Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.02.1993, Blaðsíða 6
48 LÆKNABLAÐIÐ alþjóðlegri samvinnu því fremur hefur okkur skort tæknilega aðstöðu og tæknilegan búnað en hugvitið sjálft. Þetta hefur skilað okkur og þjóðinni allri árangri og hinum stóra heimi stundum mikilvægum upplýsingum. Enn má það ekki gleymast að við höfum einnig átt mikilvæga brautryðjendur á sviði vísinda og er við hæfi að nefna hér starf Björns heitins Sigurðssonar sem jafnan er kenndur við Keldur. Ljóst er að fleiri munu skrá nöfn sín á brautryðjendalistann fyrr en varir. Svo sem undirstaða læknisstarfsins er vísindaleg þekking er framkvæmd þess eftir siðareglum okkar í Codex Ethicus. Aukin tækni samhliða aukinni þekkingarleit, nýir möguleikar til meðferðar og fleira, hefur allt leitt til aukinnar siðfræðilegrar umræðu og siðfræðilegrar niðurstöðu og markmiða. Full þörf er aukinnar samvinnu læknasamtakanna og læknadeildar Háskóla íslands á þessu sviði. Mörgum spurningum er ósvarað í Ijósi nýrra viðhorfa og aukinna möguleika. Læknasamtökin hafa stofnað sitt eigið siðfræðiráð og hlutverk þess er meðal annars að vinna að stöðugri endurskoðun á Codex Ethicus, að fjalla um álitamál og ágreiningsntál er varða lífsiðfræði og að ræða siðræn vandamál er varða læknastéttina sérstaklega. Fátt hefði verið betur viðeigandi í upphafi afmælisárs en efni þau sem að ofan eru rædd og kynnt í erindum þeim sem á eftir fara. Sverrir Bergmann, formaður LÍ

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.