðar. En þeir hafa jafnframt stundað grunnrannsóknir í vaxandi mæli og þá oft í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.