Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 75 að forvarnir og rannsóknir á voveiflegum mannslátum verði að byggjast á rannsóknum, sem taka til þeirra allra, en ekki einvörðungu til mjög sérstakra tilvika. Þannig byggjast forvarnir umferðarslysa ekki einvörðungu á því að komið verði í veg fyrir banaslys, heldur að komið verði í veg fyrir öll slys, sem í umferðinni verða. Þar hefur verið mörkuð nokkuð skýr stefna um hvaða forvörnum á að beita og byggist hún á reynslu og þekkingu á sviði umferðarmála. Þessu eru gerð skil 1983 af landlækni (13) sem gerir stefnumarkandi tillögur um úrbætur. A sama hátt má líta á önnur slys. Virkar forvamir verða að byggja á mjög víðtækum upplýsingum, sent koma úr stórum söfnum skráðra slysa og byggjast ekki einvörðungu á því að verjast alvarlegustu afleiðingunum, það er að segja voveiflegum mannslátum. Áhættuþættir sjálfsvíga eru þekktir: þunglyndi, áfengis- og önnur vímuefnamisnotkun og ýmsir aðrir geðsjúkdómar (17). Þetta gildir jafnt um yngra fólk sem eldra, eins og glögglega sést í nýrri rannsókn frá Finnlandi (18). Þar kom í ljós, að þeir sem framið höfðu sjálfsvíg, höfðu nær allir haft geðsjúkdóm. Þótt þeir útreikningar sem hér hafa verið sýndir bendi ekki til faraldurs sjálfsvíga, og að sú þróun á fjölda þeirra sem hefur orðið meðal ungra karla gæti verið tilviljun eða vegna fækkunar óskráðra sjálfsvíga, þá er augljóst að fækka þarf sjálfsvígum. Á sama hátt er augljóst að draga þarf úr fjölda banaslysa, þótt verulegur árangur hafi náðst í að fækka dauðaslysum og þá ekki síst meðal ungra karla eins og hér hefur verið sýnt. Þessar niðurstöður undirstrika að slysavarnir og bætt björgunar- og slysahjálp bera árangur og ber því að efla enn frekar. Slysavarnir eru taldar ódýrasta aðferð þjóðfélagsins til að draga úr stórfelldum kostnaði og þjáningum vegna slysa og leggja verður áherslu á að þær taki til allra þjóðfélagshópa, ekki síst barna (15). Sama á við um geðvernd á öllum stigum, sem er án efa ódýrasta aðferð þjóðfélagsins til að fyrirbyggja afleiðingar geðsjúkdóma, þar með talin sjálfsvíg. Því verður að leggja höfuðáherslu á geðvernd og bætta þjónustu við geðsjúka, sem tekur til allra þjóðfélags- og aldurshópa. Slfkar aðgerðir kæmu í veg fyrir verulegar þjáningar fjölda fólks, bæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra. SUMMARY The paper describes changes in standardized mortality ratio (SMR) from suicide in Iceland during 1951 to 1990. It takes into consideration changes in all unatural deaths as well as changes in the size and age distribution of the Icelandic population. Over the past 40 years there have been no significant changes in the mortality from suicides as measured with the SMR. However, the SMR for the total fatality from suicide,accidental and other violent deaths has fallen significantly for men. This is primarily due to a significant drop in accidental deaths not related to traffic. This is in particular true for young men aged 15-24 years. In this group appears to be an increase in the SMR for suicides. This brings up the question whether there has been a change in the number of unregistered suicides. The results are seen as a tribute to accident prevention and treatment programs and they are also seen as underscoring the significance of increased psychiatric prevention. HEIMILDIR 1. Landlæknisembættið. Sjálfsmorðstíðni á íslandi. Læknablaðið. Fréttabréf lækna 1992; 2: 12. 2. Bjamason Þ, Þórlindsson Þ, Sigurðardóttir G. Aðgát skal höfð.... Um sjálfsvígsylgjur unglinga. Ný Menntamál 1991; 9(4); 1-6. 3. Lisbet K. Suicide in Scandinavia. An epidemiological analysis. Acta Psychiatr Scand 1987; 76,Suppl. 336: 11-6. 4. Murphy GE, Wetzel RD. Suicide risk by birth cohort in the United States, 1949 to 1974. Arch Gen Psychiatry 1980; 37; 519-23. 5. Murphy E, Lindesay J. Grundy E. 60 years of suicide in England and Waies. A cohort study. Arch Gen Psychiatry 1986; 43: 969-76. 6. Hennekens CH, Buring JE. Epidemiology in medicine. (First Edition.) Boston: Little, Brown and Company, 1987: 123-6. (Mayrent SL, ed. ) 7. Remington RD, Schork MA. Statistics with applications to the biological and health sciences. (2nd edition ed.) Englewood Cliffs: Prentice-Hall, Inc., 1985: 362-4. 8. Kelsey JL, Thompson WD, Evans AS. Methods in Observational epidemiology.New York: Oxford University Press, 1986: 142-3. (Lilienfield AM, ed. Monographs in epidemiology and biostatistics.; vol 10). 9. Hagtíðindi. Reykjavík: Hagstofa íslands, 1951-1990. 10. Vandenbroucke JP. A shortcut method for calculating the 95 per cent confidence interval of the standardized mortality ratio. (letter). Am J Epidemiol 1982; 115: 303-4. 11. Kleinbaum DG, Kupper LL, Muller KE. Applied regression analysis and other multivariable methods. (second edition.) Boston: PWS-Kent publishing company, 1987: 32. (Payne M, ed. The Duxbury series in statistics and decision sciences). 12. Sigurðsson P, Jónsdóttir G. Sjálfsvíg á Norðurlöndunum 1880 til 1990. Samanburður milli landa og hugsanlegar skráningarskekkjur. Læknablaðið 1985; 71: 86-90.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.