Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1993, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.02.1993, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 69 Tilveruréttur slíkra lækna með langa, margþætta og dýra menntun og skiptan starfsvettvang er rökstuddur með ýmsum þeim almennu rökum, sem ég hef áður fært fyrir mikilvægu hlutverki grunnrannsókna í læknisfræði. Þyngst vegur sú fullvissa, að slíkir starfsmenn myndi brú milli rúmstokks og rannsóknarstofu og hugmyndir og þekking ferðist í báðar áttir eftir brúnni. Þeir stuðla að betri og skjótari hagnýtingu grunnþekkingar annars vegar og að rannsóknum á hagnýtum spumingum hins vegar. I raun er hér aðeins um sérstakt afbrigði að ræða af almennri hugmynd sem mjög hefur rutt sér til rúms í menntun vísindamanna og einnig í framleiðsluiðnaði þar sem hagnýting þekkingar og þróun hugmynda er aðalatriði: Að brjóta niður hefðbundna múra milli fræðigreina; að mennta einstaklinga með yfirsýn á fleiru en einu hefðbundnu fræðasviði. Á okkar þrönga vinnumarkaði hafa allt of fáir læknar gert strandhögg yfir í aðrar greinar. Hvar em læknar sem líka eru raunvemlegir sérfræðingar í tölfræði eða tölvunarfræði? Slíkir menn kæmust sennilega ekki heim til sín á kvöldin fyrir annríki. Eða sérfræðingar í stjórnun, hagfræði, markaðsfærslu? Og svo má lengi telja. Þrátt fyrir víðtæka og mjög samsetta menntun er stéttin ótrúlega þröngsýn í endanlegu starfsvali. En þetta var útúrdúr. Við vorum að tala um þjálfun klínískra lækna sem einnig fá rækilega þjálfun á rannsóknarstofu við grunnrannsóknir. Rökin um menningarleg starfsskilyrði eiga þar líka við: Að menn vinni starf sitt í umhverfi þar sem grundvallarspurningar eiga rétt á sér og er fylgt eftir með tilraunum. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi slíks umhverfis fyrir læknakennsluna. Betur verður ekki unnið gegn þeirri tilfinningu, að þekkingin verði til í útlöndum og helst þurfi innfiutningsleyfi og tollagreiðslur áður en hún verður íslensk. Á hinn bóginn er það grundvallarskilyrði þess að læknir með þjónustuskyldur við sjúklinga geti jafnframt lagt stund á grunnrannsóknir, að viðkomandi sjúkrahús eða stofnun ætli honum tíma til þess, viðurkenni að rannsóknimar eru ekki sérviska eða hobbí heldur hluti af verkefnum stofnunarinnar. HVERS ER VANT? Hvemig verða íslenskar grunnrannsóknir í læknisfræði efldar? Oft er talað um nauðsyn þess að marka heildarstefnu, skipuleggja, setja upp ráð og stofnanir til að tryggja framgang góðra málefna eins og rannsókna. Að vissu marki á sú skoðun við rök að styðjast. Við verðum að vita hvort við viljum verja fé til rannsókna og hve miklu. Eftir föngum verður að tryggja að fé nýtist og aðhaldslaust fái menn ekki óhóflegan hlut af þeirri köku, sem til skiptanna er milli verkefna og einstaklinga. Og hjá því verður ekki komist að gera upp á milli manna og rannsóknarsviða, skera úr um áherslur, þótt réttlátur mælikvarði sé enginn til. En ef farið er að segja grunnvísindamanninum fyrir verkum er vegið að dýpstu rótum sjálfrar viðleitninnar sem í eðli sínu er eins og listasköpun: Einstaklingsbundin útrás fyrir sköpunarhneigð. I yfirlýstri stefnu Háskóla Islands á tímum átaks í rannsóknum er rannsóknarfrelsið líka aðalatriði. Islenskar grunnrannsóknir í læknisfræði verða best efldar með því að hlúa að þeirri starfsemi, sem þegar hefur skotið frjóöngum, með auknu fjármagni, bættri aðstöðu en umfram allt starfsskilyrðum fyrir fieiri hendur og höfuð. Reyndar er einmitt núna alveg sérstakt tækifæri til átaks á mannaflasviðinu. Aldrei hafa fleiri íslendingar haft menntun á einhverju sviði líffræði og margir þeirra horfa fram á óvissa framtíð. Alkunn er offjölgun í læknastétt á allra síðustu árum. Á sama tíma verður lítil nýliðun í grunngreinum læknisfræði. Sennilega er ekkert brýnna í uppbyggingarstarfinu en að skapa starfsskilyrði við rannsóknir fyrir sem allra flesta úr hópi þessa velmenntaða unga fólks. Eins og öll ræktun mun slíkt átak í nýliðun kosta peninga, en uppskeran verður líka ríkuleg.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.