Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 32
74 LÆKNABLAÐIÐ Table IV. Stcmdardized mortality ratio (SMR) for men, women, and 15-24 year old men, and 65-74 year old men due to trafftc accidents from 1951 to 1990 (n = number of deaths). Period 1951-55 1956-60 1961-65 1966-70 1971-75 1976-80 1981-85 1986-90 Women (n) 0,86 (19) 0,66 (16) 1,29 (35) 0,80 (24) 1,21 (39) 1,08 (37) 0,99 (36) 1,14 (44) Men (n) 0,89 (46) 0,86 (49) 0,93 (59) 1,18 (83) 1,15 (87) 1,17 (95) 0,96 (82) 0,96 (85) - 15-24 (n) 0,54 (7) 0,38 (5)* 0,70 (11) 1,33 (26) 0,90 (20) 1,60 (38)* 1,21 (29) 1,34 (31) - 65-74 (n) 0,83 (3) 1,12 (5) 0,93 (5) 0,86 (5) 1,14 (7) 0,90 (7) 0,84 (6) 1,39 (11) * p<0,05 fækkað marktækt meðal karla. Svipuð þróun er hjá konum. Ef 15-24 ára gamlir karlar eru skoðaðir sérstaklega og það haft í huga að sjálfsvíg eru talin með voveiflegum dauðsföllum, er sérlega athyglisvert að dánarhlutfallið lækkar einnig í þessum hóp. Þetta krefst frekari skoðunar á öðrum voveiflegum mannslátum. Tafla III skýrir að hluta orsakir þess, að dregið hefur úr heildarfjölda voveiflegra mannsláta, en hún sýnir dánarhlutföll vegna annarra slysa en umferðarslysa. Það kemur glögglega fram í töflunni, að á síðustu 15 árum hefur orðið heillavænleg þróun meðal karla, sem lýsir sér í að staðlað dánarhlutfall hefur farið lækkandi meðal þeirra. Þessi þróun er þó enn greinilegri meðal karla 15-24 ára en hjá þeim er stöðug lækkun á hverju fimm ára tímabili frá 1951 til 1990 og er dánarhlutfallið á síðustu árum 43% af meðaltali undanfarinna 40 ára. Þróunin hjá konum er svipuð. Ef litið er á banaslys í umferðinni kemur í Ijós, að breytingar á dánarhlutfalli eru litlar (Tafla IV). Þetta gerist þrátt fyrir að ökutækjum hefur fjölgað til muna meira en íbúum landsins eða úr um 12000 ökutækjum í um 135000. Staðlað dánarhlutfall náði hámarki á tímabilinu 1971-1980 þótt það sé ekki marktækt hærra en meðaltalið nema fyrir unga karla. Þó helst hátt dánarhlutfall hjá þeim alveg til 1990. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar athugunar eru, að í heild hefur dregið úr voveiflegum mannslátum meðal karla á síðustu árum og sama hefur gerst meðal kvenna. Einnig virðist hafa dregið úr fjölda voveiflegra mannsláta meðal 15-24 ára karlmanna, þó að það nái ekki tölfræðilegri marktækni. Þetta gerist þrátt fyrir að sjálfsvígum hafi fjölgað í þessum aldurshópi. A sama tíma dregur úr banaslysum annars staðar en í umferðinni hjá 15-24 ára karlmönnum, og eru þau nú orðin aðeins 43% af meðaltali síðastliðinna 40 ára. Þó að talið sé að vanskráning sjálfsvíga hafi verið óveruleg hér á landi (14) gætu þessar breytingar á dánarhlutföllum á síðustu árum vakið grun um að svo hafi ekki alltaf verið. Staðlað dánarhlutfall vegna umferðarslysa reiknað með tilliti til breytinga á fjölda ökutækja hefur lækkað jafnt og þétt á síðastliðnum 40 árum. Nú er það innan við 50% af því sem það hefur verið að meðaltali. Þessa niðurstöðu varðandi umferðarslys er vert að skoða í ljósi athugunar landlæknisembættisins (15) á umferðarslysum, sem tók til áranna 1970-1980. Þar var bent á, að dánartíðni hefði þá lækkað mjög verulega í öðrum löndum á sama tíma og hún hefði hækkað eða staðið í stað á íslandi. Hins vegar kemur í ljós, sé tekið tillit til heildarfjölda ökutækja, að dánartíðni hefur lækkað og ekki hvað síst á síðustu 10 árum, eftir að öryggisbelti voru lögleidd og notkun öryggisstóla fyrir börn jókst. Þetta breytir þó í engu niðurstöðu landlæknisembættisins að við höfum ekki staðið okkur nógu vel í að draga úr fjölda slysa í umferðinni í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Hvað varðar önnur dauðaslys en banaslys í umferðinni er ljóst, að þróunin er mun skýrari. A síðustu árum hefur einnig dregið jafnt og þétt úr dauðaslysum meðal ungra karla. Fjöldi dauðaslysa er þar með orðinn svo lítill, að erfitt er að skoða breytingar á þeim með tilliti til einstakra orsaka, samanber nýleg athugun á dauðaslysum sjómanna 1966-1986 (14) og ritstjórnargrein um nauðsyn slysavarna (15) þar sem fjallað er um sjóslys og breytingar á fjölda þeirra. Rothman (16) heldur því fram, að það þjóni alla jafnan fremur litlum tilgangi að rannsaka safn tiltölulega fárra afmarkaðra atvika, eins og ýmsir flokkar voveiflegra mannsláta eru. Ut frá hugmyndum Rothmans má álykta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.